19. júní - 19.06.1981, Side 51
notaðar hafa verið. Mikilvægir
þættir eins og útgáfustarfsemi
(bæklingar, dreyfirit og bækur,
frumsamdar eða þýddar) hefðu
verið stórlega vanræktir, mest án
efa vegna fjárskorts. Þá hefðu nýir
félagar í báðum þessum félögum
kvartað yfir því að erfitt hefði
reynst að afla upplýsinga um starf
þessara hreyfinga síðustu ár og
stefnumál þeirra yfirleitt.
Við vorum sammála um það að
áróður félaganna væri ekki nægi-
lega skipulagður og að hann væri á
engan hátt samræmdur. Var þeirri
spurningu kastað fram, hvort ekki
væri mögulegt að þessar hreyfingar
sameinuðust um ákveðin mál og
áróður fyrir framgangi þeirra.
Engin niðurstaða náðist um hver
þau mál gætu verið — er ekki ráð
að taka þann þráð aftur upp með
öðrum fundi næsta haust? Það
kom fram að vissulega væri
grunnur þessara félaga ólíkur og
baráttuaðferðir — en engin mælti
því á móti að þróun jafnréttismála
væri svo hæg að ástæða væri til að
skoða allar mögulegar leiðir þeim
til framdráttar. Þær tillögur komu
fram að allar hreyfingarnar sam-
einuðust um að beina spjótum sín-
um að því að breyta hugarfari
karla, hvetja uppalendur barna til
að virða jafnan rétt karla og
kvenna vegna barnanna og voru
dagheimili rædd í því sambandi.
bá þyrfti að beina sér að fjölmiðl-
um, en t. d. í ríkisfjölmiðlunum
væru, þótt ótrúlegt sé, þættir þar
sem karlar nær einir kæmu fram.
Niðurstaðan var sú að áhuga-
ntannafélög hefðu sannað gildi sitt
°g að því fleir félög um jafn-
rettismál því meiri umræða. Mis-
niunandi starf slíkra hópa mundi
skapa umræðu í þeim sem fyrir
eru. En slíkir hópar ættu a. m. k.
að skiptast á fréttabréfum, blöð-
Uni, ályktunum, jafnvel ættu full-
trúar þeirra að hittast t. d. einu
Stnni á ári og ræða saman. Enn-
fremur ættu þessir hópar að láta
aðra vita af því, ef þeir hafa sérstök
verkefni í gangi, sem allir hóparnir
gætu hagnýtt, þannig að hver hóp-
ur væri ekki að leggja óhemju
vinnu í sama verkefnið.
Um stöðu jafnréttismála
Varðandi þróun jafnréttismála
hér á landi vorum við allar sam-
mála um að árangur hefði ekki
verið eins mikill og vonir okkar
stóðu til fyrir sex árum á kvenna-
árinu 1975. Helst þóttumst við
greina jákvæða þróun á vettvangi
menntamála — en æ fleiri konur
hefðu á síðustu árum aflað sér
menntunar í einhverri mynd. Á
síðustu fimm árum hefði fjöldi
kvenna sem lýkur háskólanámi
tvöfaldast, þótt námgreinaval
kvenna hefði lítið breyst.
Áhrif forsetakjörs
Við ræddum um það hvort kjör
konu í forsetaembætti hefði haft
jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttuna.
Þau sjónarmið komu fram, að
vissulega hefði forsetakjör 1980
vakið umræðu um jafnréttismál
yfirleitt hér á landi. Sú umræða
hefði verið í lægð, en við framboð
Vigdísar Finnbogadóttur hefðu
margir tekið sér penna í hönd og í
þeim skrifum hefðu ljóslega komið
fram þau viðhorf sem ríkjandi eru
um jafnan rétt og jafna stöðu
kynjanna — bæði jákvæð viðhorf
og ótrúlegir fordómar. Forsetinn
skapaði ákveðna ímynd, sem gæti
hvatt aðrar konur til dáða. Börnin
okkar sæju líka konu í æðsta emb-
ætti þjóðarinnar — en ekki einn
karlmanninn enn. En þessi við-
burður hefði ekki verið neinn
endapunktur — hverju hefði hann
t. d. breytt um stöðu kvenna á
vinnumarkaðnum, á heimilunum
eða um uppeldi barnanna almennt
o. sv. frv.?
Vinnumarkaðurinn
Um stöðu kvenna á hinum al-
menna vinnumarkaði er eðlilegt að
vísa í grein sem birt er hér í blaðinu
um kjaramál fóstra og ennfremur
til umfjöllunar á þessu efni í 19.
júní í fyrra og í Ég er forvitin rauð í
vetur. í spjalli okkar á Hallveigar-
stöðum komu fram ásakanir á
launþegahreyfingarnar, sem enn
hefðu ekki tekið umræður um
jafnrétti úti á vinnumarkaðnum
upp svo slagkraftur væri í. Við
ræddum stöðu kvenna á Alþingi og
í sveitastjórnum. Sveigjanlegan
vinnutíma og styttingu vinnutíma,
einnig hlutastörf fyrir konur og
yfirvinnuálag á karlmönnum.
Jafna foreldraábyrgð, sem væri
undirstaða þess að konur gætu
sinnt félagsmálastörfum og
ábyrgðarstörfum almennt til jafns
við karla. Jafna skiptingu húsverk-
anna og ekki síst dagheimilismál,
samfelldan skóladag, húsnæðis-
pólitík hér á landi og gildi þeirrar
umræðu sem hefði veríð hafin
undarlega seint og hlotið hefur
samheitið fjölskyldupólitík.
Ég ætla ekki að tíunda frekar
spjall þetta — en ég held að við
höfum allar haft ánægju af því;
hreyfingarnar eru allar að berjast
fyrir sama málinu — jafnrétti
kynjanna. Þessi fundur hafði það
gildi að við hittumst og ræddum
saman og e. t. v. getum við byggt
einhvers konar samskipti í næstu
framtíð á viðræðum sem þar fóru
fram.
Ásdís J. Rafnar
HVfl. ER. ENGilNli <í«iMAHue. (1 1>ESÍUK Uixd... ?
49