19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 54
Margrét
Sæmundsdóttir.
Hugsjón eða Kísviðurværi?
Málefni fóstrustéttarinnar hafa
verið mikið í sviðsljósinu að
undanförnu. Með greinarkorni
þessu langar mig til þess að reyna
að skýra hversvegna fóstrur eru
óánægðar með kjör sín, og hafa
gripið til fjöldauppsagna um allt
land.
FÓSTURSKÓLINN.
Fósturskólinn var stofnaður árið
1946 af Barnavinafélaginu
Sumargjöf og hét þá Uppeldisskóli
Sumargjafar.
Fyrsta árið voru nemendur að-
eins 9 og fjölgaði þeim hægt næstu
árin. Hin trega aðsókn að skólan-
um átti sér ýmsar orsakir t.d. voru
húsnæðismál skólans löngum í
ólestri og gat skólinn því aðeins
tekið við fáum nemendum. Það var
ekki fyrr en 1963 að skólinn fékk
viðunandi húsnæði en það ár fjór-
faldaðist líka nemendafjöldinn.
Mjög góð aðsókn var síðan að
skólanum næstu árin eða til ársins
1979 en þá dró nokkuð úr aðsókn
að skólanum. Skólinn var í upphafi
tveggja vetra skóli en árið 1973 var
skólinn gerður að ríkisskóla og um
leið var námið lengt um eitt ár.
Fóstrur sem útskrifast hafa frá
skólanum eru nú 708 + 48 í maí
1981. Inntökuskilyrði í Fósturskól-
ann eru: Stúdentspróf, kennara-
próf, grunnskólapróf, gagnfræði-
próf að viðbættu tveggja ára námi
í öðrum framhaldsskólum. Aldurs-
lágmark er 18 ár.
52
ENDURMENNTUN OG
FRAMHALDSNÁM.
Eins og að framan greinir er
námið við Fósturskólann 3 ára
nám sem skiptist í verklegar og
bóklegar annir.
Námið i Fósturskólanum mætti
kalla grunnnám, því miður er þess
enginn kostur að afla sér aukinnar
menntunar hér á landi þó að þörf-
in fyrir fóstrur með sérnám sé mik-
il. Þær fóstrur sem áhuga hafa á
framhaldsnámi verða því að fara
til hinna Norðurlandanna, t. d.
hafa margar fóstrur lokið prófi frá
Norska sérkennaraskólanum í Oslo
og nokkrar hafa stundað nám í
Danmörku og Svíþjóð.
Þörfin fyrir viðbótarmenntun
lýsir sér best í því, að ef haldin eru
námskeið fyrir fóstrur fyllast þau
óðum og færri komast að en vilja.
Vegna mikilla breytinga, bæði á
námi í Fósturskólanum, svo og á
innra starfi á dagvistarheimilun-
um, er nauðsynlegt að fóstrum
gefist kostur á endurmenntun. I
lögum um Fósturskóla íslands,
segir að haldin skuli endurmennt-
unarnámskeið reglulega. Hingað
til hafa verið haldin tvö námskeið
en á þau komast færri en vilja.
FRAMHALDSNÁM ER EKKI
METIÐ TIL LAUNA
Það gefur auga leið að allt nám
sem sækja þarf til annarra landa er
bæði kostnaðarsamt og erfitt fyrir
viðkomandi einstakling. Það er því
eðlilegt að fóstrum finnist þær eiga
skilið einhverja unbun í launum að
sérnámi loknu.
Staðreyndin er hinsvegar sú að
framhaldsnám er ekki metið til
launa nema í einstaka tilfellum og
þá óverulega. Verknámskennarar
við Fósturskólann eru t. d. aðeins í
14 lfl. þrátt fyrir framhaldsnám, en
almenn fóstra er i 12—13 lfl. For-
stöðukona á stóru dagheimili með
eins árs framhaldsnám fær nám
sitt ekki metið til hærri launa.
Þannig mætti lengi telja.
Það er ekki beinlínis hvetjandi
fyrir fóstrur að leggja út í fram-
Fóstrur við störf. Á þeim hvílir mikil ábyrgð.
Myndin er tekin í lelkskólanum í Garðabæ.