19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 46

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 46
Ásta Benediktsdóttir. Þversögn að tala um forréttindi Rætt við Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismann Jóhanna Sigurðardóttir, alþm. vakti jafnréttisumræðuna af dvala með frumvarpi sínu um breytingu á jafnréttislögunum á sl. vetri. Þar er gert ráð fyrir tímabundnum forréttindum konum til handa en það er bæði nýtt og umdeilt fyrir- bæri í jafnréttisbaráttunni hér á landi. Af þessu tilefni kom 19. JÚNÍ að máli við Jóhönnu. — Nýlega lagðir þú fram á Al- þingi frumvarp um „tímabundin forréttindi kvenna“. Er svo mikið misrétti ríkjandi að svona ákvæði sé réttlætanlegt? „Eg hef sagt að mér finnst þver- sögn fólgin í því að tala um for- réttindi í þessu sambandi. Af um- ræðum um þetta mál má helst skilja að konur séu að biðja um meira en jafnrétti — meira en það sem karlmenn hafa. Þetta er auð- vitað alrangt. Hér er einungis verið að leita nýrra leiða til að ná fram jafnrétti, þar sem aðrar leiðir sem reyndar hafa verið duga ekki til. Með þessu ákvæði er verið að reyna að skila konum þeim rétt- indum til atvinnu- og launakjara, sem þær áttu að hafa öðlast fyrir löngu síðan og allir viðurkenna að þær eigi að hafa, þannig að konur 44 og karlar búi við raunverulegt jafnrétti i atvinnulífinu. Hér er því lagt lóð á vogar- skálina þeim megin sem á hallar í jafnréttismálum, til að rétta af slagsíðuna sem orðið hefur og draga þar með úr þeim forrétt- indum sem karlmenn hafa í kjara- málum og atvinnulífinu. Það er margviðurkennt af Al- þingi með öllum þeim lagasetn- ingum sem settar hafa verið til að tryggja jafnrétti í framkvæmd, að misrétti ríkir. Um leið og það er viðurkennt að misrétti ríkir — verður að draga þá ályktun að karlmenn hafi notið forréttinda í atvinnulífinu. Um það er samt minna talað. Reynslan sýnir okkur ljósar en margt annað, ef við hugleiðum þessi mál af raunsæi, — að við verðum að fara nýjar og ótroðnar leiðir til að knýja á um að jafnrétti sé ekki eingöngu í orði heldur einnig á borði. Markviss og af- dráttarlaus lög sem sett eru í því skyni að ná fram jafnrétti, hljóta að vera nauðsynleg, til að ekki sé hægt að sniðganga að jafnrétti sé virt í framkvæmd.“ — Hver er reynsla annarra Jíjóða í þessum málum? „Nágrannaþjóðir okkar hafa gengið í gegnum þessa umræðu sem nú er að byrja hér um það hvernig tryggja megi raunverulegt jafnrétti kynjanna. Niðurstaða þeirra umræðna t. d. í Noregi, Danmörku og Svíþjóð varð sú, að nauðsynlegt hefur þótt að lögleiða það sem nefnt hefur verið jákvæð mismunun kynjanna. Með því er átt við að ef nauðsynlegt þykir að afnema raunverulegt misrétti kynjanna, þá sé það ekki andstætt lögunum þótt kynjunum sé mis- munað, ef það er í samræmi við tilgang laganna, þ. e. stuðli að jafnrétti. Hef ég heyrt að það ákvæði hafi gefist nokkuð vel. Því þarf engan að undra, þótt upp komi tillögur hér á landi um að fara inná svipaðar brautir, því ekki erum við fremri þessum þjóð- um í jafnréttisbaráttunni. Konur á Islandi standa töluvert að baki konum á hinum Norður- löndunum hvað varðar forystu á Alþingi, í sveitarstjórnum og áhrifastöðum i atvinnulífinu. Kon- ur eru um helmingur þjóðarinnar svo það er óeðlilegt að þær hafi ekki meiri áhrif á alla ákvarðanatöku í þjóðfélaginu en raun ber vitni. 1 Noregi er nú til umræðu frum- varp sem er efnislega samhljóða því sem ég hef lagt fram, þ. e. að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.