19. júní


19. júní - 19.06.2002, Side 21

19. júní - 19.06.2002, Side 21
MEG RYAN 0 LIFEAFTE DENNIS AN RUSSEl RINK. DRUGS CIGARETTES ow to limit the dar ROMANT HA Get tress tosedt FASHION & rahan girls '■i nmzm EARMUM celebration f motherhood ■ound the , orld ' selling sex to survive Kvennablöðin hvetja konur til að vera kvenlegar. Huggulega, ham- ingjusama konan á forsíðunni með sitt eilifa bros sýnir okkur hvað er í raun gott að vera kona, kvenleiki er eftirsóknarverður. kvenlegar. Þau eru sérfræðitímarit en fyrir mjög al- mennan hóp - allar konur. Þau gefa skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig á að vera góð í að vera kona, ekki bara uppskriftir að spennandi réttum, heldur bókstaflega leiðbeiningar um allt, hvernig á vera góð í rúminu, hvernig á að klæða sig til að ná iangt á framabrautinni og hvernig á að senda karl- mönnum dulin skilaboð um að þú viljir að þeir sýni þér áhuga. Setningin sem byrjar á: „hvernig á að...“ segir í hnotskurn hvað kvennablöð standa fyrir. Til marks um þetta er t.d. sú staðreynd að boðháttur er afar mikið notað form í tímaritunum: „Gerðu rassinn stinnan," „Farðu í 48 tíma heilsu endurnýjun" „Ekki missa stjórn á þer og nota of mikinn lit of fljótt" er afar dæmigert setningaform í Cosmopolitan. Eng- um dytti í hug að tala í þessum tón til karla í fjöl- miðlum, Do's and Don’t's leiðbeiningar í karlablöð- um á borð við „Fjárfestu í skattfrjálsum skuldabréf- um, ekki kjósa repúblikana" eru óhugsandi! Sú grundvallarhugmynd sem birtist í kvennablöð- um er sú þversögn að „náttúrulegum" kvenleika verði einungis náð með mikilli og erfiðri vinnu. Til marks um þetta er t.d. hinn klassíski „fyrir og eftir“ myndaþáttur sem sýnir annars vegar mynd af ó- breyttum lesanda eins og hann er dags daglega og hins vegar hvernig hún verður eftir að tískufrömuð- ir, hárgreiðslu- og förðunarmeistarar hafa tekið hana í gegn. Þá sést hversu flott hver kona getur orðið ef hún bara leggur sig fram. í blöðunum er að finna mikið af nokkurs konar heilagri, kvenlegri þekkingu „hlutum sem hver kona á að vita“ og „kona deilir með konu.“ Unglingsstúlk- ur, mæður, nýgiftar, öllum er þeim boðin hjálp við að ná í lykilinn að hinum heilaga leyndardómi. Þau eru til fyrir alla aldurshópa enda er kvenleiki frama- braut sem lagt er á fyrir lífstíð. Sú staðreynd að kvennablöð eru til yfir höfuð segir líka heilmikið um stöðu konunnar í samfélag- inu sem kyns sem er aðskilið frá hinu „venjulega", það er karlinum, og þarfnast sérmeðferðar. Lengst af voru ekki til sambærileg tímarit fyrir karla, litið hefur verið svo á að öfugt við konur séu þeir nógu öruggir með sig og þurfi hvorki né vilji láta segja sér hvernig á að vera karlmannlegur karl. Allra síðustu áratugi hafa samt komið fram blöð fyrir karla sem sumir vilja meina að séu sambærileg við kvenna- blöð, eins og t.d. Playboy og FHM og að þau kenni körlum karlmennsku. Kvennablöð og hinn eilífi kvenleiki Kvennablöðin hvetja konur til að vera kvenlegar. Huggulega, hamingjusama konan á forsíðunni með sitt eilífa bros sýnir okkur hvað er í raun gott að vera kona, kvenleiki er eftirsóknarverður. Af einhverjum ástæðum virðist þannig vera mikið kappsmál í þjóðfélaginu að halda tilbúinni, samfélagslegri kvenleikaímynd að konum. Þó ber að hafa í huga að hin eilífa kennsla í að vera kvenleg kona er eng- an veginn bundin við kvennablöð. Allt í kringum okkur höfum við kennslubókar- dæmi um hvernig allar konur búa yfir hæfileikan- um til að verða kvenlegar, hvort sem það er skassið Katherine hjá Shakespeare sem er tamið, grófa löggan Sandra Bullok sem verður fegurðar- drottning í kvikmyndinni Miss Congeniality (Don- ald Petrie, 2000), götudrósin Eliza Doolittle sem verður hefðardama í Pygmalion (eftir Bernard Shaw) eða óásjálega kvenhetjan í annarri hverri unglingamynd frá Hollywood sem með smá plokkun, förðun og háum hælum getur orðið vin- sælasta stelpan í skólanum. Við erum fullvissaðar um að gribban geti í raun- inni orðið Ijúf, klunnin lipur og létt og Ijóti andarung- inn að fögrum svani. Eins og karlhetjan í hasar- myndum sannar karlmennsku sína með hugrekki og hreysti sjáum við hvað kvenhetjur í rómantískum gamanmyndum og leikritum geta í raun orðið kven- legar ef þær fá rétta tilsögn. En hana er einmitt að finna í kvennablöðum á borð við Cosmopolitan. □ 21

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.