19. júní - 19.06.1988, Síða 26
DAGURI
DAGMÖMMUSKÓLA
Bíp-bfp-bíp!! Vekjaraklukkan
mín tilkynnir með háværu
pípi að það sé kominn dagur
þó enn sé niðamyrkur úti
fyrir. Reyndar hefur 8 mánaða dóttir
mín verið að reyna að segja mér það
sama í um hálfa klukkustund. Það er
febrúar og 10 stiga frost og ég þakka
mínum sæla fyrir að atvinna mín
krefst þess ekki að ég þurfi að rjúka út
í kuldann og myrkrið og skilja barnið
eftir hjá dagmömmu. Ég er nefnilega
dagmamma sjálf og þó starfið sé
fremur illa launað þá hefur það ótví-
ræða kosti, eins og þennan.
Stundvíslega klukkan 8.30 hringir
dyrabjallan og úti er 3 ára gutti í fylgd
mömmu sinnar. Hún drífur hann úr
útifötunum, vinkar bless og er horfin
til vinnu sinnar. Guttinn heitir Erik
og átti einu sinni heima í útlöndum.
„Þar eru eiturslöngur" tilkynnir hann
mér í hvert sinn sem hann teiknar
myndir. Og á myndunum eru að sjálf-
sögðu langar og hlykkjóttar slöngur,
ásamt með öðru fleiru. „Núna er ég í
dagmömmuskólanum," segir Erik
þegar hann sest við eldhúsborðið og
fylgist með mér Ijúka morgunverkun-
um. Ég flýti mér að samsinna, því
Stóra systir er nefnilega í alvöru ieik-
skóla og ekki getur Erik verið minni
maður en hún.
Aftur glymur dyrabjallan, Svanur 4
ára er kominn, pabbi er kominn út á
horn og vinkar þaðan. „Það er svooo
kalt og það er ennþá nóttin úti“ segir
stráksi og bætir svo við hálfbiðjandi:
„Við skulum ekkert neitt fara á
róló?“ „Nei, ekki í dag“ svara ég og
flysja hann úr snjóbuxum, úlpu, trefli
og húfu. „Bara þegar sólin kemur“
segir hann feginn og svo tekur hann
26
ásamt Erik á sprett inn í dótaherberg-
ið, en þar mega þeir rusla til af hjart-
ans lyst.
Það er að segja, svo framarlega sem
þeir aðstoða mig við að moka af gólf-
inu upp í kassana áður en mömmurn-
ar koma um hálftvöleytið. Það getur
að vísu kostað nokkrar fortölur en
oftast dugir að veifa litlum súkkulaði-
kökum og lofa verðlaunum fyrir dug-
lega stráka.
Kassar og kartöflur
Góða stund dunda þeir sér
með leikföngin og ég heyri
að Svanur skipar Erik að
loka á sig „húsinu", stórum
pappakassa, og svo kíkir Erik á glugg-
ann sem er teiknaður á hliðina. Svo
byggja þeir stóra strompa úr kubbun-
um og keyra þá svo niður með bílun-
um sínum með svo miklum gaura-
gangi að hávaðinn gæti vakið upp
dauða. Um tíuleytið koma þeir fram
og fylgjast með því þegar ég dúða
Katrínu, dóttur mína, ofan í vagninn
fyrir morgunlúrinn. „Hann vill vera
týndur" segir Svanur alvarlegur þegar
ekki sést lengur í barnið bak við sæng-
ur og teppi. Svo ýta þeir vagninum í
sameiningu út á pall og skella aftur
hurðinni á eftir.
„Hún“ leiðrétti ég Svan, sem end-
urtekur með áherslu um leið:
„HÚN“. ,,Ég er soldið leiður“ til-
kynnir Erik án þess að meina það. Og
ég svara, ekki í fyrsta sinn: „Þú þarft
ekki að segja að þú sért leiður. Segðu
bara: — mig langar í sögu“
botnar hann. „Alveg rétt og finnum
nú bók“ segi ég. „VEI!“ góla þeir
báðir eins og ég lesi ekki sögu fyrir þá
hvern einasta dag. Smástund er deilt
um hvort lesa eigi Herrasögu eða
Smjattarasögu í dag en fljótlega sætt-
ast þeir á eina af þeim síðarnefndu,
söguna um Jónu jarðarber sem teikn-
aði mynd af Kalla kartöflu.
Reyndar kunna þeir söguna orðið
utanbókar og það eina sem ég fæ að
gera er að fletta og samsinna þegar
þeir útskýra óðamála hvað er að ger-
ast á myndunum. Þegar sagan er búin
fá þeir liti og blöð og teikna sjálfir
kartöflur í tonnatali. Svo eru lista-
verkin fest upp á vegg, sem er vel
skreyttur fyrir með myndum af for-
eldrum, systkinum og að sjálfsögðu
eiturslöngum.
„Ég gleymdi alveg Óla prik, gvu-
minnalmáttugurekkieinastaorð“ seg-
ir Svanur í einni bunu og bætir Óla í
snarhasti á blaðið. „Aldeilishissa"
segir Erik og teiknar líka einn Óla
fyrir ofan kartöflusekkina sína.
Bara boröikartöflur
Því næst „trölla" þeir svolitla
stund með marglitu trölladeigi
og ég fer að undirbúa hádegis-
matinn. Erik kemur fram í
eldhús og fylgist með mér setja kart-
öflur í pott. „Þetta eru sko ekki Kallar
kartöflur, þetta eru bara borðikar-
töflur" segir hann ákveðinn. „Syngj-
um núna köngulóna" segir hann svo
þegar ýsan er komin í pott og farin að
sjóða. Við syngjum um Palla litla
könguló nokkrum sinnum þar til
hann er búinn að fá nóg og tilkynnir:
„Ekki meira.“
Hann situr þarna hugsandi og fylg-
ist með mér stússast yfir pottunum.