19. júní


19. júní - 19.06.1981, Page 26

19. júní - 19.06.1981, Page 26
 Sigurveig Jónsdóttir Hvernig heimi lýsa skólabækurnar? Af því læra börnin, sem fyrir þeim er haft. Og það er ekki nóg að segja börnunum að karlar og konur séu jafnrétthá í þjóðfélaginu, ef allt sem þau sjá stríðir gegn þeirri full- yrðingu. Þess vegna er mikilvægt að í skólakerfinu sé unnið gegn þeirri hefðbundnu verkaskiptingu kynjanna, sem verið hefur. Breyt- ingar á hugsunarhætti er best að fá fram sem fyrst á æviskeiðinu. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. í 7. grein jafnréttislaganna segir svo, að í skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skuli veita fræðslu um jafnrétti kvenna og karla. Kennslubækur og kennslu- tæki, sem þar séu notuð, skuli vera þannig úr garði gerð og hönnuð að kynjum sé ekki mismunað. Það er erfitt að komast á nokk- urn hátt að því hvernig kennarar framfylgja þessari lagagrein í tím- um. Sjálfsagt eru þeir ekki allir sammála því að þróunin eigi að stefna í jafnréttisátt. Og það er kannski til of mikils mælst að kennarar tali þvert um hug sér. En vonandi eru þeir þó fleiri sem vinna heils hugar að því að gefa börnum af báðum kynjum sömu möguleika i framtíðinni með því að loka þau ekki inni í gömlum hugmyndaheimi. Ástæða til bjartsýni Um námsbækurnar gegnir hins vegar öðru máli. í þeim getur stefna stjórnvalda náð fullkomlega fram að ganga. Nýjar námsbækur fyrir grunnskólastigið eru gefnar út hjá Ríkisútgáfu námsbóka og hef- ur skólarannsóknadeild umsjón með útgáfunni. Kunnugir segja mér, að þar sé ákveðið stefnt í jafnréttisátt og fulltrúi Jafnréttis- ráðs mætir á fundi skólarann- sóknadeildar og fylgist með starf- inu þar. Liklega þurfum við því ekki að óttast það, að þær bækur sem gefnar verða út í framtíðinni stuðli að misrétti kynjanna. Eitt dæmi um þá breytingu sem er að verða í þessu efni er bók sem ber heitið Úr siðfrœði, en í henni eru leskaflar um kristilega siðfræði. Þar fjarllar einn kaflinn um fjöl- skylduna í nútímaþjóðfélagi. Um verkaskiptingu á heimilum segir m. a.: „Tilkoma dagvistunarstofnana leiðir hugann að annarri veiga- mikilli breytingu á högum fjöl- skyldunnar, sem varðar verkaskipt- ingu á heimilinu. Nú er orðið mjög Breytt viðhorf í þjóðfélaginu birtast smám saman í kennslubókun- eru dæmigerðar. Önnur er úr kennslubók f ensku sem var notuð um og í því efnl hefur miklð gerst allra síðustu árin. Þessar myndir almennt til skamms tíma. Hin er úr nýrrl samfélagsfræði fyrir byrj- endur. 24

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.