19. júní - 19.06.1981, Page 73
Þann 23. apríl sl. héldu KRFl og Rauð-
sokkahreyfingin almennan fund í Nor-
ræna húsinu um tímabundin forréttindi.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingm. og Ragn-
hildur Helgadóttir, fyrrv. þingm. fluttu
framsögu um málið en auk þeirra fluttu
forsvarsmenn ASf, BSRB, BHM, VSl og
VMSÍ stutta framsögu og ennfremur full-
trúar KRFl og Rauðsokka. Loks voru al-
mennar umræður. Skoðanir voru mjög
skiptar um það hvort tímabundin forrétt-
■ndi ættu yfirleitt rétt á sér og hvort Iög-
binding þeirra til handa konum væri
raunhæf leið til að ná fram auknu jafnrétti
kynjanna í reynd. Töldu ræðumenn mjög
gagnlegt að fá umræður um þetta mál,
gætu þær leitt af sér ný viðhorf og nýjar
leiðir í jafnréttisbaráttunni.
Stjórnarmenn KRFf hafa sótt ýmsa
fundi og ráðstefnur fyrir hönd félagsins.
Um miðjan júlí 1980 var haldin miðára-
■ugs kvennaráðstefna S. Þ. í Kaupmanna-
höfn. Berglind Ásgeirsdóttir var fulltrúi
KR.Fl i undirbúningsnefndinni, sem jafn-
framt varð sendinefnd fslands á ráðstefn-
unni. Jafnréttisráð hélt ráðstefnu 26.
september 1980 með jafnréttisnefndum
sveitarfélaga og sóttu hana fjórir fulltrúar
KRFf. Þarvar einkum fjallað um verkefni
fyrir jafnréttisnefndirnar og þátttöku
hvenna í stjórnmálum.
Norræna ráðherranefndin bauð félag-
■uu að senda fulltrúa á fund hjá sam-
starfsnefnd Norðurlanda um jafnréttismál
1 Helsinki 18. febrúar sl., þar sem rætt var
um norrænt samstarf á sviði jafnréttis-
■Uala. Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir
sótti fundinn af hálfu KRFf.
Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú gerst, að
hagur Hallveigarstaða er loks farinn að
v*nkast og hefur nokkurt fé safnast fyrir,
sem varið verður til viðhalds hússins. Leiga
e,gnaraðila bæði hvað snertir skrifstofu-
rýnii og salina í kjallara, þegar þeir eru
notaðir i þágu félaganna hefur nú verið
felld niður.
Fréttabréf kom út nokkrum sinnum í
vetur, en stefnt er að þvi, að það komi út
ntánaðarlega yfir vetrartímann.
Stjórn Kvenréttindafélagsins er nú
bannig skipuð: Esther Guðmundsdóttir
formaður, Berglind Ásgeirsdóttir varafor-
n>aður, Oddrún Kristjánsdóttir, Guðrún
bigriður Vilhjálmsdóttir, Jónina M.
Huðnadóttir, en varamenn eru Ásta Björt
f horoddsen, Ásthildur Ketilsdóttir og
Júlíana Signý Gunnarsdóttir. Auk þess
' ‘ga sæti í stjórninni kosnar á landsfundi
l‘l fjögurra ára: Arnþrúður Karlsdóttir,
Ásdís J. Rafnar, Guðrún Gísladóttir og
^laría Ásgeirsdóttir auk varamanna.
Maí, 1981, GSV.
Landsfundur Kvenréttindafélags
Islands 1980
15. landsfundur KRFf var haldinn að
Hótel Esju i Reykjavík 23. og 24. október
1980. Fundinn sátu 59 fulltrúar víðs vegar
að af landinu og sat karlmaður nú í fyrsta
skipti landsfund félagsins.
Aðalumræðuefni fundarinnar var félag-
ið sjálft, starfshættir jiess og markmið.
Fyrir fundinum lágu drög að nýjum lögum
og drög að stefnuskrá félagsins til næstu
fjögurra ára. Framsöguerindi voru fjögur:
Valborg Bentsdóttir talaði um starf
KRFÍ og árangur þess, Guðrún Hall-
grimsdóttir um hlutverk áhugamanna-
samtaka um jafnstöðumál. Þá hafði Guð-
rún Gisladóttir framsögu um breytingar á
lögum KRFf og Berglind Ásgeirsdóttir um
stefnumál og framkvæmdaáætlun.
Að loknum framsöguerindum, kaffi-
veitingum í boði menntamálaráðherra og
umræðum um framsöguerindin, hófst
vinna i þremur starfshópum.
Starfshópur 1 fjallaði um drög að
stefnuskrá KRFf, sem stjórn félagsins hafði
undirbúið og lagt fyrir landsfund. Eftir að
hópurinn hafði farið yfir þessi drög, rætt
þau og komið með nokkrar breytingar,
samþykktu landsfundarfulltrúar stefnu-
skrána og er það í fyrsta skipti i sögu fé-
lagsins, sem slik stefnuskrá er samþykkt
(stefnuskráin var einnig samþykkt á aðal-
fundi félagsins í febrúar 1981).
Starfshópur 2 fjallaði um aðalverkefni fé-
lagsins næstu fjögur árin en það er að
vinna að þvi að auka hlut kvenna við
ákvarðanatöku í samfélaginu og aðal-
áhersla verði lögð á að auka hlut kvenna í
stjórnmálastarfi og fjölga konum í sveitar-
stjórnum og á Alþingi.
f umræðunum var bent á ýmsar leiðir til
að auka hlut kvenna við ákvarðanatöku í
þjóðfélaginu. Þessar voru helstar.
Talið var nauðsynlegt að KRFÍ komi á
sterkum fjölmiðlahópi, sem komi konum á
framfæri í fjölmiðlum, skrifaði greinar í
dagblöð og útbyggi dagskrá t. d. fyrir út-
varp.
Koma þarf konum meira á framfæri við
þær stofnanir, ráð og nefndir, sem fara
með fjármálavöldin, því konur hafa al-
mennt mikla reynslu á fjármálasviðinu.
Reyna þarf að breyta hugsanagangi
kvennanna sjálfra og fá þær til að treysta
kynsystrum sínum.
Fulltrúaráð KRFl ætti í framtíðinni að
beita sér fyrir fundum fyrir kosningar með
kvenframbjóðendum, svipað og gert var i
Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar
1979.
Þá var þeim tilmælum beint til stjórnar
KRFf að hún beitti sér fyrir námskeiðum i
fundarsköpum og ræðumennsku og kæmi
á fót leshringum um hin ýmsu málefni,
sem gerði konur liæfari til þátttöku í
félagsstörfum og í ákvarðanatöku al-
mennt. Tillaga kom fram um að félagið
beitti sér fyrir námskeiðum sem tækju til
umfjöllunar þingmál, sem efst væru á
baugi hverju sinni og mætti hugsa sér 60
manna hóp sem í væri 57 konur og 3 karl-
ar.
Bent var á nauðsyn þess að félagið komi
sér upp „nafnabanka" þar sem hægt væri
að taka út ákveðin nöfn hæfra kvenna og
benda á, þegar skipa ætti í hinar ýmsu
nefndir og ráð i þjóðfélaginu.
Talið var nauðsynlegt að vekja athygli á
þvi ófremdarástandi að engin kona skuli
eiga sæti í þeirri nefnd er vinnur að
endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Tillaga kom fram um það að vekja
þyrfti upp metnað hjá bæði konum og
stjórnmálaflokkum með þvi að setja fram
ákveðin töluleg markmið t.d. í sambandi
við sveitarstjórnir. Mætti t.d. miða við að
konuryrðu 20—25% sveitarstjórnarmanna
eftir næstu kosningar.
Flestir töldu eðlilegt að beina hvatningu
fyrst og fremst til þeirra kvenna sem vitað
væri að gæfu kost á sér til framboðs og
vildu taka þátt í stjórnmálum. Að lokum
var þeirri spurningu varpað fram, hvort
konur ættu að kjósa konur. Flestir voru
sammála um að það væri eðlilegt og bent
var á að konur gætu stutt v ið bakið á
kynsystrum sinum, sem væru i framboði í
öðrum flokkum með því að leggja inn gott
orð fyrir þær við stuðningsmenn við-
komandi flokks.
Starfshópur 3 fjallaði um fulltrúaráð KRFf,
samstarf við aðildarfélögin, útgáfustarf-
semi og félagsstarfið.
Um fulltrúaráð og starf fulltrúanna
stendur i 9. grein laga KRFf (sem
samþykkt voru á landsfundinum og á að-
alfundi félagsins í febrúar 1981): „Full-
trúaráð skal kosið á landsfundi. Fulltrúar
skulu vera tveir úr hverju kjördæmi og
jafnmargir til vara. Fulltrúar skulu vera
félagsmenn i KRFl skv. 3. gr. a eða b.
Fulltrúaráðið skal vera tengiliður milli
stjórnar félagsins og aðildarfélaganna (sbr.
3. gr. b og c) og kynna stefnumál KRFf
sem viðast. Fulltrúaráðsfundi skal halda
fjórða hvert ár til skiptis í kjördæmunum
eftir þvi, sem við verður komið.“.
Fulltrúaráðsfundir hafa ekki verið
71