19. júní


19. júní - 19.06.1981, Side 25

19. júní - 19.06.1981, Side 25
Heimsókn í Fossvogsskóla Björn Scheving Thorsteinsson er 11 ára nemandi í Fossvogsskóla. Hann sat önnum kafinn við að ljúka við svuntuna sína í handa- vinnustofunni. Hann hafði þegar lokið við að merkja vasann með upphafsstöfum sínum, saumuðum á listilegasta máta með aftursting. Björn sagði að sér fyndist gaman í handavinnu hann hefði fyrr í vetur prjónað frosk, en hann lærði að prjóna í fyrra. „Það er ágætt að prjóna, en mér finnst nú samt meira gaman í smíði,“ sagði Björn. Við næsta borð sátu saman tveir hressir strákar, þeir Stefán Hallgrímsson og Gunnar Már Sigurðsson. Stefán var að leggja síðustu hönd á lítinn, rauðan dúk sem hann hafði faldað með kappmelluspori, en ekki vissi hann nú nafnið á þessum forláta saum. Gunnar Már sagði að sér þætti „allt í lagi“ í saumaskapnum, þar* sem hann sat og var að ganga frá svuntunni sinni. Hann ætlaði að nota hana sjálfur við eldamennsk- una heima. Hann sagði að það hefði ekki verið neitt erfitt að læra að prjóna. Kennarar barnanna eru Svan- hildur Kaaber og Málfriður Gunnlaugsdóttir. Þær upplýstu að krakkarnir fengju að hafa frjálst val um verkefnin, en öll yrðu þau auðvitað að læra á saumavél og að prjóna. „Strákarnir læra yfirleitt bara að prjóna slétt, en stelpurnar vilja líka læra brugðið.“ Aðspurðar sögðu þær að strákunum gengi ekkert síður í handavinnunni, „þeir eru upp og niður alveg eins og stelpurnar.“ f smíðastofunni voru 9 ára krakkar að vinna. Þar var verið að mála síðustu verkefnin á þessum vetri. Þrjár stelpur: Þórunn Högnadóttir, Dagný Blöndal og Kolbrún Ölafsdóttir voru með penslana á lofti og virtu smíðagripi sína fyrir sér með gagnrýnu auga og nokkru stolti. Þær voru búnar að smíða margt skemmtilegt í vetur, en voru farnar með gripina heim. Dagný hafði m. a. smíðað kaffikönnu og monsuvöggu, en Þórunn var búin með fiðluhillu, lykil og pennastokk. Krakkarnir fá að velja verkefni sín í smíðinni eins og í handavinn- unni. Páll Aðalsteinsson smíða- kennari sagði að það væri ekki mikill munur á vali krakkanna, en þó veldu strákarnir frekar að smíða skip heldur en stúlkurnar, og yfir- leitt gerðu þeir ekki monsuvögg- urnar sem eru vinsælar hjá stelp- unum. „Einn smíðaði samt vöggu handa systur sinni.“ Ekki sagðist Páll verða var við nokkurn mun á getu þeirra. „Þau hafa öll upp til hópa gaman af smiðum og eru mjög áhugasöm.“ Björn situr önnum kafinn við saumana. Stefán, Gunnar Már og bekkjarsystir þeirra fá leiðsögn kennarans. Stöllurnar Kolbrún, Dagný og Þórunn með penslana á lofti. 23

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.