19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 14

19. júní - 19.06.1988, Page 14
enda fjárráð félagsins afar naum. í maí árið 1931 hóf félagið byggingu dagheimilisins Grænuborgar. Hafði bærinn látið félaginu í té hluta af Grænuborgartúninu ókeypis og leigulaust. Húsið var fullgert í lok júlí, var þá þegar hafist handa um rekstur dagheimilis, og starfaði það allan ágústmánuð. En bygging og rekstur Grænuborg- ar var einungis áfangi á langri leið, sem beindist að því marki að veita öllum börnum í Reykjavík, sem þess þyrftu með, góða aðhlynningu og ör- uggt uppeldisumhverfi, þá ekki aðeins 2-3 mánuði sumarsins, heldur allan ársins hring. Næsta skref var að hefja undirbún- ing að stofnun dagheimilis í Vestur- bænum. Arið 1936 fékkst leyfi kennslumálaráðherra fyrir húsnæði í Stýrimannaskólanum við Öldugötu, og var hið fyrsta dagheimili í Vestur- bænum starfrækt þar um sumarið. Á því sama ári veitti bæjarráð félaginu umráðarétt yfir svonefndum Grund- arbletti við Kaplaskjólsveg. Snemma ársins 1937 hófst bygging húss á lóð- inni, og var henni lokið um sumarið. Var þá hafinn rekstur dagheimilis í eigin húsnæði Sumargjafar, sem hlaut nafnið Vesturborg. Sú nýbreytni var tekin þar upp haustið 1938 að starf- rækt var vetrarheimili fyrir börn. Annars vegar var rekið dagheimili, þar sem börnin dvöldu daglangt alla virka daga. Hins vegar var starfrækt vistheimili fyrir börn, sem dvöldu þar allan sólarhringinn og sá heimilið þeim fyrir öllum nauðþurftum. Aukin þörf / Arið 1940 var þörfin fyrir aukna starfsemi dagheimila orðin svo brýn að leitað var eftir húsrými í Málleysingja- skólanum að Laugavegi 108. Fékkst 14 það endurgjaldslaust, og var dag- heimili starfrækt þar unt sumarið undir nafninu Austurborg. Á þessu ári höfðu styrkveitingar frá ríki og borg hækkað nokkuð og jók það möguleika félagsins til nýrra fram- kvæmda. Síðla sama árs fékk félagið vilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir starf- rækslu vetrardagheimilis að Amt- mannsstíg 1. Pegar húsnæði þetta var fengið, var ráðist í að stofna þar bæði dagheimili og leikskóla. En rekstur- inn á Amtmannsstíg stóð aðeins yfir í eitt starfsár. Sumarið 1941 þótti ekki fært, af hernaðarástæðum og vegna brott- flutnings barna úr Reykjavík, að starfrækja sumarheimilin í Vestur- borg og Grænuborg. í stað þess tók Sumargjöf að sér umsjón og stjórn ■ tveggja dagheimila utan Reykjavík- ur, á Hvanneyri og Reykholti í Borg- arfirði. Hins vegar var ákveðið að starfrækja vöggustofu í Vesturborg þetta sumar og var það nýr þáttur í starfsemi félagsins. Haustið 1941 hóf félagið að starf- rækja Tjarnarborg. Flutti starfsemin sem verið hafði á Amtmannsstíg þangað og einnig vöggustofan, sem áður hafði verið í Vesturborg. í janúarmánuði 1943 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur 80 þúsund króna fjárveitingu til stofnunar dag- heimilis í Austurbænum. Pessi upp- hæð hrökk þó skammt til, en mála- lyktir urðu þær að bærinn keypti tvö hús á horni Eiríksgötu og Hringbraut- ar (þar sem nú er Fæðingarheimili Reykjavíkur) og samþykkti að lána Sumargjöf þau til reksturs barna- heimila. Voru húsin nefnd Suður- borg. Upp frá þessu keypti eða byggði Reykjavíkurborg flest ný dagvistarheimili, en fól Sumargjöf starfrækslu þeirra fram til ársins 1978, en þá yfirtók borgin allan reksturinn. Til marks um það hve uppbygging dagvistunarþjónustu á vegum Sumar- gjafar óx með árunum má nefna að á 25 ára afmæli félagsins, árið 1949, voru starfrækt á vegum þess 3 barna- heimili allan ársins hring og að auki 3 sumarheimili. Á 50 ára afmæli félags- ins, árið 1974, voru rekin á vegum þess alls 30 barnaheimili, 14 leikskól- ar, 13 dagheimili og 3 skóladagheim- ili. Rúmuðu þessar stofnanir þá sam- tals 2.212 börn á aldrinum 3ja mánaða til 12 ára. Pá var og Fóstruskólinn rekinn undir stjórn Sumargjafar frá stofnun hans árið 1946, þar til hann var gerður að ríkisskóla árið 1973. Lög og ákvæöi um dagvistunarmál: yrstu lög um dagvistarheimili voru samþykkt á Alþingi árið 1973, reglugerð nr. 128/1974. Par er kveðið á um að ríkið leggi fram fé, samkvæmt fjárveitingu hverju sinni, til að reisa dagvistar- heimili, en sveitarfélög leggi fram helming til stofnkostnaðar. Rekstur heimilanna sé kostaður að meirihluta af viðkomandi sveitarfélögum á móti framlagi ríkisins. Breyting var gerð á lögunum árið 1976, þannig að ríkið hætti að taka þátt í rekstri dagvistar- heimila og færðist hann yfir á sveitar- félögin til móts við greiðsluhlutfall notenda. Samkvæmt ákvæðum nú- gildandi laga skiptist stofnkostnaður að jöfnu milli sveitarfélaga og ríkis. Sveitarfélög greiða rekstrarkostnað dagheimila og skóladagheimila allt að 60% og leikskóia allt að 40%. Hinn hlutann greiða notendur. Greiðslu- hlutfall sveitarfélaga hefur í reynd farið hækkandi. Greiddi Reykjavík- urborg t.d. árið 1986 um 76% rekstr- arkostnaðar dagheimila og 56% af rekstri leikskóla. Breytingar á stjórnkerfi borgarinn- ar, sem borgarstjórn samþykkti í des- ember 1984, fólu í sér breytingu á stjórn dagvistunarmála Reykjavíkur- borgar, þannig að eftir borgarstjórn- arkosningarnar 1986 hefur sérstök nefnd, kjörin af borgarstjórn, farið með þennan málaflokk. Fram að þeim tíma fór Félagsmálaráð og und- irnefnd þess með stjórn dagvista. Meginmarkmið í starfi dagvistar- heimila Reykjavíkurborgar eru í sam- ræmi við uppeldisáætlun mennta- málaráðuneytisins varðandi dagvist- arheimili og lög um byggingu og rekstur dagvistarheimila nr. 112/1976, en þar segir í 1. gr.: „Markmið með starfsemi dagvistarheimila er að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu Grænaborg var fullgerð í lok júlí 1913 og tók þar til starfa dagheimili. Fyrstu árin voru dagheimili Sumargjafar aöeins starfrækt á sumrin.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.