19. júní


19. júní - 19.06.1988, Síða 67

19. júní - 19.06.1988, Síða 67
Er sjónvarpið hlutlaus spegill veruleikans? Hlutlaus spegill veruleikans / fjölmiðlakönnun sem gerð var á vegum Félagsvísindadeildar Há- skóla íslands vorið 1987 kom í ljós að 95 prósent spurðra töldu að góður fréttamiðill ætti að skilja kjarnann frá hisminu í atburðum dagsins. I þessari sömu könnun kom í ljós að 84 prósent spurðra töldu að fjölmiðlar sköpuðu heimsmynd okk- ar og 64 prósent spurðra voru þeirrar skoðunar að góður fréttamiðill væri hlutlaus spegill veruleikans. Hlutlaus spegill veruleikans er setning sem er vert að staldra við, og í framhaldi af því er ekki úr vegi að spyrja sig hvaða veruleika sé verið að tala um. Ef horft er gagnrýnum augum á sjónvarpsfréttir, sem meiri hluti fólks trúir að sé hlutlaus spegill veruleik- ans, þá kemur í ljós að í þessum heimi sjónvarpsfrétta eru konur harla fá- séðar og er helst að finna konur á sjúkrahúsum og dagvistarstofnunum og þessir geirfuglar samfélagsins eru stöðugt nöldrandi út af launum. Börn eru nánast óþekkt fyrirbæri, gamalt fólk sömuleiðis. Karlmenn eru greini- lega ekki í útrýmingarhættu og sér- staklega gildir það um karlmenn í grá- um fötum með bindi. Sjávarútvegur er það sem líf karlanna í gráu fötun- um snýst um og blandast við hann slys og óáran ýmis konar. Hlutur kvenna í sjónvarpsfréttum Yfirskrift þessarar greinar um fjölmiðla er bein skírskotun til rannsóknar sem ég gerði nýverið og leiddi í ljós að hlutur kvenna í fjölmiðlum er afskap- lega rýr og gildir það jafnt um konur úti á hinum launaða vinnumarkaði sem og konur sem ekki eru beinir þátttakendur í atvinnulífinu. Þessi könnun leiddi í ljós að á tímabilinu frá því fréttastofa sjónvarps tók til starfa og fram til ársins 1986 hafa að meðal- tali átta af hverjum hundrað frétta- viðtölum við Islendinga verið við konur. Almenningur í þessu landi hefur gefið sér að góður fréttamiðill skilji kjarnann frá hisminu í atburðum dagsins og samkvæmt því eru konur þessa lands hismið en karlarnir kjarn- inn. I þessu rannsóknarverkefni sem laut að sjónvarpsfréttum í Ríkisút- varpi frá upphafi og fram til loka árs- ins 1986 voru eftirfarandi atriði athug- uð: 1) Hvaða íslenskir þjóðfélagshóp- ar koma fyrir augu áhorfenda í sjón- varpsfréttaviðtölum Ríkisútvarps? 2) Hvert er hlutfallið milli kvenna og karla í sjónvarpsfréttaviðtölum? 3) Hvert er sambandið milli kyn- ferðis viðmælanda og kynferðis spyr- ils í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarps? 4) Hvaða málaflokkar eiga greið- astan aðgang að fréttatíma sjón- varps? 5) Hver hefur þróunin milli ára verið varðandi spurningar 1-4 á tíma- bilinu frá 1966 til 1986? Til þess að leita svara við þessum spurningum voru alls 2011 viðtöl at- huguð, eða öll viðtöl sem birtust við íslenska aðila á tveggja mánaða tíma- bili, maí og nóvember, á árunum 1966 til ársloka 1986. Af þessum 2011 við- tölum voru 91.6 prósent viðtöl við karlmenn en viðtöl við konur voru 169 eða um 8.4 prósent. Þetta gildir um heildina, þ.e.a.s. viðtöl tekin á þessu rúmlega tuttugu ára tímabili. Fjöldi viðtala við konur hefur heldur verið að þokast upp frá ári til árs og árið 1986 var hlutur kvenna kominn upp í rúm 13 prósent. Varðandi málaflokka sem áttu greiðastan aðgang inn í fréttatíma sjónvarps voru sjávarútvegur og 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.