19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 45

19. júní - 19.06.1981, Síða 45
Allt er orðið ennþá skemmtilegra en áður Rætt við Ingu Valborgu Einarsdóttur, röntgentækni / „Þannig var, að ég var að athuga með námsmöguleika fyrir dóttur mína í Röntgentækniskóla Islands, er mér flaug skyndilega í hug að fara þangað sjálf. Nú vinnum við mæðgurnar hlið við hlið á Rönt- gendeild Borgarspítalans og dótt- irin ávarpar mig Inga Valborg. Af hverju? Nú það er auðvitað alveg ómögulegt að kalla: „Mam—ma“ í vinnunni innan um ókunnugt fólk og sjúklinga.“ Það eru 7 ár síðan Inga Valborg Einarsdóttir hóf nám í röntgen- tækni, og þá voru liðin 25 ár frá því að hún lauk stúdentsprófi. Raunar hafði hún ekki setið auðum hönd- um þennan aldarfjórðung, því að hún hafði alið sjö börn og stjórnað umsvigamiklu heimili. Nú eru að- eins tvö börn eftir í heimahúsum, en mikil umferð af gestum og gangandi, eins og jafnan hefur verið í kringum Ingu Valborgu. En hún bara hlær, þegar hún er spurð, hvort þetta sé ekki eða hafi ekki verið erfitt. — „Við hjónin höfum alltaf litið þannig á, að námið og síðan vinnan ætti að vera mér til anægju, og þannig hefur það svo sannarlega verið. Kannski hefði þetta horft öðruvísi við, hefði ég neyðzt til þess að fara út á vinnu- merkaðinn af fjárhagsástæðum,“ segir hún. — Hafðir þú engan áhuga á framhaldsnámi, eftir að þú laukzt stúdentsprófi? ,JÚ, Jú, blessuð vertu. Ég held meira að segja, að ég hafi einhvern tíma látið innrita mig í lækna- deild. En ég giftist fljótlega og fór að eiga börn og þá hvarflaði aldrei að mér , að ég gæti farið að læra eða vinna úti. Aldarandinn var þannig. Giftar konur áttu að vera heima og hugsa um börnin, að ég tali nú ekki um, þegar þau voru svona mörg. Mér leiddist aldrei heima. Eg hef alltaf getað skapað mér verkefni, og svo var ég heldur ekki rígbundin við heimilið og ein- angruð, heldur hafði ég talsvert frjálsræði og gat sinnt áhugamál- um, t. d. hestamennsku. Eftir því sem árin liðu læddist þó stöku sinnum að mér sú hugsun, að lífið yrði tilgangslítið, þegar öll þessi börn væru komin upp. En aðstaða giftra kvenna var smám saman að breytast. Þær fóru að streyma út á vinnumarkaðinn og inn í skólana. Fyrsta tilhneiging mín í þessa átt var þátttaka í námsskeiði fyrir leiðsögumenn. Það var þó ein- göngu upplyfting fyrir mig en alls ekki af því að mig langaði til að starfa að ferðamálum. En svo lenti ég þarna inni í Röntgentækniskól- anum nánast fyrir tilviljun.“ — Hvernig tók fjölskyldan þessari nýbreytni? „Maðurinn minn var frá upp- hafi mjög jákvæður gagnvart þessu og lét það eiginlega verða sitt fyrsta verk að kaupa uppþvottavél. Börnin litu misjöfnum augum á þetta tiltæki í fyrstu og sumum fannst það svolítið asnalegt að mamma væri komin í skóla. En það breyttist fljótt. Ástæðan var ekki sízt sú, að ég var á 50% kaupi allan námstímann og krakkarnir fengu að njóta góðs af því. Þau voru 5 heima, þegar ég byrjaði og stundum hefur hvarflað að mér, að það hafi verið misráðið hjá mér að fara í svona strangt nám á meðan þau voru á unglingsárunum. Þó efast ég um, að þau hefðu orðið miklu betri, ef ég hefði verið heima allan daginn,“ segir hún og hlær. — En hvernig fannst þér að hefja nám eftir svona langt hlé? „Mér líkaði það mjög vel. Að vísu gekk mér verr að láta bóklegar greinar festast í mér en þegar ég var í menntaskóla. Hins vegar fannst mér miklu meira vit í vinnubrögðunum hjá mér en áður og mér gekk betur að greina á milli aðalatriða og aukaatriða. Verst gekk mér með stærðfræði og eðlis- fræði, en þetta tókst nú samt stór- slysalaust. Námið tók tvö og hálft ár, og við verklega hlutann kom mér að góðu gagni, að ég var ekki algerlega óvön sjúkrastofnunum. Faðir minn var læknir og ég hafði alla tíð haft mikinn áhuga á læknisfræði.“ — En hvernig var það fyrir fullorðna konu að setjast á skóla- bekk innan um eintómt u gt fólk? „Eitthvað hef ég líklega verið vandræðaleg fyrstu tvo dagana eða svo, en það fór fljótlega af, því að elskulegri hóp skólasystkina og vina var ekki hægt að hugsa sér. Þau tóku mig strax sem jafningja og ég varð aldrei vör við það kyn- slóðabil sem átti að vera á milli Framhald á bls. 56. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.