19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 8

19. júní - 19.06.1981, Síða 8
Fyrsta opinbera heimsóknin. Vigdís ásamt Margréti Danadrottningu. stjórnmálamenn, sem ég hef átt skipti við, hafa aldrei sýnt mér annað en að þeir hafi viljað mér vel og þeir hafa lagt mér holl ráð — eins þótt þeir hafi ekki staðið með mér í forsetakosningunum. Það hefur engu breytt um hollustu þeirra. Hið sama á við um emb- ættismenn. Það er þáttur í íslensku eðli, sem ég met mikils — að vita, að ég get sagt hug minn allan við þessa menn og átt vísan trúnað þeirra og hreinskilni í öllum hlutum. Þetta er mér mikill styrkur í starfi nú þegar og verður það enn frekar, ef að því kemur, að ég þarf að gangast fyrir stjórnarmyndun.“ Greiður aðgangur að forseta Islands — Þú varst fyrir skömmu í opinberri heimsókn í Danmörku og fréttir af þeirri heimsókn herma, að mjög vel hafi farið á með ykkur Danadrottningu. Hver munur finnst þér helstur á aðstæðum 6 ykkar, þessara tveggja kvenna sem eru þjóðhöfðingjar hvor sinnar frændþjóðarinnar? ,,Það er auðvitað um margt ólíku saman að jafna. Það er svo löng hefð fyrir starfi hennar, og hún er náttúrlega umkringd opin- berum ráðgjöfum. Hún hefur miklu hærri virkisvegg í kringum sig en ég. Hún býr eiginlega í nokkurs konar kastala, og flest erindi til hennar fara um hendur embættismanna hirðarinnar. En hún hefur samt sama hátt á og ég að lesa sjálf öll sín bréf. En fólk á, held ég, miklu greiðari aðgang að mér sem forseta en henni sem drottningu. Mig langar líka til þess að geta þess, að það fór mjög vel á með okkur. Hún er bæði skemmti- leg og mikil hæfileikakona. Það gat eiginlega ekki hjá því farið, að vel færi á með okkur, því að við kom- umst að því, að við höfum mjög svipaðan húmor — svipað skop- skyn — og ég held, að það sé ein af forsendunum fyrir því, að fólki getist hverju að öðru.“ Opinberar heimsóknir eru mikils virði — Eru svona heimsóknir annað og meira en kurteisisvottur þjóða í milli — meira en prakt og prjál? ,Já, svo sannarlega. Það er mikill misskilningur, ef menn halda, að heimsóknir af þessu tagi séu fánýtar. Ég held, að gildi þess að geta kynnt þjóð sína með þessum hætti eða öðrum svipuðum sé mjög mikið. Ég get til dæmis sagt frá því, að eftir að sýndur var í Frakklandi sjónvarpsþáttur, þar sem ég kom fram, seldust allar Iopapeysur þar í landi upp á tveimur dögum af því einu, að ég sást þar í lopapeysu í réttum. Og Danmerkurförin varð til þess, að íslendingar og Danir færðust nær hver öðrum en verið hefur um aldaraðir, að mér finnst. Þá fyrndist ýmislegt, sem enn var munað með nokkrum sárindum í Danmörku — eins og skilnaður ís- lands og Danmerkur og handrita- málið. Þessi heimsókn var plástur á mörg slík sár. Það stafar líklega meðal annars af því, að fólk í Danmörku fann, að við Margrét áttum ákaflega vel saman, það fann hversu vel fór á með okkur — að við vorum ekki aðeins að sýna hvor annarri yfirborðskurteisi eins og sjálfsagt vill annars oft brenna við í slíkum heimsóknum.“ Reyni að kynna íslenskar vörur — Þú talar um lopapeysurnar í Frakklandi. Nú er það víða mikil- vægur þáttur í starfi þjóðhöfðingja að koma framleiðsluvörum lands síns á framfæri. Hver er afstaða þín til slíks? „Það talar líklega skýrustu máli um afstöðu mína í þeim efnum, að í Danmörku gekk ég í fatnaði, sem gerður var úr íslenskri ull og skinnum, og það var allt með ráðum gert og skipulagt með tilliti til þess að koma íslenskum vörum á framfæri. Að vísu verð ég að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.