19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 44

19. júní - 19.06.1988, Side 44
vandamál skólastarfsins, sem eru flótti úr kennarastétt, tvísetning skóla vegna barnafjölda, skortur á kennslu- gögnum og rekstrarfé. Þaö vorar Undanfarna mánuöi má sjá skýr merki þess að stjórn- málamenn og kennarar skynji þörfina á samræmd- um vinnudegi barna og foreldra og á því að metta betur námsgleði barna, getu og framtakssemi. Kvennalistinn hefur nýlega lagt fram frumvarp til laga um breytingu á Skólastarf í Kópavogi Eg hef frá síðustu bæjarstjórn- arkosningum setið í skóla- nefnd Kópavogs sem hefur umsjón með starfi sex grunn- skóla í bænum. I málefnasamningi meirihluta bæjarstjórnar segir svo um skólamál: „I grunnskólum bæjarins verði lögð áhersla á námsver, skóla- nesti og samfelldan skóladag, svo að nemendur geti lokið starfsdegi sínum í skólanum. Starfsliði skólanna verði tryggð góð vinnuaðstaða.“ Um yngstu skólabörnin segir: „Afram verði yngstu börnunum tryggð viðvera í grunnskólum hálfan Athvarf í Kópavogsskóla: Ekki bið heldur leikur og starf. grunnskólalögunum, þar sem gert er ráð fyrir fræðsluskyldu frá sex ára aldri og verulega lengdum námstíma 6-10 ára barna. Samkvæmt frumvarp- inu fengju sex og sjö ára börn þrjátíu kennslustundir á viku eða sex stundir daglega, átta og níu ára börn fengju 32 stundir á viku og tíu ára börn 35 vikustundir. Þá er gert ráð fyrir, að nemendur geti dvalist í umsjá kenn- ara eða annarra með uppeldismennt- un í skólanum utan kennslustunda þ.e. frá kl. 8-9 að morgni, í hádegi og kl. 15-17 síðdegis. Frumvarpið er þarft og vel unnið. Kennarasamband íslands gaf í fyrra út ritið Skólastefna, sem ber þess merki að kennarar vilja gegna lykilhlutverki í þróun skólastarfs og hafa frumkvæði í þeim efnum. Kenn- arasambandið leggur áherslu á að stóraukið uppeldishlutverk skólanna er ein mesta breytingin sem orðið hef- ur á starfsgrundvelli þeirra hin síðari ár, en að skapa þurfi aðstæður og ætla tíma til að sinna þeim. Kennarar ítreka líka nauðsyn þess að skóladag- ur nemenda sé samfelldur og lengri en nú er hjá yngstu nemendum. 44 daginn þar sem því verður við komið og reynt að tengja skólatíma sem best vinnutíma foreldra“. Skólanefndarmenn hafa allir verið samtaka um að vinna að þessum mál- um með bæjaryfirvöldum og skóla- stjórum. Á tveim árum hefur þetta áunnist: 1. Skóladagur er nú samfelldur í öllum yngri árgöngunum og að mestu í þeim eldri. 2. Skólanefnd ákvað að hafa frum- kvæði að bættum fæðuvenjum barna í skólunum. Þar eru seldir hreinir ávaxtasafar og mjólkurdrykkir og dreift á nestistímum. Yngri börnin hafa með sér smurt brauð. 3. Matarþjónusta er í skólum bæj- arins í hádeginu. Matmæður fram- reiða súpu, heita drykki og smurt brauð og selja ávexti. Maturinn er einkum ætlaður þeim börnum er dvelja fram yfir hádegið í skólanum. Aðstaða í skólunum er misjafnlega góð fyrir þessa starfsemi og þarf að bæta. 4. Foreldrum er boðin gæsla fyrir sex, sjö og átta ára börn þannig að skólavistin nái fjórum og hálfum tíma hvort sem börnin eru fyrir eða eftir hádegi í skólanum. Oftast eru börnin í sinni stofu í umsjá kennara og lögð er áhersla á, að til þessara starfa velj- ist kennarar. Laun starfsmanna eru greidd af bæjarfélaginu, en foreldrar greiða síðan fyrir þessa þjónustu. Þessum tíma er ekki ætlað að vera bið eftir kennslu, heldur fer þarna fram skapandi starf og fræðsla. Það sem áunnist hefur, er aðeins skref í áttina að yfirlýstum markmið- um, en stefnan hefur verið tekin og þróunin hafin. Framtíðarskólinn vernig getur starf framtíðar- skólans orðið á Islandi nú- tímans? Ég tel að við eigum að stefna að sex klukkustunda samfelldri skólavist frá sex ára aldri. Skólaveran á að byggjast á mun meiri fræðslu en nú tíðkast en engan veginn á henni eingöngu. Ætla þarf tíma til útiveru og til að matast og gera þarf ráð fyrir, að sum börn sæki t.d. tónlistarskóla. Það sem nú flokkast undir heima- nám verður unnið í skólanum og jafn- ar það að sjálfsögðu aðstöðu barna og bætir kennsluhætti. Þá skapast einnig möguleiki fyrir kennara að vinna all- an starfsdag sinn í skólanum og losna að mestu við heimavinnu. Skilyrðin fyrir auknu skólastarfi eru að sjálfsögðu mörg og ströng. Þröngt er í mörgum skólum í þéttbýl- inu og þeir tvísetnir. Þó hyllir undir að sumir skólar verði einsetnir vegna fækkunar barna, og þá er strax lag til aukinnar skólavistar. Annars staðar þarf að stækka skólahúsnæði. I framtíðinni er gert ráð fyrir auknu hlutverki bæjarfélaga í rekstri skóla. Skólamál geta því þróast á misjafnan hátt þeirra á milli. Það er til umhugs- unar hvort skólastarf muni ekki í vax- andi mæli hafa áhrif á búsetu fólks. Ég fullyrði að þau sem nú starfa að bæjar- og skólamálum og ákveða að bjóða aukna skólavist fyrir öll yngstu börnin muni verða talin til brautryðj- enda í skólamálum og skólar þeirra til fyrirmyndarskóla. Ég tel vafalaust að þau bæjarfélög, sem hefja rekstur framtíðarskólans muni verða talin öðrum eftirsóknar- verðari til búsetu. Munum að vandamál dagsins geta reynst hvalreki morgundagsins ef lausn þeirra leiðir til þróunar og fram- fara.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.