19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 20

19. júní - 19.06.1988, Page 20
Aðstoð við barnauppeldið í heimahúsum Hér á árum áöur var mjög al- gengt að hafa stúlkur á heimilum sem aðstoðuðu við heimilisstörfin og hjálp- uðu til við að gæta barnanna. Nú er þetta langt í frá að vera algengt og þeim sem tekst að fá þannig hjálp telja sig sérlega heppna, því að þá þarf ekki að fara með börnin í gæslu út fyrir heimili sitt og þau losna við það rót sem því fylgir. Kostnaðurinn er þó töluverður, þannig að tekjur heimilisins þurfa að vera nokkuð miklar til að hægt sé að ráða til sín heimilishjálp. Þó þarf að hafa í huga hversu mörg börn er um að ræða, því að ef borga þarf fyrir fleiri en eitt barn hjá dagmömmu úti í bæ má segja að þetta sé ekki dýrt til samanburðar. 19. júní leitaði til tveggja fjöl- skyldna sem hafa konu á heimilinu, sem hefur aðallega það hlutverk að sinna börnum. Mæðurnar áheimilun- um voru ákaflega ánægðar með þessa hjálp og lögðu áherslu á að konurnar hefðu verið ráðnar til að hjálpa við barnauppeldið þótt þær sinntu einnig léttum heimilisstörfum. Launin sem konurnar fá eru um 20.000 krónur fyrir hálfan daginn. Önnur fjölskyldan hafði verið með börnin hjá dagmömmu áður, en aug- lýsti síðan eftir konu til að koma heim. Hún fékk þrjár umsóknir og réð eina þeirra sem sótti um. Síðan eru liðin fimm ár og enn er þessi kona á heimilinu. Hún sér um að gefa börn- unum að borða í hádeginu og koma þeim í skólann, en það minnsta er í leikskóla hálfan daginn. Á báðum heimilunum voru kon- urnar sammála um það að þessi lausn hefði ekkert nema kosti og önnur sagði að sér fyndist þetta besta lausn- in þar sem báðir foreldrar vinna úti, auk þess sem „konan“ þeirra væri besti félaginn sem börnin ættu. Börn í gæslu á nokkrum stööum, hjá mismunandi fólki Stundum stendur fólk uppi með þá einu lausn að setja börnin í gæslu á nokkra staði og hjá mismunandi aðilum. Þetta er sjaldnast góð lausn og aldrei til lengd- 20 ar, því allir foreldrar kannast við það hversu leiðinleg áhrif það hefur á börn að vera mikið að breyta þeirra daglega mynstri. En stundum er þetta eina leiðin til að fólk geti unnið úti. Þá er barnið kannski í gæslu hjá frænku sinni eða ömmu tvo eða þrjá morgna í viku, hjá hinni ömmunni hina morgn- ana og hjá þriðja aðila á daginn. Flest börn sem eru á leikskólum fara annað í gæslu þegar leikskólatímanum lýk- ur, enda þykir Iöngu sannað að leik- skólar sem gæslustofnun séu orðnir úreltir. Flestir foreldrar þurfa á lengri gæslu að halda fyrir börn sín en þær 4 stundir sem lengst af var veitt á leik- skólunum, þannig að auðséð er að taka þarf starfsemina til endurskoð- unar. Aftur á móti eru allir ánægðir sem loksins fá pláss fyrir börnin á leikskólum, því tíminn þar er auðvit- að betri en enginn. í það minnsta voru allir ánægðir að fá þar pláss með- an faglært fólk sá um börnin, en nú er aftur á móti farið að bera á nokkurri óánægju yfir því að þessar stofnanir séu starfræktar með ófaglærðu fólki. Eins og fyrr segir þykir það ekki góður kostur að þurfa að þeytast með börnin í gæslu á marga staði, en stundum er hægt að koma „stunda- töflu“ heimilismanna þannig fyrir að alltaf sé einhver þeirra til staðar til að gæta yngsta fjölskyldumeðlimsins. Þetta krefst auðvitað nokkurrar fórn- ar á tíma heimilismanna — sérstak- lega finnst unglingum stundum að þeir séu að færa stóra fórn — en þetta getur verið mjög góð lausn og ódýr, auk þess sem barnið er þá alltaf heima hjá sér. Gæsla lítils sex ára stráks í Vestur- bænum fer fram á eftirfarandi hátt: Á mánudags- og þriðjudagsmorgna er hann heima hjá stóra bróður sem er í menntaskóla og mætir ekki í skóla fyrr en eftir hádegi. Síðan fer hann í pössun hjá afa og ömmu á morgnana það sem eftir er vikunnar — því að stóri bróðir þarf visst frelsi líka og tíma til að læra. Litli snáðinn er í skól- anum frá kl. 13-16 alla daga vikunnar nema einn. Stóra systir hans er þá ævinlega komin heim og tekur á móti honum, nema þennan eina dag þegar skólanum lýkur kl. 14.30. Pá kemur afi og sækir hann og þannig gengur dæmið upp í einn vetur, en síðan þarf fjölskyldan að finna aðra lausn á sumri komanda og enn aðra næsta vetur. Skyldi þetta ekki vera nokkuð dæmigert? Au-pair stúlkur Kostirnir eru yfirgnæfandi,“ sagði kona í Reykjavík þegar hún var spurð um kosti og galla þess að hafa au-pair stúlku á heimilinu sem sér um að gæta barnanna. Á heimilinu er hún með unga stúlku frá Færeyjum sem hún borgar 11.000 krónur á mánuði fyrir að gæta 2 barna, 5 ára og 1 árs, auk þess sem hún annast létt húsverk. Auk mánað- arlaunanna voru íslenskutímar greidd- ir fyrir stúlkuna og flugfar fram og til baka. „Við erum einstaklega heppin með stúlku. Okkur semur öllum vel og hún er mjög góð við börnin. Það er góð tilfinning að geta farið í vinnuna á morgnana og allir eru hressir og kátir, en ekki grátandi eins og eldri dóttir mín var oft þegar hún var hjá dag- mömmu þegar hún var lítil þannig að maður var í rusli hálfan daginn yfir því að skilja hana eftir. Og svo er líka gott að koma heim úr vinnunni, þegar allt er þrifalegt og fínt,“ segir viðmæl- andi okkar. Hún segist hafa auglýst tvisvar eftir au-pair stúlku í færeysku blaði, en að það hafi engan árangur borið. Einnig auglýsti hún í dagblaði í Árósum í Danmörku og fékk fjöl- mörg svör, en svo í gegnum kunnings- skap komst hún í kynni við færeyska stúlku sem vildi koma til hennar og vera í 9 mánuði. En hvers vegna eru færeyskar au-pair svona eftirsóttar? „Það er vegna þess að þær eru svo fljótar að komast inn í málið og „mín“ sagði mér að blöðin í Færeyjum væru full af auglýsingum þar sem óskað er eftir au-pair til Islands. Mér fannst skipta miklu máli fyrir mig að fá stúlku sem gæti talað íslensku vegna þess að eldri dóttir mín var á leikskóla hjá Ananda Marga og þar er mikið um útlent starfsfólk vegna þess að annað starfsfólk fæst ekki og ég vildi ekki þreyta hana meira á útlenskunni með því að útlenska væri líka töluð heima, en að öðru leyti var bæði hún og við ánægð með leikskóla Ananda Marga." Au-pair stúlkum á íslenskum heim- ilum er tekið eins og einum heimilis- manni. Þær borða með hinum — sem tíðkast alls ekki alls staðar í heimin- um — horfa á sjónvarpið með heimil- isfólkinu, en hafa sitt eigið herbergi þar sem þær geta verið í friði þegar þær vilja. Viðmælandi okkar sagði að sér fyndist skipta máli að strax í upp- hafi væru settar samskiptareglur þar

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.