19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 27

19. júní - 19.06.1988, Side 27
Vilborg dagmamma á róló með Katrínu dóttur sína og fóstursynina sem nú eru orðnir fjórir. Frá vinstri: Svanur 4 ára, Erik 3 ára, Már og Magni báðir 2 ára. Allt í einu segir hann og bendir á kjól- inn minn: „Þegar ég verð stelpa ætla ég að fá mér kjól!“ Til að forðast flóknar röksemdafærslur samþykki ég framtíðaráætlanir hans og set mat- inn á borðið. Og sjá: 8 mánaða stelpa og tveir litlir snáðar sporðrenna tveimur ýsu- flökum og nokkrum borðikartöflum án þess að depla auga og það er ekk- ert eftir handa mér. „Dagmamma, þú verður bara að borða brauð“ segir Svanur og skellihlær. „Við erum SVO duglegir að borða!“ Og það er svo sannarlega rétt hjá honum. Börnin og yfirvaldið Af þeim rúmu 8000 krónum sem ég fæ greitt fyrir hvorn dreng (fyrir 5 tíma gæslu á dag) á mánuði er ætlast til að ég noti 110 kr. fyrir hvorn í heitan mat daglega. Stundum nægir það, stund- um ekki. Með samþykki foreldranna hef ég stundum grauta til að minnka útgjöldin og þannig sleppur þetta. Til þess að sækja um leyfi til starfs- ins hjá Dagvistarstofnun þarf að leggja fram læknisvottorð, hreint sakavottorð og meðmæli síðasta at- vinnurekanda, auk útfyllts umsókn- areyðublaðs þar sem heimilis- og hús- næðisaðstæðum er lýst. Síðan kemur ein umsjónarfóstra stofnunarinnar á staðinn og kannar aðstæður. Séu þær fullnægjandi, þ.e. að húsnæði, leik- fangakostur og útivistaraðstaða séu til staðar má búast við að leyfið sé fljótlega veitt af barnaverndarnefnd. Laun eru ákvörðuð samkvæmt gjaldskrá dagmæðra sem er miðuð við Sóknartaxta og tekur mið af menntun Grein: Vilborg Davíösdóttir og starfsreynslu við uppeldisstörf. Boðið er upp á regluleg námskeið og í orði kveðnu eiga umsjónarfóstur að fylgjast með að dagmæður sinni störf- um sínum af vandvirkni. „I orði kveðnu" segi ég vegna þess að umsjónarfóstrurnar eru alltof fáar og geta engan veginn fylgst með sem skyldi. Afleiðingarnar eru þær að sí- fellt heyrast sögur um lélegar dag- mæður sem hrúga alltof mörgum börnum í alltof lítið húsnæði og sumar stilla þeim jafnvel upp fyrir framan sjónvarp og stinga spólum í vídeóið til að hafa ofan af fyrir þeim. Umsjónarfóstrur sem ég hef rætt við viðurkenna vandann en benda á að ekki fæst nægilegt fjármagn til að ráða fleira fólk til að starfa á vegum Dagvistar. I Reykjavík einni eru starfandi um 360 dagmæður, og þær gæta 1400 barna. Það eru jafnmörg börn og eru nú á leikskólum borgar- innar. Stöður umsjónarfóstra eru hins vegar aðeins 3,75. Á meðan borgin getur ekki séð öll- um börnum fyrir dag- eða leikskóla- rými ber henni beinlínis skylda til að bæta hér úr án tafar. 27

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.