19. júní


19. júní - 19.06.1981, Side 35

19. júní - 19.06.1981, Side 35
Höfn — væntanlegar eru tölvu- vogir til að vikta að og frá flökun- arvélum, sem mun auðvelda stjórnun og gera auðveldara að fylgjast með nýtingu. Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með því sem er að ske í faginu. Endurmenntun er nauðsynleg, jafnvel þótt maður sé tiltölulega nýútskrifaður, því menntun er fljót að úreldast. Það er ekki hægt að taka sér frí í nokkur ár úr þessu starfi, jafnvel þótt maður vildi. Húsin eru í svo geysilegri þróun núna og fyrirsjáanlegar miklar breytingar. Langaði að reyna eitthvað nýtt Margir hafa spurt hvers vegna ég hafi farið í Fiskvinnsluskólann, en ég get eiginlega ekki svarað því. Ég var óráðin framan af — var fyrst tvö ár i Kvennaskólanum, tók landspróf frá Vogaskóla og 5. bekkjar próf frá Framhaldsdeild- unum við Lindargötu — sótti síð- an um skólavist bæði í Fisk- vinnsluskólanum og í 4. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík og fékk inngöngu á báðum stöðum. En þetta var nýr skóli og mér fannst spennandi að reyna eitt- hvað nýtt. Ég ákvað um leið og ég fór í skólann að klára framhalds- námið líka. Ég útskrifaðist á til- settum tíma, eftir fjögur og hálft ár, um áramótin 1977 — 78. Sein- ustu tvö árin var ég eina stúlkan í bekknum. Ég veitti því athygli hve bekkjarfélagarnir voru ófeimnir við að gera kaupkröfur og semja um fríðindi, ólíkt því sem maður átti að venjast hjá konum. Krefjandi starf Ég fékk strax vinnu. Við fórum í skólaferðalag að skoða frystihúsið á Höfn vorið 1977 og mér var boðin vinna þar um sumarið og síðan aftur að framhaldsnámi loknu. Maðurinn minn, sem er vélstjóri, fór með mér austur. Ég hef frá byrjun verið verkstjóri í sal, þar sem er snyrt og pakkað, en þar vinna i einu rúmlega 60 konur. Verkstjórastarfið er vel launað, en starfið er mjög krefjandi, mikið álag, og vinnutíminn langur hjá þeim sem eru í fullu starfi. Maga- sár er líklega hvergi jafn algengt. Maður verður gjörsamlega heila- þvegin því það kemst ekkert annað að þegar maður byrjar í þessu. Það er hörgull á verkstjórum, margir hætta og mikil hreyfing er í stétt- inni. Það er nauðsynlegt að hafa gott samstarf við fólkið. Það þarf að fræða fólkið miklu meira um hvað það er að gera og miklu máli skiptir hvernig það er gert. Fólkið þarf að finna að það sé einhvers virði, að störf þess séu einhvers metin. Það hefur alltaf verið lágt metið starf að vinna í fiski, en ég er sannfærð um að það er að breytast. Við framleiðum gæðavöru — íslensku fiskblokkirnar eru í hærra verðflokki en fiskurinn frá aðal- keppinautum okkar á markaðn- um, Kanadamönnum. Hráefnið okkar er betra og fiskurinn betur unninn, þ. e. a. s. það finnst minna af beinum í flökunum. Banda- rikjamarkaðurinn, okkar helsti markaður, stendur og fellur með þvi að við höldum okkar gæðum og séum helst skrefi á undan. Vandi þegar komin eru börn Ég held að konur með svipaða menntun og ég hafi álíka starfs- möguleika og karlar — ég hef ekki þurft að kvarta — en það skapast vandi þegar komin eru börn. Ég á 2ja ára son og er þvi í hálfu starfi núna, en verkstjórastarfið er ekki þægilegt sem hálfsdagsvinna því oft er eftirvinna og erfitt að sam- ræma það heimilisstörfunum. Ég vinn líka þegar unnið er um helgar — þá skiptumst við hjónin á eftir föngum. Á Höfn er ágætur leik- skóli, giftir foreldrar geta haft börn sín þar hálfan daginn, einstæðir allan daginn, og það er biðlisti. Mikið dáist ég annars að dugn- aðinum í henni Huldu Arnsteins- dóttur að leggja út í þetta nám með lítið barn á framfæri. Ég hef aldrei á ævinni verið eins þreytt og fyrsta árið eftir að sonur minn fæddist, en þá var ég verkstjóri í fullu starfi. Það væri spennandi að taka að sér starf framleiðslustjóra, sem er nýtt starfsheiti fyrir frystihússtjóra. En það er starf sem maður þarf að gefa sig allan í og því væri ég rög að gefa mig í það meðan ég er með ungt barn. Kynin verða að vinna saman Ef jafnrétti á að nást verða kynin að vinna saman og hjálpast að. Konur hafa ekki nægilegt sjálfs- traust og þess vegna varð ég svo ánægð þegar ég heyrði að Vigdís ætlaði í framboð og ákvað strax að kjósa hana. Þær voru ekki margar konurnar í frystihúsinu hjá okkur sem ekki studdu hana. Það þyrfti að halda ráðstefnu þar sem vinnandi konur kæmu saman og miðluðu hver annarri af reynslu sinni, sagði Þóra að lokum. Hinar þekktu Stendhal snyrtivörur komnar TOPPTÍSKAN AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 13760 33

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.