19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 70

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 70
STARFHUGANSER EKKIEINS HÁH SKRIFAÐ OG ÖNNUR STÖRF Rætt við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur rithöfund og prófessor í almennri bókmenntafræði / lfrún Gunnlaugsdóttir bók- menntakennari og rithöf- undur var um áramótin skipuð prófessor í almennri- bókmenntafræði við Háskóla íslands. Hún er fyrsta konan sem gegnir em- bætti prófessors við heimspekideild skólans, og jafnframt sú þriðja sem er skipuð prófessor við Háskólann, en alls eru um 100 prófessorar starfandi við skólann. En það er ekki tilgangur samtalsins við Álfrúnu að velta fyrir sér þessari jafnréttisslagsíðu á æðstu menntastofnun þjóðarinnar, heldur til að byrja með spyrja hvar hún hafi lært. Eg stundaði nám í rómönskum málum og bókmenntum við Háskól- ann í Barcelona. Doktorsritgerð mína skrifaði ég í Sviss, en varði hana svo í Barcelona. Ritgerðin fjallar um Tristrams sögu og ísöndar, og franskt miðaldakvæði, en sagan er þýðing á þessu kvæði og var hún gerð á 13. öld. Ástæðan fyrir því að ég fór til Sviss var sú að þar hafði ég betri aðgang að frönskum bókmenntum og heimild- um um kvæðið, og svo langaði mig til að læra meira um nútímabókmenntir. — Fórstu svo strax að kenna við Háskólann þegar þú komst heim? Já, þá var búið að stofna nýja náms- grein við heimspekideild, almenna bókmenntafræði, og ég varð lektor í henni 1971, síðan dósent 1977, og þegar embætti prófessors við greinina var stofnað sótti ég um þá stöðu. — Breytir það einhverju fyrir þig að vera orðin prófessor? 70 Pað breytir nokkru fyrir greinina að embættið sé til, og líka það að nú mun föstum kennurum við hana fjölga. Pað verða 3 fastir kennarar í stað tveggja áður. En fyrir sjálfa mig breytir það kannski ekki svo miklu. Það er ekki eins mikill munur á em- bættum og áður var þegar skólinn var minni og stöður færri. Pað er langt síðan að tekin var upp sú stefna að leggja á lektora ýmsar skyldur sem aðeins prófessorar höfðu gegnt, og var það að líkindum gert í sparnaðar- skyni. Petta helst í hendur við það að opinber embætti í þjóðfélaginu hafa ekki sama þunga og áður, eru ekki álitin eins mikilvæg. — Á þetta einnig við um háskólann. Pó var hann óska- barn þjóðarinnar á sinni tíð, menn tengdu hann sjálfstæðisbaráttunni, og þá þótti mikilvægt að eiga háskóla sem allir landsmenn gætu verið stoltir af. Hið sama ætti að gilda núna. En nú virðist mér sem áhugi manna á skólanum og málefnum hans hafi Viðtal: Lilja Gunnarsdóttír dofnað. Öll aðstaða í honum er orðin erfið, til dæmis hvað varðar húsrými. Svo eru laun kennara eins og þau eru, og því miður eru til margir sem líta svo á að nemendur skólans, ekki síst þeir sem eru í hugvísindum, séu ekki að vinna, heldur séu þeir eins konar sníkjudýr á þjóðfélaginu. Maður gæti jafnvel látið sér detta í hug að þetta væri afstaða stjórnvalda. Þekkingarleit og sköpun Afstaða til menntunar í land- inu hefur breyst, og það tengist náttúrlega því að áhugi manna á samvinnu og samneyti við aðra hefur minnkað undanfarið, og þá er ekki endilega hagur allra borinn fyrir brjósti. í stað þekkingarleitar er nú ýmis konar tæknikunnátta orðin mál málanna, en hún má aldrei verða á kostnað þekk- ingarleitar og þá um leið sköpunar. Því að þetta á ekki einungis við um hugvísindi, heldur líka raunvísindi, þau eru líka skapandi og öll leit á því sviði kostar fé, og leiðir kannski ekki alltaf til niðurstöðu. Gefur ekki arð, í peningalegum skilningi. En nú vilja menn að arðurinn skili sér, og helst strax, og þá þannig að hann sé áþreif- anlegur. Mér finnst sem sagt að þátt- ur sköpunar í raunvísindum sé á leið- inni út úr hugum manna, einmitt í skjóli þeirrar peninga- og tækni- hyggju sem nú ræður ríkjum. En það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.