19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 74

19. júní - 19.06.1988, Page 74
AÐ STYRKJA KONIIR TIL STJÓRNUNAR / síðastliðnum vetri hefur verið óvenjumikið um ráð- stefnur og fundi um málefni kvenna í atvinnulífinu á vegum hinna ýmsu félaga og stofnana. Verður ekki annað sagt en konur séu fullar áhuga og finni enn ríka þörf fyrir að ræða sín á milli um stöðu mála. Þótt margt hafi eflaust verið sagt áður verður seint búið að tæma úr þeim brunni. Einn þessara funda var ráðstefna sem konur innan BHM héldu í Nor- ræna húsinu 6. febrúar undir yfir- skriftinni „Konur í stjórnunarstörf- um“. Blaðamaður 19. júní hafði spurnir af norskum fyrirlesara á ráð- stefnunni sem forvitnilegt gæti verið að spjalla við, enda Norðmenn í flest- 74 Rætt við Arnny Floden um atriðum komnir töluvert lengra en við í jafnréttismálum og margt af þeim að læra. Arnny Floden heitir hún og er ráðgjafi í þróunardeild starfsmannastjórnar norska ríkisins, en starf hennar heyrir undir norska Viðtal: Jónína M. Guðnadóttir Neytenda- og stjórnunarmálaráðu- neytið. Verksvið hennar felst í því að fylgjast með framkvæmd jafnréttis- laganna hjá ríkisstofnunum og gera áætlanir í því efni. Arnny var fyrst beðin að gera svo- litla grein fyrir skipan jafnréttismála í Noregi nú. „Við fengum framkvæmdaáætlun um jafnréttismál fyrir nokkrum árum sem tekur til vinnumarkaðarins, menntamála og ráðninga starfs- manna svo það helst sé nefnt. Við höfum líka tekið upp nýmæli, svo- kallaða jafnréttisamninga milli aðila vinnumarkaðarins. í jafnréttissamn- ingum við ríkisstarfsmenn er ákvæði um að í störfum hjá ríkinu skulu vera minnst 40% af því kyni sem fámenn- ara er af í stéttinni. Þetta atriði er þó

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.