19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 56

19. júní - 19.06.1981, Síða 56
Fríða Á. Sigurðardóttir. Fríða Á. Sigurðardóttir er Hornstrendingur að ætterni og systir Jakobínu Sigurðardóttur rithöfundar. Fríða Iauk kandí- datsprófi í íslenzkum bókmennt- um við Háskóla íslands árið 1979, og starfaði með náminu sem bókavörður og deildarfulltrúi við Háskólann. Hún hefur átt sæti í stjórn Launasjóðs ísl. rithöfunda. Fríða er gift Gunnari Ásgeirssyni kennara og á tvo syni. Maður þverfótar ekki fyrir skemmtilegum konum Guðrún Egilson ræðir við Fríðu Á. Sigurðardóttur — Hver er þessi kona, sem kem- ur fram á ritvöllinn í fyrsta sinn, hávaðalaust, en sem fullmótaður rithöfundur? Slíka spurn mátti lesa úr skrifum gagnrýnenda s.l. haust, er þeir höfðu hælt upp á hvert reipi smásagnasafninu Þetta er ekkert alvarlegt eftir Fríðu Á. Sig- urðardóttur. Hún er fús til þess að svara nokkrum spurningum fyrir 19. júní, spurningum um sjálfa sig, verk sín og viðhorf, „en blessuð vertu ekki að spyrja mig um neitt háfleygt,11 segir hún. „Mér finnst stundum fólk gera þær kröfur til rithöfunda, að þeir viti allt milli 54 himins og jarðar. Það er eins og þeir eigi að gegna eins konar trúðshlutverki nú á dögum. Bæk- urnar nægja ekki, heldur verða höfundarnir að temja sér ákveðið fas, sitja fyrir svörum um furðu- legustu hluti og láta káfa á sálinni í sér. Til þess þurfa þeir að hafa leikarahæfileika, en þá hef ég ekki.“ Hún kemur greinilega til dyr- anna eins og hún er klædd og gáskafullt yfirbragðið stingur dá- lítið í stúf við smásögurnar hennar, sem eru fremur hljóðlátar og láta ekkert ofsagt. Eg hef orð á því, að mér finnist þær ákaflega vel og nostursamlega unnar. , Já og veiztu, að það hefur jafn- vel verið sagt við mig, að þær séu of vandvirknislega gerðar. Er það hægt? Ég á við, er hægt að vinna verk sín of vel? Ég held ekki.“ „Annars er það einkum tvennt, sem hefur komið mér á óvart í sambandi við viðtökur bókarinn- ar,“ heldur Fríða áfram. „í fyrsta lagi eru það skrifin um hæfni mína sem höfundar. Þau komu mjög flatt upp á mig, en glöddu mig að sjálfsögðu. í annan stað þótti mér undarlegt, hvað fólk virtist finna mikinn svartsýnistón i sögunum. Ég hef oft verið spurð: — Hvernig geturðu verið svona hroðalega svartsýn? En ég er ekkert svartsýn, hvorki í minu daglega lífi né í sög- unum. í þeim öllum skil ég við persónurnar, þar sem þær hafa flestar náð einhverju ákveðnu stigi, gert eitthvað upp við sig, og það er ekki svartsýni.“ — Það er nú samt ekkert sérlega bjart yfir konunni, sem gerir upp reikningana í Bréfi til systur . „Hún hefur nú samt tekið mikilvæga ákvörðun í sögulok,og það er raunar ákvörðun, sem varð- ar allar konur, þ. e. að hætta að horfa á sjálfa sig með annarra augum. Hún ætlar ekki lengur að láta aðra segja sér hver hún er. Frá örófi alda hafa konur þurft að sæta því, að aðrir segi þeim, hvað og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.