19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 42

19. júní - 19.06.1981, Síða 42
þess að í þjóðfélaginu eigi sér stað viðhorfabreyting sem dragi úr mismunandi viðhorfum kynjanna til starfs og náms. Það er líka hugsanlegt að þær konur sem lögðu stund á einhvers konar full- orðinsfræðslu hafi haft svipaðan reynsluheim og karlar, þar sem svo stór hluti þeirra vann launaða vinnu utan heimilis. Heildarlöggjöf vantar Eftir að hafa kynnst framkvæmd fullorðinsfræðslunnar hér í Reykjavík kemur í ljós að það er óneitanlega margt sem til betri vegar mætti færa. Það sem mest virðist standa þessari fræðslu fyrir þrifum er skortur á heildarlöggjöf af hálfu opinberra aðila. Lítil samvinna er á milli þeirra aðila sem við þessi mál fást, þrátt fyrir að tilraunir hafi verið gerðar í þá átt að auka hana. Ýmsir hagsmuna- hópar hafa komið fram með kröfur þess efnis að auka bæri svigrúm fullorðins fólks til að hefja nám að nýju. Þessi aukni áhugi á full- orðinsfræðslu stafar án efa af því að á tímum örra breytinga gerir fólk sér nú grein fyrir mikilvægi fræðslunnar. Örtölvubyltingin svokallaða, sem ryður sér nú til rúms, eykur enn á sérhæfingu í störfum. Þörfin fyrir sérþjálfað starfsfólk eykst og til að geta gegnt hinum nýju störfum er þörf nýrrar fræðslu. Vitað er að hátt brottfall nem- enda einkennir fullorðinsfræðsl- una. Þetta leiðir hugann að því hvort eitthvað í fyrirkomulagi námsins fæli þátttakendur frá. í mörgum tilfellum fer sú kennsla, sem ætluð er fullorðnum fram með svipuðu sniði og kennsla unglinga; bækur, kennslufræði og skólaum- hverfið það sama. Ekki er ósenni- legt að m. a. þetta falli nemendum illa í geð og að þeim finnist lítið tillit tekið til sérstöðu sinnar. Þótt fólk í fullorðinsfræðslu virðist samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar, vera frekar ánægt, er vert að taka fram að þeir sem óánægðastir eru, falla sennilega fyrst úr nemendahópnum og koma sjónarmið þeirra því hvergi fram. Engar tölur eru þó til um fjölda þeirra nemenda er hætta námi. Vert er að vekja athygli á því að fullorðinsfræðslan á sennilega eftir að aukast mikið frá því sem hún er í dag. Því er það brýnna en oft áður að heildarstefna verði mörkuð og að aðstandendur fræðslunnar taki höndum saman til að leysa þau mörgu verkefni er bíða úrlausnar. Einn nemandi í fullorðins- fræðslu hefur þetta að segja um gildi fræðslunnar: — Fullorðinsfrœðsla er það nýlegt fyrirbæri á Islandi að erfitt er að gera sér grein fyrir gildi hennar eins og er. En hitt er gefið að nú sem áður er menntun það sem ekki er aftur tekið af fólki og brennur ekki frá því eins og þeningar. Ef menntuninni fylgir aukin menning er vel farið. Heimild: Fanný Gunnarsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir: Fullorðins- fræðsla í Reykjavík 1980; lokaritgerð við Kennaraháskóla íslands vorið 1981. Aukinn þroski og sjálfsvirðing Rætt við Húnbjörgu Einarsdóttur starfsstúlku „Ég ætlaði mér aldrei að læra neitt. Ég ætlaði bara að vera hús- móðir,“ sagði Húnbjörg Einarsdóttir starfsstúlka á leikskóla í Hafnarfirði í stuttu viðtali. „Með árunum hefur þó vaknað með mér mikil löngun til að læra eitthvað, en það er svo mikið átak að drífa sig í nám á miðjum aldri, þegar maður hefur enga und- irstöðu aðra en gamalt unglingapróf, að ég veit ekkert hvort ég læt verða af því,“ bætti hún við. Húnbjörg hefur þó sótt tvö námskeið fyrir starfsstúlkur, sem Verkakvennafélagið Framtíðin efndi til í samvinnu við Náms- flokka Hafnarfjarðar. Voru nám- skeið þessi alveg hliðstæð nám- sleiðum, sem Námsflokkar Reykjavíkur og verkakvennafél- agið Sókn hafa staðið fyrir og segja má að tilgangur þeirra hafi verið tvíþættur. Annars vegar að veita menntun og fræðslu, er snertu starfssvið kvennanna og í annan stað að gera þessum láglaunahóp- um kleift að hækka í kaupi. Hvað síðara atriðið snerti hafði Hún- björg ekki erindi sem erfiði. í upp- hafi starfsferils síns lenti hún ein- hverra hluta vegna inni í Starfs- mannafélagi Hafnarfjarðarbæjar en ekki í Framtíðinni eins og aðrar konur í bænum, sem vinna sam- bærileg störf. Af hálfu bæjarins hefur henni því ítrekað verið til- kynnt að hún fái ekki launahækk- un vegna námskeiðanna. „Eg gæti auðvitað sagt mig úr Starfs- 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.