19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 29
Konur verða
að hafa áhrif
á tækniþróunina
María Jóna Gunnarsdóttir.
Rætt við Maríu Jónu
Gunnarsdóttur
byggingatæknifræðing
Við áttum að vera þægar
Eg hafði alltaf séð eftir því að
halda ekki áfram námi. Að loknu
gagnfræðaprófi vann ég almenn
skrifstofustörf í 9 ár, m. a. hjá
Samvinnutryggingum og á Tím-
anum. Mér gekk vel í barnaskóla
og ég byrjaði i Kvennaskólanum
full af áhuga, en naut mín þar
aldrei. Við áttum að vera þægar og
hafa enga sjálfstæða skoðun á
hlutunum og við fengum alls enga
hvatningu til frekara náms. Þegar
ég útskrifaðist úr Kvennó hafði ég
enga trú á sjálfri mér.
Verðlaunin voru hvatning
Svo þegar maðurinn minn fór í
tæknifræðinám i Odense, þá greip
eg tækifærið og byrjaði að læra
tækniteiknun, enda var dóttir mín
þá byrjuð í skóla. Á lokaprófi um
vorið var ég efst í bekknum og fékk
peningaverðlaun, sem að vísu var
lítil upphæð, en þetta varð mér
mikil hvatning til að halda áfram
námi. Næsta vetur tók ég það sem
á dönsku er kallað „teknisk assi-
stent, i bygge og anlægslinien.“
Þriðja veturinn var ég svo í undir-
búningsdeild fyrir tækninám.
Var æðislega „aggressiv“
á Kvennaárinu
Seinasta veturinn í Danmörku
vorum við aðeins fjórar konur i 80
manna hópi, sem skiptist í fjórar
deildir — af þessum fjórum konum
höfum við tvær lokið prófi sem
tæknifræðingar. Þetta var á
Kvennaárinu og ég var æðislega
„aggressiv“, ætlaði ekki að láta
kveða mig í kútinn. Prófritgerðin í
dönsku var um jafnréttismál.
Hálfgerður geirfugl
Við fluttum heim til íslands og
ég vann á verkfræðistofu næsta
vetur. Haustið 1976 hóf ég loks
nám í byggingatæknifræði við T.í.
Ég lauk prófi eftir þrjú og hálft ár, í
desember 1979, með gatnagerð og
lagnir sem valfag. Ég var 28 ára
gömul, þegar ég byrjaði í T.I., og
ég kom inn með því hugarfari að
standa mig. Kvenréttindaumræð-
an hefur örugglega hjálpað. Mér
var vel tekið í skólanum, bæði af
kennurum og nemendum — en ég
man að skömmu eftir að ég byrjaði,
sagði einn kennarinn, „Það verður
nú einhver munur að kenna rúm-
fræðina í vetur!“ — Mér fannst ég
náttúrlega vera hálfgerður geir-
fugl.
Tækninámið ekki erfiðara
en svo margt annað
Það var mikið að lesa í T.í. og
mikil heimavinna, en ekkert erið-
ara en svo margt annað sem konur
leggja fyrir sig með góðum árangri.
Mér fannst námið ekki líkamlega
erfitt. Það þarf enginn að segja mér
að konur geti ekki notað á sér
skrokkinn. Konur hafa alltaf þurft
að erfiða. Þegar ég var í T.l. vann
ég í landmælingum eitt sumar,
annað á verkfræðistofu og það
þriðja í byggingavinnu. Það má
náttúrlega segja að byggingavinna
geti verið erfið, maður þarf að lyfta
þungum hlutum, en það gekk allt
saman vel. Stúlkur hafa einmitt á
seinustu árum farið í bygginga-
vinnu í vaxandi mæli. — En eftir
að prófi lýkur eru störf tæknifræð-
inga mest skrifborðsvinna.
Ég kveið fyrir að fara út í at-
vinnulífið. — Mér gekk þó ágæt-
lega að fá vinnu og ég byrjaði hjá
Orkustofnun í febrúar 1980. Á
Orkustofnun eru nokkrar konur í
sérfræðingastörfum og hafa staðið
sig vel og það hjálpar örugglega
nýjum konum. En maður verður
að vera meðvitaður, því óneitan-
lega er viss tilhneiging til að hlífa
konum.
Hitaveitur og nýting jarðvarma
Eg vinn við allt mögulegt í sam-
bandi við hitaveitur og nýtingu
jarðvarma. Ég er einnig í nefnd,
sem sér um uppsetningu á varma-
dælu til húshitunar við bæ einn í
Borgarfirði, sem er ein sú fyrsta
sinnar tegundar hér á landi, enda
er þetta tilraunastarfsemi. Ég ferð-
ast talsvert um landið í sambandi
við starfið og það er bæði fróðlegt
og skemmtilegt.
Ég er nýkomin af ráðstefnu um
varmadælur í Manchester. Hana
sátu um 100 manns, en ég var eina
konan þar auk blaðakonu, sem
skrifar fyrir tækniblað. Síðan fórég
til Parísar að skoða hitaveitur og
loks heimsótti ég verksmiðju í
Ulzen í Þýskalandi, þaðan sem við
kaupum varmadæluna.
Ég ferðaðist á svonefndum
„business class“ og fékk ágæta
þjónustu, en oftast var ég eina
konan í þeim hluta vélarinnar. Það
segir sína sögu, ekki satt?
27