19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 13

19. júní - 19.06.1988, Page 13
Börn að leik við nýju Grænuborg. DAGVISTUN Saga og þróun dagvistunarmála í Reykjavík ar sem 19. júní er að þessu sinni helgað börnum og málefnum þeirra þá fannst okkur sem að blaðinu stöndum sjálfsagt að veita lesend- um dálitla innsýn í sögu og fram- vindu dagvistarmála í Reykjavík. Þó svo að hér sé tekið mið af höf- uðborginni, þá er ekki verið að draga úr mikilvægi dagvistarmála úti á landsbyggðinni. Þar hefur ekki síður verið unnið ötullega að uppbyggingu í uppeldis- og dag- vistarmálum. Enda er hér um mál- efni að ræða sem óhjákvæmilega snertir velferð og hagsmuni allra barna, hvar svo sem þau búa á landinu. Uppbygging í dagvistunar- málum í Reykjavík hófst með stofnun Barnavinafé- lagsins Sumargjafar árið 1924. Stofnun Sumargjafar átti sér alllangan aðdraganda, sem sprottinn var úr hreyfingu framtakssamra kvenna, er létu velferðarmál reyk- vískra barna til sín taka. I lögum hins nýja félags sagði m.a.: „Tilgangur fé- lagsins er að stuðla að andlegri og líkamlegri heilbrigði og þroska barna í Reykjavík og vernda þau fyrir óholl- um áhrifum." Tilgangi sínum vildi fé- lagið reyna að ná með því að hrinda af stað rannsóknum um hag barna, stuðla að almennri umræðu um upp- eldismál, þá ekki síst í blöðum og Grein Álfhildur Hallgrímsdóttir tímaritum, og að veitt yrðu verðlaun fyrir upplestur, teikningu og handa- vinnu barna. Þá vildi félagið og stuðla að því að komið yrði upp heilbrigðisstöð og starfsaðstöðu fyrir börn, þ.á m. dagheimilum. Fyrsta dagheimilið Sumargjöf hóf rekstur fyrsta dagheimilisins í húsnæði Kenn- araskólans við Laufásveg í júlí 1924. Var það starfrækt tvo mánuði í senn yfir sumartímann. Sumarið 1927 reyndist ekki unnt að fá lengur húsnæði í Kennaraskólanum, var starfsemin því lögð niður um sinn, 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.