19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 60

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 60
Sólveig Hauksdóttlr, Guðrún Gísladóttir og Edda Hólm í hlutverkum sínum í leikritinu Kona eftir Dario Fo. Við höfum allar sömu sögu að segja Um leikritið KONU eftir Dario Fo og Franca Rame Ekki þarf lengi að litast um í venjulegum leikhúsum til að sjá að þar er rétt einn vettvangur karla. Hvort sem sett eru á svið verk Shakespeare (nema þegar allar reglur eru þverbrotnar eins og í Iðnó i vetur) eða nútímahöfundar eins og Arthur Miller, þramma ábyrgðarfullir heimsmenn, at- hafnamenn, vísindamenn, hug- sjónamenn (karlkyns) eða hvað þeir nú annars eru um sviðið og kryfja heimsmálin eða ástand (karl)sálarinnar. Auðvitað eru hér margar und- antekningar á, en kannski sýnir það ástandið hvað best hve margar leikkonur eru , atvinnulausar. Leikkonum hefur fjölgað en sama er ekki að segja um kvenhlutverkin. Leikhúsið var og er vettvangur karlmannsins, þar sem örfáar konur svífa kringum hann, móðirin, 58 systirin, eiginkonan, dóttirin, skækjan og skassið, þessi venju- bundnu hlutverk sem konur hafa löngum gegnt á sviði lífsins. Kvennaleikhús fer eigin leiðir. Á síðasta áratug var hafin markviss barátta kvenna í leikhús- um til að breyta óhagstæðum hlutföllum. Konur sáu möguleika leikhússins til að sýna og breyta kvenímyndinni, þar er kjörinn vettvangur til að'koma gagnrýni og umræðum á framfæri. Innan stofnanaleikhúsanna létu konur verulega til sín taka sbr. ýmis afrek kvenna í Þjóðleikhúsinu. Margir leikhópar kvenna spruttu upp er- lendis, þær sköpuðu sér sínar eigin leiðir og einhvernveginn virðist svo sem fáránleikinn og trúðleikurinn hafi orðið þeim einkar hugstæður. Nægir þar að minna á leikflokkinn Clapper Clow sem hingað kom sl. haust svo og uppsetningu Guðrún- ar Ásmundsdóttur á Konu eftir Dario Fo og Franco Rame í Al- þýðuleikhúsinu, en dæmin eru ótal fleiri. I leikhúsi fáránleikans og meðal trúða er hægt að sýna mannlífið með öðrum aðferðum, þú hlærð kannski af hjartans list, en uppgötvar á eftir að þú varst að hlægja að sjálfri þér. Eftir sem áður stöndum við með þá staðreynd í höndum að alltof fá leikrit fjalla um konur og líf þeirra, það er ekki eilíflega hægt að blása rykið af Ibsen og leika Brúðu- heimilið eða semja háalvarleg verk í anda raunsæis, það þarf að hræra svo um munar upp í fólki. Konur þurfa að vakna til vitundar um stöðu sína og karlar að skilja að til eilífðar geta þeir ekki verið herrar heimsins, við krefjumst réttar okkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.