19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 62

19. júní - 19.06.1981, Síða 62
Verkakonan vaknar upp við vondan draum — jafnvel á sunnudegi. punktur neyslusamfélagsins, lokuð inni innan um allt draslið. Hún hefur allt, hvað vill hún þá???? Þriðji þátturinn fjallar um sam- skipti kynjanna, ástina, kynlífið, eign mannsins á konunni og hvern- ig konan fer út úr þeim leik, ólétt, bundin í báða skó og kúguð, þar til loks að hún gengur sinn veg, hittir aðrar konur sem hafa sögu að segja og hvað þá? Þessi þáttur er sagður með ævintýri, þar sem fram koma ýmsar ævintýrapersónur, allt frá ljótri og dónalegri dúkku til prins- ins sem á nútímavísu er rafmagns- verkfræðingur. Haldi nú einhver sem ekki hefur séð Konu að þar sé alvaran einber á ferðinni, þá skjátlast hinum sama! Aðferðir Dario Fo byggjast á þeirri kenningu að leikhús eigi alltaf að vera skemmtilegt. Hann byggir á gömlum ítölskum hefðum þar sem mottóið er að segja það sem segja þarf með háði, gríni og sprelli. Það er líka nauðsynlegt að geta hlegið að sjálfri þér, hláturinn hreinsar til í sálinni og eins víst að bjartsýnin og baráttuþrekið taki völdin. í huga konunnar í sýningu Alþýðuleikhússins er farin sú leið að láta þrjár leikkonur 60 leika þættina, meðan ein leikur koma hinar í stað leikmuna. Sýn- ingin ber yfirbragð trúðleiksins, einfaldir búningar, einföld, stíl- hrein sviðsmynd, leikkonurnar eru gífurlega alvarlegar á svipinn og þrenning trúðanna nær að tengja alla þættina saman, þetta er sam- eiginleg saga. Leikkonurnar Sólveig Hauks- dóttir, Edda Hólm og Guðrún Gísladóttir fara allar á kostum í hlutverkum sínum undir leikstjórn Guðrúnar Ásmundsdóttur. Þá er leiknynd Ivans Török augnayndi. Við horfum á andlit konu þegar inn kemur. Er leikurinn hefst opn- ast höfuð hennar, við göngum inn í huga konunnar. Hvað er þar á seyði? Býsna margt, sem ef til vill sannar þér það sem þú áður vissir, eða vekur upp nýjar hugrenningar. Því miður hafa allt of margir látið þessa ágætu sýningu fram hjá sér fara, en vonandi láta leikkonur ekki deigan síga. Við höfum fleiri sögur að segja og áfram skal haldið skref fyrir skref eins og konurnar sem hittast undir stóra trénu í leikslok. Við erum rétt að hefja gönguna löngu frá öllum Brúðu- heimilunum út í leikhús lífsins þar sem allir fá jafn stór hlutverk. Kristín Ástgeirsdóttir Framhald af bls. 35. ,Já þær ætla allar í eitthvert nám — pæla ekkert í öðru en halda áfram.“ — Hefurðu eitthvað hugsað um hvernig þú munir haga væntan- legu heimilislifi þínu með tilliti til verkaskiptingar? „Þú meinar ef ég gifti mig. Hjónaband er nú ekkert á dagskrá hjá mér — hugsa ekki um slíkt fyrr en ég hef lokið námi. Annars er ég vön ákveðinni verkaskiptingu heima. Pabbi minn dó þegar ég var 12 ára og ég á tvö systkini. Við skiptum heimilisverkunum í fjóra hluta á milli okkar — hver og einn ber þannig ábyrgð á ákveðnum hluta þeirra. Verkaskipting á heimili er mér því eðlileg og mér finnst líka sjálfsagt að hjón skipti með sér heimilisstörfum ef þau vinna bæði úti. En úr því að minnst er á þessi mál þá get ég sagt það að ég gæti vel hugsað mér að vera heima ákveðinn tíma ef ég eignast börn. Mig langar ekki til að eignast börn og setja þau beint inn á dagvist- unarstofnun. Það getur verið nauðsynlegt — en ég mundi ekki vilja það.“ — Ert þú jafnréttissinni? ,Já það er ég — enda sögðu stelpurnar við mig, þegar ég sagði þeim að hringt hefði verið í mig frá þessu blaði: Já, þetta er sko einmitt eitthvað fyrir þig!“ SIGURBJÖRG Framhald af bls. 36. réttindafélaginu „að þessum krökkum er kennt allt annað en að lifa. Það segir kannski sína sögu að þetta var sagt fyrir u. þ. b. 15 ár- um.“ — Má af þessum niðurstöðum ráða að ekki verði mikil breyting í framtíðinni á núverandi verka- skiptingu kynjanna? „Það er margt sem bendir til þess. I því sambandi finnst mér rétt að vísa i rannsókn á jafnrétti kynj- anna sem gerð var af Guðrúnu Sigriði Vilhjálmsdóttur árið 1973. Þar var þvi spáð að núver- andi verkaskipting kynjanna mundi haldast óbreytt í megin- atriðum í náinni framtíð. Sú spá var m. a. byggð á mismunandi skiptingu kynjanna í hinum ýmsu skólum. Að vísu myndi hlutur kvenna aukast á nokkrum afmörkuðum sviðum, t. a. m. sæki þær meira í bóklegt framhaldsnám. Ekki verði samt neinar grundvallarbreytingar á náms- og starfsvali stúlkna. Ef marka má þær niðurstöður sem ég hef minnst á hér á undan virðast þær staðfesta þessa spá í megin- atriðum, því miður.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.