19. júní - 19.06.1981, Page 18
Sigríður
Erlendsdóttir.
Upphaf skólagöngu
1 íslensku bændaþjóðfélagi 19.
aldar ríkti hefðbundin hlutverka-
skipting kynjanna og fáum sögum
fer af uppeldi barna á heimilum.
Þó mun óhætt að staðhæfa, að
uppeldi drengja og stúlkna hafi á
margan hátt verið frábrugðið.
Stúlkur hafa langtum meira en
drengir verið látnar sinna skyldu-
störfum innanhúss, gæta barna og
vinna við prjónaskap og aðra
handavinnu. Yfirleitt var lærdómi
ekki haldið að stúlkum. Það þótti
gott að læra skrift og reikning, ef
um karlmenn var að ræða, en það
þótti tefja konur frá vinnu. Þegar
litið er til menntunaraðstöðu
kvenna, áttu þær ekki margra
kosta völ. Þær höfðu engan aðgang
að menntastofnunum landsins og
hugsunarhátturinn var sá, að fáum
hefði dottið í hug að þær kæmust
þangað. Ætla má, að aðstaða
kvenna til að afla sér undirstöðu-
fræðslu hafi verið verri en karla
við hinn ríkjandi hugsunarhátt,
og alþýðustúlkum þótti nægi-
legt að læra kverið fyrir ferming-
una.
Um miðbik 18. aldar voru gefn-
ar út 3 tilskipanir um fermingu,
kristindómsfræðslu og húsvitjanir
presta, en samkvæmt þeim var
krafist lestrarkunnáttu af öllum
ungmennum. Stúlkur sátu á hak-
anum með frekari fræðslu, svo sem
skrift og reikning, drengir höfðu
meiri tíma aflögu til lestrar, ef
bækur voru til á heimilum en
stúlkum var ætlað að sitja við
heimilisvinnu. Uppfræðsla þeirra
náði yfirleitt ekki lengra en það, að
þær áttu að geta lesið eða stautað
sig fram úr lærsómskverinu, en
hins vegar munu margir piltar
16
hafa aflað sér kunnáttu i skrift og
reikningi. f ævisögum og endur-
minningum blasir við okkur mynd
af konum, sem þráðu að afla sér
menntunar, en áttu þess engan
kost. Þar lagðist á eitt, viðhorf
bændaþjóðfélagsins og löggjöfin,
sem miðaði að því, að þjóðfélags-
staða kvenna héldist óbreytt.
Enda þótt flest lagasetning, sem
miðaði að aukinni menntun
kvenna sé bundin 20. öldinni,
þokaðist þó í áttina á síðustu ára-
tugum 19. aldar. Á það verður sér-
staklega að benda, að eitt fyrsta
skilyrði jafnréttis á sviði menntun-
ar er, að drengir og stúlkur fái
sömu undirbúningsmenntun þeim
að kostnaðarlausu. Fyrsta skrefið í
þá átt má telja það, að árið 1880
voru sett lög um uppfræðingu
barna í skrift og reikningi og
skyldu prestar hafa eftirlit með því.
Það er þá fyrst, að kvenfólk lærir
almennt þessar listir. Með lögum
þessum tekur hið opinbera, lands-
sjóður og sveitarsjóðir það á sig að
standa straum af almennri barna-
fræðslu og sjá um að öll
börn,10—14 ára að aldri, fái til-
tekna fræðslu. Árið 1907 voru
fræðslulögin sett, og með þeim
voru öll börn 10—14 ára fræðslu-
skyld og skyld til að taka próf úr
tilteknu námsefni. Ætla má, að
víða hafi reynst erfitt að framfylgja
lögunum vegna samgönguerfið-
leika auk þess sem skólar voru þá
Vinaminni við Mjóstræti var reist árið 1885 að frumkvæði Sigríðar Einarsdóttur frá Brekku-
bæ fyrir fé er auðugir Englendingar gáfu til stofnunar nýs kvennaskóla. Skólinn starfaði þó
aðeins einn vetur.