19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 7

19. júní - 19.06.1988, Side 7
« • • • »«l*«ll»» • *!?;. ^•••momn* (SteV! r /#"****, :/**** »,„7 Jóhanna Sigurðardóttir fclagsmálaráðhcrra á skrifstofu sinni. „Strákarnir geta ekki án mín verið . . .“ starf á Alþingi verið meira gefandi en hitt og þá er mér hugsað sérstaklega til þess tíma þegar árangur sést af puðinu. Tíminn frá síðustu stjórnarmyndun hefur á margan hátt verið erfiður og ég neita því ekki að á stundum valdið mér miklum vonbrigðum. Ég verð þó að segja að ég vildi ekki hafa misst af honum, því ég hef lært meira um inn- viði stjórnmálanna á þessum fáu mán- uðum en öll árin til samans sem ég hef setið á Alþingi. Ætli ég hafi ekki bara orðið nægan efnivið í bók sem gæti borið heitið: „Dyr stjómarráðsins opnaðar eða „Bak við byrgða glugga stjórnarráðsins. “ Hvernig yrðu inngangsorðin í þeirri bók, liggur beinast við að spyrja, en ráðherrann svarar um hæl að upphaf þeirrar bókar sé leyndar- mál. „Hvað varðar andrúmsloftið í ríkis- stjórninni og hvort ég telji að það væri öðruvísi ef fleiri konur ættu þar sæti vil ég segja þetta. Ég held að það verði ekkert fram hjá því litið að kon- ur, líka þær sem velja sér vettvang hjá hefðbundnu stjórnmálaflokkunum, hafa sýnt að þær leggja aðrar áherslur og forgang á mál en karlar. Konur eru helmingur þjóðarinnar og það á og verður að endurspeglast betur í valda- og stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu. Fjölgun kvenna í ríkis- stjórn myndi vafalítið hafa í för með sér breytt viðhorf og aðrar áherslur við landsstjórnina. En hinu má þó aldrei gleyma að það sem skiptir mestu máli við lands- stjórnina er hvaða hugarfar og við- horf til þjóðfélagsins og manneskj- unnar það fólk hefur sem skipar ríkis- stjórnina. Hver eru baráttumál og stefna þeirra sem sitja í ríkisstjórn, situr ráð- herrann í ríkisstjórn fyrir fólkið eða sjálfan sig, situr í ríkisstjórn félags- hyggjufólk eða frjálshyggjufólk, situr þar fólk sem er tilbúið til að standa eða falla með eigin gjörðum? Svo má líka spyrja, hverra hags- muna gætir það fólk sem skipar ríkis- stjórnina, er það fólk sem vill jafn- rétti, fólk sem vill jafna tekjuskipting- una, þetta eru líka grundvallaratriði sem skipta máli, ekki síður en jafn- ræði milli kynja.“ Stór áform Þessi ríkisstjórn hefur vissulega í stjórnarsáttmálanum niörg og stór áform í fjölskyldu- og jafnréttismálum og við skulum vona að henni endist líf og heilsa til þess að koma þeim öllum í fram- kvæmd,“ heldur Jóhanna áfram, áhuginn á málefnunum leynir sér ekki í fasi ráðherrans. „Svo dæmi sé nefnt þá á að gera átak til að koma á jafnrétti kvenna og karla með sérstakri áherslu á launa- jafnrétti. Það er kveðið á um að end- urmeta störf kvenna og stuðla að jafn- rétti í launakjörum og hlunninda- greiðslum hjá ríkinu. I starfsáætluninni kemur líka fram að lagt verður kapp á að gefa foreldr- um færi á að fá launalaust leyfi vegna umönnunar barna þegar sérstaklega stendur á. í skatta- og lífeyrismálum og almannatryggingum á að taka meira tillit til heimavinnandi fólks. Það á að gera áætlun í samráði við sveitarfélög um átak til að bæta heim- ilisþjónustu og vistunaraðstöðu fyrir aldraða og fatlaða. Og það er lögð áhersla á uppbyggingu sambýla fyrir fatlaða og verndaða vinnustaði. Nú, það á að vinna að því að koma á samfelldum skóladegi og skólamál- tíðum fyrir börn á grunnskólaaldri. Og það á að vinna að því að gera átak til að stytta vinnutímann án þess að tekjur skerðist. Vissulega eru þetta allt góð og gild markmið og mikið af þessum málum eru í athugun í nefndum, bæði sér- 7

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.