19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 12

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 12
mótsögnum í boðskapnum. Ekkert barn verður til nema Guð hafi fyrirhugað það, sagði móðir mín og ég spurði á móti, var Guð þá ekki búinn að fyrirhuga börnin kon- unnar, sem átti þau með giftum manni og allir hafa horn i síðu og liggja henni á hálsi fyrir. Fátt varð um svör við spurningum mínum á stundum. Lang mikilvægasta málið fyrir íslenska alþýðu voru almanna- tryggingalögin. Þau voru sam- þykkt sem alþýðutryggingalög 1936 og Tryggingastofnun ríkisins komið á fót, en byrjað var að berj- ast fyrir þeim í kosningabaráttunni 1934. Eg vann mikið í þeim kosn- ingum og fékk mörg atkvæði út á lögin. Ástandið var voðalegt áður, ef út af bar hjá fólki. Oryggisleysið al- gert og lítillækkandi fyrir fólk, sem vildi bjarga sér að standa framan í framfærslufulltrúanum til að særa út styrk. Sveitaflutningarnir voru skelfilegir og alltaf voru börnin tekin frá mæðrunumog flutt á sveit mannsins, en ekki móðurinnar sem oftast var þó nærtækara. Tryggingarnar hafa gert lang- mest gagn af öllu í okkar löggjöf, en allt þarf eftirlit og allt er hægt að misnota, tryggingar eins og annað. Ábyrgðin liggur hjá manneskjunni sjálfri og tryggingar eiga að stuðla að því, en ekki taka ábyrgðina af henni. Tengi tveggja alda kynslóðir — Ég er fædd að Hörglandskoti á Síðu 25. nóvember 1881, lang- yngst af sex börnum foreldra minna. Faðir minn var fæddur 1830 og hans fólk hafði búið þarna mann fram af manni. Á jörðinni voru tvö býli og móðir mín var af hinum bænum. Enda þótt ég hefði gott atlæti og væri í uppáhaldi á heimilinu varð ég samt að vinna eins og hinir, annað tíðkaðist ekki. Árið 1904 giftist ég Ingimundi Einarssyni, ættuðum úr Ölfusi. Við settum bú í Reykjavík og unnum verkamannavinnu, oft bæði tvö. Af sex börnum okkar komust fimm upp og nú á ég 24 barnabörn,. sem öll hafa eignast skýli yfir höfuðið. Þeirra börn, sem nú eru á barnsaldri, ættu að hafa möguleika á að lifa nokkuð fram á 21. öldina og þá má segja að ég tengi tveggja alda kynslóðabil. Ánægð með ellilaunin — Daglegt líf mitt er ósköp einfalt nú orðið. Ég er hætt að vinna, en annaðist mig að mestu Jóna Guðjónsdóttir tekur við formennsku af Jóhönnu í Verkakvennafélaginu Framsókn 1962. sjálf fram til seinustu jóla, að ég fékk slæmt gigtarkast og hefi nú heimilishjálp fjóra tíma á dag fimm daga vikunnar. Klæði mig sjálf og þvæ mér. Ég bý í séríbúð á jarðhæð í sama húsi og fjölskylda mín og stend sjálf straum af húsnæðinu. Ég borða nú eina máltíð á dag á heimili sonar míns og tengdadótt- ur, en hefi að öðru leyti eigið hús- hald. Mér duga ellilaunin til framfærslu, nema ef ég ætti að borga heimilishjálpina, þá hrykkju þau ekki. Ég er ánægð með elli- launin, hafði sjaldnast úr meiru að spila áður — sumir vanþakka allt. Hefi lítið getað lesið frá seinustu áramótum, en horfi þó á sjónvarp og hlusta á útvarp og fylgist með þjóðmálunum. Sonardóttir mín er á þingi og mér sýnist hún bara vera dugleg og reyna að vinna að góð- um málum. Hún gefur sig að fél- agsmálunum. Fermingarsystkinin öll dáin — Nú orðið eru fáir samferða- manna minna eftir á veginum með mér. Öll fermingarsystkini mín eru dáin. Ég umgengst aðallega skyld- fólk, en tala daglega í sima við suma gamla samherja, aðallega þó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.