19. júní


19. júní - 19.06.1981, Page 16

19. júní - 19.06.1981, Page 16
ÍSLENSK FATAHÖNNUN Fríður Ólafsdóttir — fatahönnuður Umsjón og texti: Katrín Pálsdóttir Kvikmyndin Punktur, punktur, komma, strik hefur eflaust hjálpað mörgum til að rifja upp gamla góða daga. Búningarnir í mynd- inni skiptu sköpum um hvernig til tókst að fá rétt andrúmsloft og færa okkur kvikmyndahúsgesti um tuttugu ár aftur í tímann. Það er Fríður Ólafsdóttir fata- hönnuður, sem á veg og vanda af búningunum í Punktinum. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1966, en settist síðan í Kennaraskólann í handa- vinnudeild. Síðar lá leiðin til Vestur-Berlínar, þar sem hún stundaði nám við Listaháskólann á árunum 1969—1973. Fríður fékk góðan undirbúning undir starf sitt við Punktinn, þegar hún var aðstoðarmaður Ullu Britt, sem sá um búninga í kvikmyndina Paradísarheimt. Hún hefur að mestu starfað sjálfstætt frá því hún lauk námi og tekur að sér hin f jöl- breyttustu verkefni. Einnig hefur hún kennt við Iðnskólann og Kennaraháskólann. Lopapeysur hannaðar fyrir Gefjun 14

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.