19. júní - 19.06.1981, Side 72
Félagsstarf KRFÍ
Aðalfundur Kvenréttindafélags fslands
var haldinn 23. febrúar sl. Á fundinum
urðu formannaskipti en Sólveig Ólafsdót-
ir, sem verið hefur formaður sl. sex ár gaf
ekki kost á sér til endurkjörs. Var Esther
Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræðingur
kjörinn formaður.
Fyrir aðalfund voru lögð lög þau og
stefnuskrá, sem afgreidd voru á landsfundi
félagsins í október í fyrra, en ný lög þurfa
samþykki bæði landsfundar og aðalfundar
til að öðlast gildi. Lögin voru samþykkt að
undanskildu einu ákvæði, sem ekki náði
fram að ganga en það var un að nafni
Kvenréttindafélagsins yrði breytt í Jafn-
réttisfélag fslands. Urðu allsnarpar um-
ræður um þetta ákvæði en málinu lyktaði
þannig, að samþykkt var tillaga, sem fól
stjórn félagsins að kanna hvort áhugi væri
meðal félagsmanna á nafnbreytingu og ef
svo væri að leita eftir tillögum um nafn.
Verða nú rakin helstu atriði úr skýrslu
fráfarandi formanns auk þess sem fléttað
er inn í frásögn af starfi félagsins eftir
aðalfund.
Félagsmenn eru nú um 350 talsins og
aðildarfélög 47 þar af 12 í Reykjavik.
Skrifstofa félagsins á Hallveigarstöðum er
opin á þriðjudögum kl. 17—19 ogsér Júlí-
ana Signý Gunnarsdóttir um rekstur
hennar.
Vetrarstarf KRFl hófst með landsfundi
dagana 23. og 24. október 1980 og ráð-
stefnu í kjölfar hans 25. og 26. s. m. með
konum i sveitarstjórnum. Undirbúning-
ur fyrir þessa fundi stóð allt sumarið en á
landsfundi voru lögð fram drög að nýjum
lögum fyrir félagið ásamt ítarlegri stefnu-
skrá. Er landsfundi gerð sérstök skil í blað-
inu.
Ráðstefnuna sótti um 70 manns þ. a.
um 40 sveitarstjórnarfulltrúar. Tilgangur-
inn með henni var að gefa konum i
sveitarstjómum tækifæri til að hittast og
tjá sig um reynslu sína af starfinu í
sveitarstjómunum og fá fram viðhorf
þeirra m. a., til þess hvort nauðsynlegt eða
æskilegt sé að hvetja konur til þátttöku í
sveitarstjórnarmálum. Góður rómur var
gerður að ræðum kvennanna en þær létu
flokksböndin lönd og leið og ræddu opin-
skátt um stöðu kvenna í sveitarstjórnum og
stjórnmálaflokkunum. Greinargerð um
ráðstefnuna hefur verið gefin út á vegum
félagsins og henni dreift.
Á ráðstefnunni kom fram að nauðsyn-
legt væri að veita konum aukna fræðslu til
undirbúnings fyrir þátttöku þeirra i
stjórnmálastarfi og öðru trúnaðarstarfi.
Komu fram eindregnar óskir um að KRFÍ
beitti sér fyrir námskeiðum í ræðu-
mennsku og fundarsköpum. Nú í vor hafa
verið haldin tvö fjögurra kvölda nám-
70
skeið, og sóttu þau um 30 manns. Leið-
beinandi var Fríða Proppé, blaðamaður.
Þátttakendur töldu námskeiðin mjög
gagnleg og skemmtileg og hafa flestir full-
an hug á að sækja framhaldsnámskeið i
haust. Verður þráðurinn i þessu fræðslu-
starfi KRFl þá tekinn upp aftur.
Þann 8. desember var haldinn félags-
fundur, þar sem fjalla átti um hin nýju lög
félagsins. Var varla fundarfært vegna þess
hve fáir sóttu fundinn.
Fjárhagur félagsins er jafnan bágborinn
en undanfarin ár hafa ýmsar fjáröflunar-
leiðir verið reyndar. 1 lok nóvember var
haldinn fjölskyldumarkaður að Hall-
veigarstöðum, þar sem á boðstólum voru
blóm, kökur, kerti og margvislegir munir
nýir eða notaðir. Margir lögðu þarna hönd
á plóginn og varð afrakstur góður.
KRFl minntist afmælis síns með vöku
að Kjarvalsstöðum 25. janúar sl. en um
þær mundir voru 74 ár liðin frá stofnun
félagsins. Dagskráin var helguð konum á
sviði bókmennta og tónlistar. Var fjöl-
menni á vökunni og meðal gesta var forseti
Islands, Vigdís Finnbogadóttir. Virðast
afmælishátíðir KRFÍ vera að fá fastan sess
í menningarlífi höfuðborgarinnar.
Vegna tilmæla frá starfshópi áður-
nefndrar ráðstefnu var í febrúar kallaður
saman fundur með þeim körlum, sem eru í
félaginu. Var hópnum falið að fjalla um
stöðu karla í nútimasamfélagi og hlutverk
þeirra sem feðra. Er stefnt að því að halda
fund eða ráðstefnu i haust til að kynna
málefnið.
Eftir að úrslit kosninganna til mið-
stjórnar ASl í desember urðu kunn sendi
stjórn KRFl ASl og fjölmiðlum eftirfar-
andi ályktun dags. 15. des. 1980: „KRFl
minnir ASl á að nú er hálfnaður Kvenna-
áratugur Sameinuðu þjóðanna sem er
ætlað að vinna að réttindamálum og
og auknum áhrifum kvenna um heim all-
an. Innan ASl eru konur tæplega helm-
ingur félagsmanna. Á nýafstöðnu ASl
þingi gerðist það hins vegar, að konum í
miðstjórn ASl fækkaði um þriðjung.
Stjórn KRFl lýsir undrun sinni og van-
þóknun á þessu. Það er yfirlýst markmið
stjórnvalda á Islandi að vinna að jafnrétti
kynjanna í reynd. ASÍ sem stærstu laun-
þegahreyfingu í landinu ber skylda til að
virða þessi markmið og framfylgja þeim í
hvívetna."
Vegna tiltekinna embættisveitinga
menntamálaráðherra og heilbrigðisráð-
herra sendi KRFl viðkomandi ráðherrum,
umsækjendum, Jafnréttisráði og fjölmiðl-
um eftirfarandi ályktun þann 3. febrúar
1981:“ Stjórn KRFl lýsir undrun sinni og
óánægju yfir þvi að menntamálaráðherra
og heilbrigðisráðherra skuli við embættis-
veitingar nýlega hafa sniðgengið þá um-
sækjendur, sem sérfróðir umsagnaraðilar
mátu hæfasta til starfa. Þar sem umræddir
umsækjendur voru konur, hlýtur sú
spurning að vakna, hvort nauðsynlegt sé
að lögbinda tfmabundin forréttindi kon-
um til handaAil þess að útiloka slíkt mis-
rétti í framtíðinni. Stjórn KRFl beinir því
til Jafnréttisráðs, að það taki þessi mál til
meðferðar, eins og það tvímælalaust hefur
heimild til skv. 11. gr. laga nr. 78/1976 um
jafnrétti kvenna og karla.“ Þessi ályktun
vakti mikla athygli og var oft til hennar
vitnað í fjölmiðlum í umfjöllun um emb-
ættisveitingarnar. 1 framhaldi af þessu
lagði Jóhanna Sigurðardóttir fram frum-
varp á Alþingi með tillögu til breytinga á
jafnréttislögunum nr. 78/1976, þar sem
lagt er til að lögbinda tímabundin forrétt-
indi kvenna við stöðuveitingar. Stjórn
KRFl sendi Alþingi umsögn um þetta
frumvarp og er hún birt á bls. 45.
Frá ráðstefnu KRFÍ með konum í sveitarstjórnum í október sl. Þær létu flokksböndin lönd og
leið og ræddu af hreinskllnl um reynslu sína í stjórnmálum.