19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 38
Sigurbjörg Aðalstelnsdóttir á vinnustað sínum. Hún starfar sem fulltrúi á skrifstofu Fé- lagsvísindadeildar Hf. Einkunnir: Spá um framtíð Rætt við Sigurbjörgu Aðalsteinsdóttur þjóðfélagsfræðing — Nú gerðir þú rannsókn m. a. á því, hvort samband væri milli einkunna á skyldunámsstigi og framhaldsnáms. Kom þar fram mismunur t. d. með tilliti til kynja? „Ég held að það sé rétt að gera aðeins grein fyrir því fyrst, að í þessu úrtaki sem stuðst var við í ritgerðinni var nemendum skipt í fjóra jafnstóra hópa á grundvelli einkunna og það kemur kannske engum á óvart að það er ljóst, skv. könnuninni að stúlkur standa jafnvel að vígi og piltar á skyldu- námsstigi. Því verður ekki neitað að eink- unnir á skyldunámsstigi virðast mjög sterk vísbending, almennt séð, um áframhaldandi nám. Hvað stúlkur varðar virðast lág- ar einkunnir hafa enn afdrifaríkari afleiðingar en hjá piltum, þ. e. draga úr líkum á áframhaldandi námi. Af þeim stúlkum sem voru í lægsta einkunnahópi reyndust 87% vera án starfsmenntunar síðar á lifsleiðinni en 24% pilta, þ. e. a. s. þau höfðu gagnfræðapróf eða skemmri skólagöngu að baki. 36 Ef skoðaðar eru sambærilegar niðurstöður fyrir þá sem voru í efsta einkunnahópi í þessu úrtaki þá kemur í ljós að aðeins 5% pilt- anna eru án starfsmenntunar síðar á ævinni en rúmlega 30% stúlkn- anna.“ — Velja stúlkur þá styttri námsleiðir en piltar — eða jafnvel ákveðnar námsleiðir? „Þær virðast skv. þessu alla jafna fara í styttra nám, t. d. ef við litum á þetta úrtak í heild, án þess að skipta í hópa á grundvelli eink- unna, þá eru 55% stúlkna án starfsmenntunar en 19% pilta. Ég geri ráð fyrir að með „ákveðnum námsleiðum“ eigir þú við svokölluð kvennastörf. Enn sem komið er virðast stúlkur fara hefðbundnar leiðir í námi, eru t. d. i algerum meirihluta í Fósturskóla, hjúkrunarnámsbrautum svo dæmi séu tekin. Það er e. t. v. að bera í bakka- fullan lækinn að leita skýringa á þessu i mismunandi uppeldi pilta og stúlkna. Ég held nú samt að það sé nærtækasta skýringin, og með uppeldi á ég ekki aðeins við áhrif fjölskyldunnar i þessum efnum. Viðhorf annarra aðila, t. d. skóla, jafnaldra og fjölmiðla skipta einn- ig miklu máli, þ. e. þau viðhorf sem eru rikjandi i þjóðfélaginu á hverj- um tíma. Við verðum jú að hafa það hug- fast að það er öllu erfiðara að taka ákvörðun sem brýtur í bága við ríkjandi viðhorf en að fylgja því sem er viðtekið. Lagalegt jafnrétti breytir ekki ríkjandi viðhorfum, þó það sé að sjálfsögðu nauðsynleg forsenda raunverulegs jafnréttis. Annars finnst mér freistandi í þessu sambandi að vitna í franska rithöfundinn Simone de Beauvoir en hún segir í bók sinni „The Second Sex,“ eitthvað á þá leið, að maður fæðist ekki sem kona heldur verði að konu; og ennfremur, að það sé siðmenningin í heild sinni sem framleiði þessa veru sem sögð er kvenleg, mitt á milli karlmanns og geldings.“ — Hafa þær grunsemdir stúlkna um að þær muni einar bera ábyrgð á heimilishaldi áhrif á námsval þeirra í framtiðinni? „Grunsemdir er kannski ekki rétta orðið. Ég held, því miður, að ungar stúlkur geri sér almennt ekki næga grein fyrir því hvað bíður þeirra í framtíðinni. Með því á ég við, þegar vinna þeirra eða nám fer t. d. að stangast á við þau hefð- bundnu viðhorf að þær séu að mestu ábyrgar fyrir barnauppeldi og heimilishaldi. Mér finnst skorta tilfinnanlega skipulagða fræðslu á grunnskóla- stigi, jafnt fyrir pilta sem stúlkur að sjálfsögðu. Fræðslu um barnaupp- eldi og heimilisrekstur i viðtækum skilningi. Þar þyrfti reyndar að fjalla um hina margvíslegustu málaflokka t. a. m. dagvistar — trygginga- og skattamál ásamt vinnulöggjöf, svo dæmi séu tekin. Annars lýsti Valborg Bentsdótt- ir, sú ágæta baráttukona, þessu mjög vel þegar hún lét þau orð falla einu sinni á fundi hjá Kven- Framhald á bls. 60.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.