19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 43

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 43
mannafélaginu og gengið í Fram- tíðina,“ segir hún. „Ég vil nú samt kanna aðrar leiðir áður. Ég get ekki séð að það eigi að skipta svona miklu máli i hvaða stéttarfélagi maður er, þegar um er að ræða al- veg hliðstæð störf. Ekki er ég nú alveg búin að gefast upp á að fá hækkun út á námskeiðin,“ segir hún glettnislega. — Munar miklu um þessa hækkun? „Það munar 11% eftir bæði námskeiðin. Stundum hef ég haft lægri laun en félagskonur í Fram- tíðinni, en stundum hefur dæmið snúizt við. Hins vegar hef ég ýmis hlunnindi sem bæjarstarfsmaður, t. d. matarpeninga, þar sem ég vinn allan daginn, en hef ekki að- gang að mötuneyti.“ — Hefur þú starfað lengi utan heimilis? „1 10 ár. Fram að þeim tíma sinnti ég eingöngu heimili og börnum og mér datt ekki í hug að fara út að vinna. Maðurinn minn mátti ekki heldur heyra á það minnzt því að lengi vel þótti það lítilsvirðandi fyrir karla, að geta ekki séð fyrir eiginkonum sínum. Ég var svo sem ekkert óánægð og umgekkst mest grannkonur minar, sem sátu líka yfir búi og börnum. En við vorum sjálfsagt nokkuð staðnaðar, enda fengum við enga örvun hvorki hver frá annarri né frá umhverfinu. Þegar yngsta barnið mitt af þremur varð fjög- urra ára breyttust aðstæður hjá okkur hjónum og ég fór að vinna í frystihúsi. Þá var hugsunarháttur- inn í þjóðfélaginu líka farinn að breytast og það þótti ekki eins sjálfsagt og áður að konur þyrftu að láta mennina sjá fyrir sér. Þar sem ég hafði sáralitla menntun stóð mér ekki annað til boða en að vinna láglaunastörf en vinnan er sem betur fer annað og meira en kaupið og frá því ég byrjaði í leik- skólanum hef ég verið mjög ánægð með minn hag. Þar hef ég starfað í fjögur ár og á þessu tímabili hef ég bæði þroskazt og fengið aukna sjálfsvirðingu. Mér finnst ég líka öll hafa yngzt upp.“ — Var ekkert erfitt að byrja vinnu á leikskóla án þess að hafa nám eða reynslu að baki? „Ekki fannst mér það. Ég hafði auðvitað reynslu af börnum, og svo hef ég alltaf haft gaman af alls konar handavinnu og föndri, en það er mjög mikill liður í leik- skólastarfinu. Ég hef líka verið svo heppin að hafa unnið með frábær- um fóstrum, sem hafa miðlað af kunnáttu sinni.“ — En hafðir þú ekki talsvert gagn af námskeiðunum, enda þótt þú fengir ekki launahækkunina? ,JÚ, vissulega voru þau mjög gagnleg. Annars vegar var eins konar kjarnanámskeið fyrir starfs- fólk i mörgum greinum. Þar var okkur kennt eitt og annað varð- andi mataræði, hollustuhætti, hjálp i viðlögum o. fl. sem þessir starfshópar þurfa að kunna skil á. Síðara námskeiðið, sem ég sótti var eingöngu ætlað starfsfólki á dag- vistarheimilum, og þangað komu m. a. fóstrur, sálfræðingur, tónlist- arkennari og annað sérmenntað fólk í uppeldismálum og gaf okkur innsýn inn i sínar greinar. Kennslan fór að mestu fram i fyrirlestrarformi, og ýmis hjálpar- gögn voru notuð, t. d. glærur. Hins vegar var ekki krafizt neins undir- búnings undir timana, og engin próf voru tekin í lok námskeið- anna. Mér finnst ég standa að mörgu leyti betur að vígi i starfi minu eftir þessi námskeið. Einkum þótti mér gagnlegt að fá fræðslu i sálarfræði, en um þá fræðigrein vissi ég sáralitið fyrir.“ — Nú má segja, að húsmæður og mæður, sem koma til starfa á dagvistarheimilum séu ekki algerir græningjar í uppeldismálum, joótt ófaglærðar séu. Er reynsla ykkar einskis metin? „Þannig var það lengi vel, en nú er svo komið að reynsla húsmóður, sem orðin er þrjátíu og tveggja ára er metin til þriggja þrepa i launa- stiganum. Það eru að vísu engin ósköp, en að vissu marki nokkur viðurkenning á húsmóðurstarf- inu.“ 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.