19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 21
MEG RYAN 0 LIFEAFTE DENNIS AN RUSSEl RINK. DRUGS CIGARETTES ow to limit the dar ROMANT HA Get tress tosedt FASHION & rahan girls '■i nmzm EARMUM celebration f motherhood ■ound the , orld ' selling sex to survive Kvennablöðin hvetja konur til að vera kvenlegar. Huggulega, ham- ingjusama konan á forsíðunni með sitt eilifa bros sýnir okkur hvað er í raun gott að vera kona, kvenleiki er eftirsóknarverður. kvenlegar. Þau eru sérfræðitímarit en fyrir mjög al- mennan hóp - allar konur. Þau gefa skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig á að vera góð í að vera kona, ekki bara uppskriftir að spennandi réttum, heldur bókstaflega leiðbeiningar um allt, hvernig á vera góð í rúminu, hvernig á að klæða sig til að ná iangt á framabrautinni og hvernig á að senda karl- mönnum dulin skilaboð um að þú viljir að þeir sýni þér áhuga. Setningin sem byrjar á: „hvernig á að...“ segir í hnotskurn hvað kvennablöð standa fyrir. Til marks um þetta er t.d. sú staðreynd að boðháttur er afar mikið notað form í tímaritunum: „Gerðu rassinn stinnan," „Farðu í 48 tíma heilsu endurnýjun" „Ekki missa stjórn á þer og nota of mikinn lit of fljótt" er afar dæmigert setningaform í Cosmopolitan. Eng- um dytti í hug að tala í þessum tón til karla í fjöl- miðlum, Do's and Don’t's leiðbeiningar í karlablöð- um á borð við „Fjárfestu í skattfrjálsum skuldabréf- um, ekki kjósa repúblikana" eru óhugsandi! Sú grundvallarhugmynd sem birtist í kvennablöð- um er sú þversögn að „náttúrulegum" kvenleika verði einungis náð með mikilli og erfiðri vinnu. Til marks um þetta er t.d. hinn klassíski „fyrir og eftir“ myndaþáttur sem sýnir annars vegar mynd af ó- breyttum lesanda eins og hann er dags daglega og hins vegar hvernig hún verður eftir að tískufrömuð- ir, hárgreiðslu- og förðunarmeistarar hafa tekið hana í gegn. Þá sést hversu flott hver kona getur orðið ef hún bara leggur sig fram. í blöðunum er að finna mikið af nokkurs konar heilagri, kvenlegri þekkingu „hlutum sem hver kona á að vita“ og „kona deilir með konu.“ Unglingsstúlk- ur, mæður, nýgiftar, öllum er þeim boðin hjálp við að ná í lykilinn að hinum heilaga leyndardómi. Þau eru til fyrir alla aldurshópa enda er kvenleiki frama- braut sem lagt er á fyrir lífstíð. Sú staðreynd að kvennablöð eru til yfir höfuð segir líka heilmikið um stöðu konunnar í samfélag- inu sem kyns sem er aðskilið frá hinu „venjulega", það er karlinum, og þarfnast sérmeðferðar. Lengst af voru ekki til sambærileg tímarit fyrir karla, litið hefur verið svo á að öfugt við konur séu þeir nógu öruggir með sig og þurfi hvorki né vilji láta segja sér hvernig á að vera karlmannlegur karl. Allra síðustu áratugi hafa samt komið fram blöð fyrir karla sem sumir vilja meina að séu sambærileg við kvenna- blöð, eins og t.d. Playboy og FHM og að þau kenni körlum karlmennsku. Kvennablöð og hinn eilífi kvenleiki Kvennablöðin hvetja konur til að vera kvenlegar. Huggulega, hamingjusama konan á forsíðunni með sitt eilífa bros sýnir okkur hvað er í raun gott að vera kona, kvenleiki er eftirsóknarverður. Af einhverjum ástæðum virðist þannig vera mikið kappsmál í þjóðfélaginu að halda tilbúinni, samfélagslegri kvenleikaímynd að konum. Þó ber að hafa í huga að hin eilífa kennsla í að vera kvenleg kona er eng- an veginn bundin við kvennablöð. Allt í kringum okkur höfum við kennslubókar- dæmi um hvernig allar konur búa yfir hæfileikan- um til að verða kvenlegar, hvort sem það er skassið Katherine hjá Shakespeare sem er tamið, grófa löggan Sandra Bullok sem verður fegurðar- drottning í kvikmyndinni Miss Congeniality (Don- ald Petrie, 2000), götudrósin Eliza Doolittle sem verður hefðardama í Pygmalion (eftir Bernard Shaw) eða óásjálega kvenhetjan í annarri hverri unglingamynd frá Hollywood sem með smá plokkun, förðun og háum hælum getur orðið vin- sælasta stelpan í skólanum. Við erum fullvissaðar um að gribban geti í raun- inni orðið Ijúf, klunnin lipur og létt og Ijóti andarung- inn að fögrum svani. Eins og karlhetjan í hasar- myndum sannar karlmennsku sína með hugrekki og hreysti sjáum við hvað kvenhetjur í rómantískum gamanmyndum og leikritum geta í raun orðið kven- legar ef þær fá rétta tilsögn. En hana er einmitt að finna í kvennablöðum á borð við Cosmopolitan. □ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.