19. júní - 19.06.1981, Page 57
hvernig þær séu. í bókmenntum,
listum, trúarbrögðum og pólitík.
Hversdagslega. Hvar sem er. Þær
hafa ekkert fengið að segja um
þetta sjálfar. Og þegar þær hafa
reynt að brjóta af sér fjötrana og
leggja eitthvað fram sem sjálf-
stæðir einstaklingar hafa karla-
skrattarnir haft lag á að þegja þær í
hel eða stimpla þær vitlausar.
Karlaskrattarnir segi ég! Jú, víst
hafa þeir ýmislegt á samvizkunni í
þessum efnum, en það hafa konur
reyndar líka. Þær hafa stundum
sýnt mikla dómhörku þeim kyn-
systrum sínum, sem hafa viljað
fara ótroðnar slóðir. Og jafnvel
kvennahreyfingar sem vilja stuðla
að frelsun konunnar, falla oft í
sömu gryfju og fara að predika
fyrir konum, hvernig þær eru og
hvernig þær eigi að vera. Ég er
orðin hundleið á þessu. Sjálf held
ég að ég viti hver ég er, enda þótt
ég sé sífelldlega að koma sjálfri mér
á óvart. Ég hef háð mína jafnrétt-
isbaráttu með góðum árangri og er
sannfærð um, að mikilverðasti
áfanginn að fullu jafnrétti kynj-
anna sé aukin sjálfsvitund kvenna,
sem sé það, að þær hætti að ganga
sjálfkrafa inn í hlutverk, sem ein-
hver annar ætlar þeim, hvort sem
það eru karlrembur eða kvenna-
hreyfingar.“
— Hefur þú starfað í kvenna-
hreyfingum?
,,Nei ég er orðinn æðislegur fél-
agsskítur. Á sínum tima vasaðist ég
heilmikið i félagsmálum og pólitík
auk þess sem ég vann af fullum
krafti utan heimilis. Síðustu árin
hef ég útilokað mig frá öllu slíku.
Bara einbeitt mér að skriftunum.
Undanfarin fjögur ár hef ég setið
við skriftir frá kl. 1—5 daglega. Þar
fyrir utan hugsa ég um heimilið.
Að sjálfsögðu á fullum jafnréttis-
grundvelli við manninn minn.
Hann gerir meira en að hjálpa til
við uppvaskið. Eg þoli ekki, þegar
konur tala fjálglega um að karlarnir
þeirra hjálpi til við uppvaskið. og
halda að þá sé jafnrétti náð. Upp-
vaskið er því miður aðeins örlítill
angi af jafnrétti.
Veiztu, að ég get stundum orðið
svo reið, þegar ég hugsa um, hvað
við eigum langt í land með jafn-
réttið,“ heldur hún áfram. „Við
höfum stigið hvert feilsporið á
fætur öðru. Og stærsta skyssan,
sem við höfum gert var að halda að
allt breyttist og batnaði ef konur
færu út að vinna. Hvað höfðum við
upp úr því? Tvöfalt álag, því að
heimilishald og tilfinningaleg
ábyrgð á fjölskyldunni hvílir á
konunni eftir sem áður, a. m. k. í
langflestum tilvikum. Ætli þær
séu ekki margar konurnar, sem
hafa brotnað undan þessum þunga
og eru þjakaðar af sektarkennd yfir
öllu, sem þær gerðu vitlaust? Og
karlmennirnir láta sér nægja að
hjálpa til með uppvaskið og skilja
ekki neitt i neinu. Ég get orðið
brjáluð af reiði, þegar ég hugsa um
það.
En stundum, þegar ég velti
þessu rólega fyrir mér sé ég vel, að
þetta hlýtur allt að taka sinn tíma
og þó nokkuð hefur þegar áunnizt.
Sjáðu bara, hvað konur eru orðnar
miklu skemmtilegri en áður! Þegar
ég var yngri vildi ég miklu fremur
tala við karlmenn en konur. Mér
fannst þær hafa svo miklu þrengri
sjóndeildarhring. En núna hefur
þetta snúizt við. Það er orðinn við-
burður að hitta skemmtilegan
karlmann. Konur hafa hins vegar
sprungið út. Þær eru frjóar, for-
vitnar, og ólgandi af lífi. Maður
þverfótar ekki fyrir skemmtilegum
konum. Karlmennirnir hafa
staðnað. Nú eru það þeir sem hafa
þröngan sjóndeildarhring. Um-
ræðuefni þeirra eru oftast yfir-
borðslegir hlutir, peningamál eða
bílar. Það er kannski ekki alltaf
gaman að vera kona nú á tímum,
en ég held að það sé lítið skárra að
vera karlmaður.“
— Skrifar þú kvennabók-
menntir?
„Það er fyrst núna nýverið, að ég
rakst á tæmandi skilgreiningu á
hugtakinu kvennabókmenntir,
þ. e. bókmenntir skrifaðar af kon-
um og um konur. Samkvæmt því
fæst ég vitaskuld við kvennabók-
menntir. Á hinn bóginn fjalla ég
ekki eingöngu um konur, heldur
einnig um karlmenn. Og börn og
unglinga líka. Fólk almennt og líf-
ið eins og það blasir við mér,— sem
manneskju — konu. En ég er á
móti því að vera sett á einhvern bás
og stimpluð sem menningarpost-
uli, bókmenntafræðingur eða
femínisti. Raunar fannst mér dá-
lítið fyndið þegar roskinn karl-
maður sagði að bókin mín gæti
fullt eins verið skrifuð af karl-
manni. Það átti að skiljast sem
hrós, og þannig tók ég það líka. Að
vísu bað maðurinn guð að hjálpa
sér og spurði hvort ég væri kannski
lesbisk — en allt í gríni auðvitað!
og ástæðan var sú, að ég hafði sagt
honum að konur væru skemmti-
legri en karlmenn“ og Fríða hlær
hressilega.
„En vissulega langar mig til þess
að gera reynslu kvenna gilda í
bókmenntum,“ heldur hún áfram.
„Ég er að mörgu leyti sammála
þeirri kenningu, sem margir
femínistar hafa haldið fram, að
karlmenn geti tæplega lýst lífi og
„Er hægt að vinna verk sín of vel? Ég held
ekki.“