19. júní - 19.06.1988, Page 11
úti á landsbyggðinni hvernig margir
staðirnir úti á landi gætu komist af án
vinnukrafta kvenna. Sjáðu til dæmis
fiskvinnsluna, sem hreinlega byggir á
vinnukrafti kvenna eða saumastof-
urnar, þar sem þú sérð varla karl-
mann í vinnu — nema þá forstjórann.
Annars hef ég áhyggjur af því hvar
þetta allt saman endar hjá okkur. í
fyrsta lagi þessi langi vinnutími,
þannig að foreldrar eru allt of mikið
úr tengslum við börnin sín og hafa of
lítinn tíma til að sinna þeim. Það virð-
ist vera svo að þessi langi vinnutími sé
hjá öllu fólki, hvort sem það þarf á því
að halda eða ekki.
Þeir sem þurfa nauðsynlega á því
að halda eru láglaunafólkið og ein-
stæðir foreldrar sem vinna myrkr-
anna á milli til þess að eiga fyrir brýn-
ustu framfærslu heimilanna. Síðan er
það sem ég vil nefna andstæðuna við
þessa hópa og það er fólkið sem er í
lífsgæðakapphlaupinu eða kapp-
hlaupi við náungann og vinina um að
vera ekki minni í húseignum, sumar-
bústöðum, utanlandsferðum, hús-
búnaði eða fatnaði.
Að mínu viti er það kannski eitt
stærsta vandamálið sem við búum við
í dag og jafnframt mesta óréttlætið,
hinn mikli munur sem er á tekju- og
eignaskiptingunni í þjóðfélaginu. Það
er hvergi ofmælt að hér búa tvær
þjóðir í einu landi.“
Kvennabyltingin
Tvær þjóðir í einu landi, segir
ráðherrann og á við launalegu
stöðuna. Áður en Jóhanna
Sigurðardóttir hóf afskipti af
stjórnmálum vakti hún athygli sem
skeleggur talsmaður fyrir sitt stéttar-
félag sem þá var nær eingöngu skipað
konum. Hún svarar því til er málið er
reifað, að þar hafi hún haft góða fyrir-
mynd, og á við föðurömmu sína, bar-
áttukonuna Jóhönnu Egilsdóttur.
Amman barðist af hörku fyrir bættum
kjörum kvenna á sínum tíma og Jó-
hanna fetaði í fótspor hennar. Við
snúum okkur að launamálum kvenna
og baráttuaðferðum í dag.
„Mér finnst að ég sjái alvarlega
þverbresti í samstöðu verkalýðs-
hreyfingarinnar í kjarabaráttunni al-
mennt, sem veikir hana meðan vinnu-
veitendur koma fram í samningum
sem einhuga afl. Eg held að veikleika
verkalýðshreyfingarinnar sé tvímæla-
laust að finna í innra skipulagi hreyf-
ingarinnar. Ég tel til dæmis að starfs-
greinasambönd þar sem aðild ætti
fólk á sama vinnustað myndi styrkja
verulega kjarabaráttu kvenna,“ segir
Jóhanna.
„Annars má ef til vill segja að
kjarabarátta kvenna sé á réttri leið og
nokkuð hafi þokast. Umræðan á um-
liðnum árum um launamisrétti kynj-
anna hefur aukist sem er af hinu góða
og konur gera sig jafnt og þétt meira
gildandi í kjarabaráttunni.
Það sem á skortir er breið samstaða
kvenna um að vega að rótum vandans
og þar er ég sannfærð um að konur
geta náð umtalsverðum árangri ef
þær leggja saman. Éger ekki endilega
að boða kvennabyltingu eða að konur
hópist í ein samtök í kjarabaráttunni.
Að vísu ætla ég ekki að neita því að
kvennabylting hefur stundum hvarfl-
að að mér, enda liðin 25 ár frá því að
ég tók fyrst þátt í kjarabaráttunni og
þá fyrir flugfreyjur. Ég lúri meira að
segja á hernaðaráætlun um það
hvernig slík bylting mætti eiga sér
stað. Ég held bara að ég uppljóstri
henni.
Áætlunin byggir á því að konur um
land allt kæmu sér saman um grund-
vallaratriði sem þyrftu að nást fram til
þess að tryggja launajafnrétti kynj-
anna. Þessi grundvallaratriði yrðu
síðan sett fram með eins til tveggja
ára viðvörun eða raunar eins til
tveggja ára verkfallsboðun. Sá tími
yrði meðal annars nýttur til að safna
til „mögru áranna" til dæmis að koma
upp sterkum verkfallssjóði.
Ef viðunandi niðurstaða fengist
ekki í þessum grundvallaratriðum
sem lögð yrðu fram, sem gæti til dæm-
is falist í áætlun um að ná að fullu
fram launajafnrétti kynjanna á 3-5 ár-
um, þá létu allar og ég undirstrika
allar konur af störfum.
Hve lengi? Jú, einn dag fyrir hvert
ár sem liðið er frá því lögum um
launajafnrétti kvenna og karla áttu að
fullu að hafa tekið gildi en það var á
árinu 1966. Það þýðir í dag um 22
daga verkfall. En auðvitað þyrfti ekki
svo langan tíma.
Hjól atvinnulífsins mundu stöðvast
á nokkrum klukkutímum eftir að
konur legðu niður störf svo mikilvæg-
ar eru þær atvinnulífinu þó að það
sjáist sjaldnar en ella á launum þeirra.
Það er kannske ábyrgðarlaust af
ráðherra að tala svona, en eftir að
hafa barist fyrir launajafnrétti kynj-
anna í stéttarfélögum og á Alþingi
meira og minna síðastliðin 25 ár, þá
þarf engan að undra að kvennabylt-
ing hafi komið í hugann.
Sérstaklega þegar önnur hefð-
bundin ráð eða aðgerðir hafa hvergi
nærri dugað og samfelld barátta
kvenna hér á landi fyrir launajafnrétti
sé búin að taka nærri heila öld. Spyrja
má hvort karlarnir hefðu sýnt sömu
þolinmæði við slíkar kringumstæður,
já og það í heila öld.
Það liggur líka ljóst fyrir í hverju
vandinn felst. Launamisrétti kynj-
anna er tvíþætt. í fyrsta lagi er það
staðreynd að hefðbundin kvennastörf
eru vanmetin. I öðru lagi er launamis-
réttið falið í ýmis konar duldum
greiðslum, yfirborgunum og fríðind-
um sem ganga í miklu ríkara mæli til
karla en kvenna. Það sem er athyglis-
vert við þetta er að þessir tveir þættir
virðast vera rót vandans í öllum
starfsgreinum, einkum þar sem konur
eru í meirihluta, skiptir það yfirleitt
ekki máli hvort um er að ræða starfs-
grein þar sem krafist er ákveðinnar
menntunar eða ekki.
Mér hefur fundist vanta að barátt-
an beindist að því að ná til þessara
tveggja þátta og leggja þar áætlanir
sem duga. En hvað er hægt að gera?
Ef konur hafa enn þolinmæði og vilja
ekki byrja á kvennabyltingunni, þá
legg ég til að konur innan verkalýðs-
hreyfingarinnar beiti sér fyrir því að í
næstu kjarasamningum verði samið
um að hrinda af stað skipulegri jafn-
réttisáætlun innan hvers fyrirtækis til
dæmis þriggja eða fimm ára áætlun,
sem bæði taki til launa og stöðuveit-
inga.
Að því loknu verði staðan metin á
nýjan leik. Hafi lítið áunnist þá gæti
verið tímabært að íhuga fyrir alvöru
kvennabyltingu, þar sem konur bind-
ast samtökum og semja sér. Ég veit að
það er neyðarúrræði, en konur hafa
þá verið neyddar til að grípa til slíkra
úrræða, þannig að fleiri bæru þá
ábyrgð en konur á slíkri aðgerð og
ákvörðun.“
Samið við samviskuna
/
stjórnarmyndunarviðræðunum
síðastliðið vor brotnuðu mörg
mál á skerjum sem talsmenn
flokkanna töldu mikilvæg en
urðu að gefa eftir til að ná samkomu-
lagi um þriggja flokka stjórn. Eitt mál
— kaupleiguíbúðirnar — virtist um
tíma ætla að koma í veg fyrir að af
stjórnarmyndun gæti orðið. Síðar
hefur þetta tiltekna mál komið af stað
ólgu í ríkisstjórnarsamstarfinu eftir
málflutningi í fjölmiðlum að dæma.
Framhald bls. 82
11