19. júní - 19.06.1981, Side 58
reynslu kvenna á sannfærandi
hátt. Að sjálfsögðu hafa karlar
skrifað ágætar kvenlýsingar, en
þær eru yfirleitt ekki uppistöður
verka þeirra, heldur eins konar
hliðarmyndir. Sumir hafa talið
Sölku Völku afsanna þessa kenn-
ingu, en ég hef fyrir mitt leyti
aldrei getað sætt mig við, hversu
marflöt hún féll fyrir Arnaldi og lét
hann um að móta sig. Stundum
hef ég haldið því fram, að ekki
verði komið á algert jafnrétti kynj-
anna í íslenzkum bókmenntum
fyrr en fram er komin kona sem er
hliðstæða Steins Elliða í í Vefar-
anum frá Kasmír.“
— En geta þá konur gert karl-
mönnum almennileg skil í bók-
menntum?
„Vissulega. Á ég að segja þér af
hverju: Það er af því, að konur eru
venjulega trúnaðarvinir karla.
Karlar eiga oftast fullt af kunn-
ingjum, sem þeir geta spjallað við
um daginn og veginn, en þegar
þeir þurfa á raunverulegri vináttu
að halda, leita þeir til kvenna. Þeir
virðast vera hræddir við að sýna
öðrum karlmönnum sinn innri
mann, — hræddir við að missa
andlit gagnvart þeim. Ég veit ekki
almennilega hvernig á þessu
stendur. Kannski ráða uppeldis-
áhrif hér mestu um. Karlmenn
nútímans eru mjög áhugavert við-
fangsefni í bókmenntum. Ekki sízt
karlmenn, sem hafa náð langt eins
og það er kallað. I fljótu bragði
virðast þeir oft eins konar róbótar,
en inni fyrir býr jafnan venjulegur
sveitamaður, sem á sínar erfiðu
stundir. Það er einmitt sveitamað-
urinn inni í róbótnum, sem er mér
mjög hugleikinn.“
— Hvernig stóð á því, að þú
byrjaðir þinn feril á því að skrifa
smásögur?
„Það er nú bara af því að ég er
svo ófrumleg, að mér fannst rétt að
byrja á þann hátt. Sumir bók-
menntafræðingar hafa haldið því
fram, að það sé mjög erfitt að skrifa
smásögur,— að skáldsagan sé auð-
veldari, en ég get ekki fallizt á það.
56
1 smásögunni setur maður upp
þrengri ramma og hefur færri spil á
hendi en í skáldsögunni, þar sem
allur stokkurinn er í gangi, ef svo
má að orði kveða. Raunar hef ég
bæði skrifað ljóð og leikrit og nú
síðast skáldsögu, sem kemur út
næsta haust. Ég skrifaði hana að
beiðni mannsins míns, svo að þú
sérð að ég er ekki alveg vonlaus
eiginkona. Hann var nú farinn að
sjá eftir því að hafa beðið mig um
þetta því að verkið tók 17 mánuði
og var farið að taka mjög á taug-
arnar.“
— Og hvað var það sem mað-
urinn þinn vildi láta þig skrifa um?
Fríða skellihlær og segir: „Það
færðu ekki að vita. Maður á aldrei
að ljóstra slíkum hernaðarleyndar-
málum upp fyrirfram. Og þó að ég
hafi fallizt á þetta viðtal og sé raun-
ar mjög stolt yfir því, að 19. júní
sjái ástæðu til að halda mér á lofti,
er ég þeirrar skoðunar að mikil
auglýsingastarfsemi geti verið
hættuleg rithöfundum og verkum
þeirra. Rithöfundurinn á að birt-
ast í verkinu og verkið að tala sínu
máli sjálft. Til þess er leikurinn
gerður.“
JBR. tóidtoi, Nit aíAi DftM'ifJu áuúiA JiA ETriÆ AÉfl-
LAUfaft dlöUU. \ltó<LMsUl UPP i ftlJELli ! TRíAU M£«
tfttts !b tífthift Oll CcMftEsU &0D Elftftúsbillfifl... 06...
INGA VALBORG
Framhald af bls. 43.
okkar. Þessi hópur hefur alla tíð
síðan verið snar þáttur í lífi okkar
hjónanna beggja.“
— Líturðu öðrum augum á lífið
og sjálfa þig eftir að verkahringur-
inn víkkaði?
„Ég hef alltaf verið ánægð með
lífið, enda ekki haft yfir miklu að
kvarta. Samt hefur allt orðið enn-
þá skemmtilegra, eftir að ég fór út í
nám og atvinnulíf. Ég er miklu
frjálsari og ánægðari með sjálfa
mig. Það er mikilvægt fyrir hvern
einstakling að fá að sinna þeim
verkefnum, sem hann hefur
ánægju af. Margar jafnöldrur
mínar fá lífsfyllingu við að sinna
hugðarefnum sínum og félagsmál-
um, en ég er þannig gerð, að ég vil
frekar vera úti á vinnumarkaðnum
og hafa samneyti við fólk þar.
Þegar saman fer ánægja af starf-
inu, fjárhagslegt sjálfstæði og sú
fullvissa að maður geri gagn, er
ekki hægt að hugsa sér það betra.“
ODDNÝ
Framhald af bls. 42.
hafa orðið sem nýjar manneskjur.“
— Segjum svo, að ekkert verði
úr búskaparáformum. Verður þá
þetta nám þitt til einskis?
„Það gefur enga atvinnumögu-
leika sem slíkt, en ég vil alls ekki
segja, að það verði til einskis og
bréfaskólanám er metið til punkta
í öðrum framhaldsskólum. Stund-
um hef ég hugleitt að fara í Öld-
ungadeildina, og sú braut, sem ég
er nú komin á , getur legið að því
marki. En draumurinn er þó sá að
stunda fjárbúskap í sveit.“
— Þú ert kannski þegar farin að
búa í huganum?
„Það er ekki svo fráleitt að láta
sig dreyma um góða jörð austur á
Síðu eða Héraði. Góða jörð með
svona 600 fjár! Það er nauðsynlegt
að hugsa stórt.“