19. júní


19. júní - 19.06.1981, Side 67

19. júní - 19.06.1981, Side 67
BÆKUR BÆKUR BÆKUR svelta“ (bls.95). Sólrún bætir því þó við að skilmálar Breta hafi ekki verið „óhagstæðir miðað við að- stöðu þeirra.“ Sólrún hefur kosið að binda umfjöllun sína aðallega við sam- skipti stjórnvalda í Bretlandi og á íslandi, þetta er fyrst og fremst diplómatísk saga. Sníður hún því viðfangsefni sínu nokkuð þröngan stakk. Engu að síður er bókin stór- fróðleg og bætir við þekkingu okk- ar á þessu tímabili. Hér fara saman yfirvegaður texti, skilmerkileg frá- sögn atburða og útlistun á baksviði þeirra. Gerður Steinþórsdóttir. Að ryðja úr vegi þúsund ára hefðum Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, Sögufélagið, Reykjavík 1980 Fyrir síðustu jól kom út yfir- líetislaus bók í hvítu bandi. Á bókinni stendur gylltu letri „Kon- Ur skrifa til heiðurs Önnu Sigurð- ardóttur“. Þegar bókinni er flett 1113 sjá að þar er að finna tuttugu °§ tvær greinar eftir jafnmargar konur. Framan við greinarnar er viðtal við Önnu, en bókin er gefin ut >,í þakklætisskyni fyrir ómetan- ^egt framtak hennar við að koma á fót Kvennasögusafni íslands svo og storf hennar við að vekja áhuga á rannsókn kvennasögu“, eins og segir í formála. Þá eru í bókinni geysimargar heillakveðjur til Önnu og eru konur þar í miklum meirihluta. Aftast er svo ritskrá hennar. 1 viðtalinu við Önnu Sigurðar- dóttur verður maður nokkru fróð- ari um ævi, störf og lifsviðhorf hennar. Hún er fædd 5. desember 1908. Foreldrar hennar eru Ásdis Margrét Þorgrímsdóttir og Sig- urður Þórólfsson, skólastjóri lýð- háskólans á Hvítárbakka í Borgar- firði. Elsti greinarhöfundurinn, Sigurbjörg Björnsdóttir, rekur endurminningar frá Hvítárbakka og getur þess hve saga þjóðarinnar hafi verið skólastjóranum hugleik- in. Anna stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík í tvö ár, en þá var Ingibjörg H. Bjarnason skólastjóri og alþingismaður. Eig- inmaður Önnu var Skúli Þor- steinsson, síðar námsstjóri Austur- lands og eignuðust þau þrjú börn. Árið 1947 gekk Anna i KRFÍ, tók virkan þátt í starfsemi félagsins og umræðu um ýmis réttindamál kvenna á vettvangi dagsins. Auk þess vöktu gamlar bækur áhuga hennar og hún kannaði t. d. kjör gyðja í goðheimum og flutti um þau þrettán útvarpserindi 1973. Þá vitnar Anna til orða sænsku kven- réttindakonunnar Elin Wágner, að saga kvenna og karla sé svo sam- slungin eins og uppistaða og fyrir- vaf í dúk í vefstól. En því hafi verið þannig fyrirkomið að aðeins karl- mannlega fyrirvafið komi í ljós í sögunni. Það var 1. janúar 1975, á fyrsta degi Kvennaársins fræga, að Anna stofnaði ásamt Else Miu Einars- dóttur og Svanlaugu Baldursdótt- ur Kvennasögusafn tslands, á heimili Önnu að Hjarðarhaga 26. Greinarnar tuttugu og tvær eru sundurleitar að efni. í því er fólg- inn styrkur bókarinnar en jafn- Anna Sigurðardóttir. framt veikleiki. Hér eru fræðilegar ritgerðir, endurminningar og hug- leiðingar um sögu, bókmenntir, lögfræði, læknisfræði og listir. Eitt bindur greinarnar saman: þær snerta kvennasögu á einn eða ann- an hátt. Þær sýna að hafin er rannsókn kvennasögu, þótt í litlum mæli sé og þær eru heimild um viðhorf kvenna til sjálfra sín og samtíðarinnar. Höfundar eru flestir þekktir fyrir þátttöku á sviði félagsmála og ritstörf. Ekki er unnt að fjalla um allar greinarnar í „Konur skrifa“, en skemmtileg hugleiðing Ingu Huldar varpar skíru ljósi á breytt viðhorf til sögu kvenna. Hún lýsir sögunámi sínu og þeirri trú sinni fyrir tíu árum að konur hefðu aldrei gert neitt merkilegt. Kvennahreyfingin breytti þessari skoðun hennar, „það er verið að skipta um viðmiðanir“, en það tekur tíma því að „þúsund ára hefðum verður ekki rutt úr vegi með nokkrum pennastrikum“ (114). 65

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.