19. júní


19. júní - 19.06.1981, Page 74

19. júní - 19.06.1981, Page 74
haldnir siðustu árin. Var það álit hópsins að það væri félaginu til framdráttar að taka þessa fundi upp að nýju. Þá var talin þörf á reglugerð með lögunum, þar sem nánar er kveðið á um störf fulltrúanna, þ.e. einhvers konar verklýsingu og meiri áhersla verði lögð á tengsl þeirra við stjórn félagsins. Tengsl Reykjavíkursvæðisins þyrfti að vera meira við dreifbýlið en nú er. Stjórnarmenn þyrftu að koma út á lands- byggðina, heimsækja aðildarfélögin og halda smá fyrirlestra. Menn voru sammála um að aðildarfélögin ættu að greiða fast félagsgjald. Félagsstarfið: Hvernig er best að haga starfinu til þess að virkja félagsmenn og ná árangri út á við? Hópurinn taldi að virkari þátttaka fundarmanna í störfum funda, gæti vakið meiri áhuga en að koma og hlýða á fyrir- lestur. Skipuleggja þarf fræðslu og þjálfa félagsmenn í fundarstörfum. Konur þurfa ekki síður en karlar að læra að tjá sig í margmenni. Námskeið i félagsstörfum myndi sennilega efla fundarsókn. Þá mætti halda fundi viðar en á hefðbundn- um stöðum, hvort sem það væri i Reykja- vik eða úti á landi. Útgáfustarfsemi: Hópurinn var almennt ánægður með 19. júní, en meira efni mætti koma frá félagsmönnum úti á lands- byggðinni. Útgáfunefnd þarf að vera starfandi fyrir Fréttabréf KRFf og út- gáfudagar þess að vera fastir. Fréttabréfið þarf að senda til aðildarfélaganna. Þá lagði hópurinn til að stjórnin ákveði fundardaga fyrirfram og tilkynnti þá í Fréttabréfinu. Það væri hvatning til félagsmanna úti á landi að koma á stjórn- arfundi ef þeir væru staddir í bænum. Baráttumálum félagsins þarf að koma á framfæri við fjölmiðla eins oft og kostur er, þannig er hægt að komast út fyrir þann afmarkaða hóp sem les 19. júní. Þá taldi hópurinn nauðsynlegt að senda út fréttir af ráðstefnum, sem haldnar eru á vegum félagsins og einnig var bent á að rita þurfi sögu félagsins, en það verður 75 ára á næsta ári. Þá taldi hópurinn nauð- synlegt að gefa út bæklinga um fjöl- skyldumál þarsem m.a. væri vakin athygli á jafnri ábyrgð foreldra. Á landsfundinum lágu fyrir drög að nýjum Iögum KRFl og voru þau nokkuð rædd. M.a. kom fram sú breytingatillaga að breyta nafni félagsins í Jafnréttisfélag íslands, skammstafað JRFÍ. Nokkrar um- ræður voru um þessa lagabreytingu, margir voru henni samþykkir en aðrir töldu ekki tímabært að breyta nafninu nú, enda væri það nafn, sem tillaga væri um, ekki nógu gott. Kom þá tillaga um að nafnabreytingu á félaginu verði vísað til stjórnar, en sú tillaga var felld á jöfnum atkvæðum. Tillagan um að breyta nafni félagsins í Jafnréttisfélag fslands var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 18. Að öðru leyti voru drögin að lögum félagsins samþykkt með örlitlum breytingum. Sam- kvæmt lögum félagsins eru breytingar á þeim aðeins gildar að um þær hafi verið fjallað á félagsfundi í Reykjavík og hlotið samþykki aðalfundar og landsfundar. (Tillaga um nafnabreytingu á félaginu fékk ekki samþykki aðalfundar félagsins í febrúar 1 1981) Landsfundurinn samþykkti að á næstu fjórum árum yrði sérstaklega unnið að því að auka hlut kvenna við ákvarðanatöku í samfélaginu. Aðaláhersla verði lögð á að auka hlut kvenna í stjórnmálastarfi og fjölga konum í sveitarstjórnum og á Al- þingi. Á landsfundinum var samþykkt að ár- gjöld aðildarfélaga KRFf verði eitt og hálft árgjald einstaklinga. Þá var kosið i stjórn KRFf til næstu fjögurra ára og hlutu þessar kosningu: Ásdís Rafnarr; til vara: Jóna Gróa Sig- urðardóttir og Björg Einarsdóttir. María Ásgeirsdóttir; til vara: Kristín Guð- mundsdóttir og Ásthildur Ólafsdóttir. Arnþrúður Kalrsdóttir; til vara: Valborg Bentsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir. Guðrún Gísladóttir; til vara: Hlédís Guð- mundsdóttir og Unnur Fjóla Jóhannes- dóttir. f stjórn Menningar og minningarsjóðs kvenna voru kosnar: Áslaug Ottesen, Bergljót Ingólfsdóttir, Jarþrúður Karls- dóttir, Guðrún Stephensen, Inga Jóna Þórðardóttir, Unnur Fjóla Jóhannesdóttir. 1 ritnefnd 19. Júní voru kosnar: Ásdís Rafnar og Lilja Ólafsdóttir. Varamenn: Ásta Benediktsdóttir Hlédís Guðmundsdóttir. 15. landsfundi Kvenréttindafélags fslands lauk með heimsókn landsfundar- fulltrúa að Bessastöðum til forseta fslands, frú Vigdisar Finnbogadóttur. Esther Guðmundsdóttir. Nýr formaður Kvenréttindafélags Islands Á síðasta aðalfundi KRFl tók Esther Guðmundsdóttir við formennsku í félaginu. Esther er fædd í Reykjavík 10. júlí 1948. Hún tók stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands árið 1968, hóf nám í þjóðfélagsfræði tveimur árum síðar og lauk þaðan prófi árið 1975. Esther var starfsmaður kvennaársnefndar á árunum 1976—1977. Síðan var hún skólastjóri Bréfaskólans í eitt ár og þá framkvæmdastjóri samstarfsnefndar um reykingavarnir árin 1978—1980. Nú starfar hún sem húsmóðir. Esther gekk i KRFl á landsfundi árið 1976. Hún tók sæti i stjórn félagsins 1978 og var gjaldkeri þess þar til hún tók við starfi formanns i febrúar sl. Eiginmaður Estherar er Björgvin Jónsson tannlæknir og eiga þau þrjár dætur á aldrinum eins, sjö og ellefu ára. 72

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.