19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 18
Hvað stendur til boða? vað er til ráða hjá giftu barnafólki sem vinnur úti allan daginn eða þeim sem eru í sambúð? Að vísu er fólki sem þannig er ástatt fyrir ætluð 10% af því rými sem dagheimilin hafa yfir að ráða, en vegna þess hversu erfiðlega hefur gengið að manna allar stöður á dagheimilunum hefur þurft að grípa til þess ráðs að bjóða væntan- legum starfsmönnum þau rými, sem giftu fólki eru ætluð, fyrir börn sín og þannig hefur tekist að fá fólk í vinnu og um leið gæslu fyrir allt að tíu börn — en jafnframt glatar gift fólk tæki- færinu til að hafa börn sín í umsjá fagfólks á vel búnum stofnunum á meðan það vinnur. Það sem sagt er í þessari grein um gifta foreldra á að sjálfsögðu jafnt við um foreldra í sam- búð. Reyndar eru ekki mörg ár síðan þessi pláss fyrir börn giftra foreldra komu til á dagheimilum, þannig að gift fólk hefur í raun aldrei getað treyst á dagheimili fyrir börn sín. Aðrar lausnir hafa þurft að koma til og flestar eru þær kostnaðarsamari en þær sem bæjarfélögin bjóða, þ.e. vist á dagheimilum eða leikskólum. Það er eins og gengið sé út frá því vísu að allt gift fólk sé vel efnað og muni ekki um að greiða háar upphæðir fyrir gæslu á börnum sínum, sem að sjálf- sögðu er ekki rétt og nægir þar sem dæmi að nefna hjón sem bæði eru op- inberir starfsmenn, t.d. hjúkrunar- kona og barnaskólakennari. En lítum á þá kosti sem giftu fólki stendur til boða. Um dagmömmur er fjallað annars staðar í blaðinu þannig að hér verður ekki rætt nánar um þá lausn, en þó drepið aðeins á ókosti sem for- eldrar hafa fundið á „dagmömmu- lausninni." Frá foreldrum hefur heyrst óánægjutónn yfir því að vita yfirleitt lítið sem ekkert um það sem fram fer hjá dagmömmum yfir daginn. Vegna þess hve skorturinn á gæslu er mikill þá þorir fólk oft ekki að kvarta ef því finnst eitthvað að — til að styggja engan og eiga ekki á hættu að missa plássið þar með. Óöryggið er annar ókostur sem fólk sér við dag- mömmulausnina. Verði dagmamma veik, þá er enginn sem getur hlaupið í skarðið og tekið börnin þar til henni batnar. Þetta atriði hlýtur að vera jafn erfitt fyrir dagmömmuna og foreldr- ana, svo ekki sé minnst á atriði eins og læknisferðir dagmömmunnar og ann- að álíka sem hún þarf að sinna. 18 Dagmömmur Bent hefur verið á fyrirkomu- lag dagmæðraþjónustu í Danmörku sem íslendingar gætu tekið sér til fyrirmynd- ar. Þar er dagmæðrum skipt í hópa eftir hverfum og eru þá kannski fimm í hóp. Dagmömmurnar hittast alltað einu sinni í viku með börnin, á rólu- velli á sumrin en heima hjá einhverri á veturna. Þetta hefur tvo góða kosti í för með sér, annars vegar hitta börnin og kynnast öðrum börnum en þeim sem þau eru með dags daglega og hins vegar kynnast þau hinum dagmæðr- unum, sem er mjög mikilvægt því ef einhver þeirra veikist þá skiptast börnin sem eru hjá henni á milli hinna dagmæðranna. Þetta er ekki erfitt fyrir börnin því þau þekkja bæði hin börnin og dagmömmuna. Litið er á starf dagmæðra þar í landi sem atvinnu, en ekki aukagetu fyrir heimilið eins og viljað hefur brenna við hér á landi, og þess krafist að þær fari á námskeið í uppeldisfræðum áður en þær fá „atvinnuleyfi". Hér aftur á móti, eru ekki gerðar mjög strangar kröfur til undirbúnings- menntunar dagmæðra. í Danmörku er eftirlitið með starfsemi dagmæðra mun strangara en hér. Þar er ætlast til að þær hafi ákveðið af leikföngum á heimilinu, að þær föndri með börnun- um og syngi með þeim. U.þ.b. einu sinni í viku kemur eftirlitsmaður í heimsókn, alls óundirbúið og getur verið á hvaða tíma sem er. Foreldrar geta því verið nokkuð öruggir um að vel sé hugsað um börn þeirra á meðan þau vinna og segja má að nágrannar okkar, Norðurlandabúar, hafi gert sér betri grein fyrir því en við að vel þarf að búa að fyrstu gerð, því í Sví- þjóð er verið að endurskipuleggja Umsjón: Bryndís Kristjánsdóttir kennslu 6 ára barna þar sem leggja á áherslu á að borga kennurum þeirra há laun til að fá sem hæfast fólk — hér virðist þróunin aftur á móti vera öfug. Dagafi og amma Ein mjög góð lausn er til á gæsluvandamáli barna giftra foreldra — og auðvitað einn- ig allra annarra barna, en það er að fá „afa og ömmu“ til að passa þau. Einn lítill þriggja ára gutti er í pössun hjá eldri hjónum í Hlíðunum sem auglýstu í DV að þau óskuðu eftir börnurn í gæslu. Þetta voru hjón komin á eftirlauna- aldur sem þykir gaman að börnum, auk þess sem þau gátu vel notað dálít- inn pening í viðbót við ellilaunin, en það kostar það sama að hafa börn í gæslu hjá „afa og ömmu" og að hafa þau hjá dagmömmu. Þessi þriggja ára strákur á sjálfur ekki nema einn afa og eina ömmu, sem bæði vinna úti og eru enn nokkuð ung. Hann hafði því ekki kynnst „ekta" afa og ömmu sem hafa tíma til að tala við hann og hlusta, lesa og leika, nema að tak- mörkuðu leyti. Hann lífgar síðan upp á heimilishaldið hjá gömlu hjónunum og fer með afa í göngutúr. Á hverjum degi fer amma eða afi með hann á gæsluvöll þannig að þar hittir hann önnur börn og gömlu hjónin fá hvíld smástund. Eldra fólk notar oft önnur orð yfir hlutina en yngra fólk, auk þess sem það leggur oft meiri áherslu á kurteisi og góða siði en yngra fólk og þannig er því einmitt varið á heimilinu sem sá þriggja ára er á. Hann kallar „stelp- ur“ yfirleitt „stúlkur" og segir — næstum alltaf — „takk fyrir" og „af- sakið" ef hann t.d. ropar, þvær sér alltaf um hendurnar áður en hann borðar og kemur heim af róló. Strák- urinn er nokkuð mikill fyrir sér og læti í honum, en gömlu hjónin eru róleg og gefa honum tíma þannig að á þeim tíma sem hann hefur verið hjá þeim þá hefur hann róast mikið. Athygli fær hann mikla og fræðslu, því á þriggja ára aldrinum spyrja þau „af hverju" að meðaltali 50 sinnum á dag, en afi og amma hafa þolinmæði til að svara öllum spurningum og eru meira að segja búin að kenna honum tíu bókstafi. En það sem mest er um vert er að þeim þykir öllum vænt um hvert annað og strákurinn fær þarna hlý líkamleg tengsl, því hann situr mikið í fanginu á afa og ömrnu og faðmar þau og kjassar og þau á móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.