Sólskin - 01.07.1931, Blaðsíða 18
um fötum“. Svo setti hann fötin við hliðina á mjólkur-
skálinni, og síðan fóru allir að liátta.
Um morguninn komu drengirnir ofan.
„Eru ekki fötin inndæl“, sögðu þeir. „Fagur gras-
græn og logagylltir hnappar".
Þeim kom nú saman um að koma ekki í þau fyr en
þeir væru búnir með öll morgunverkin. Og þá var nú
handagangur i öskjunni. Þeir voru helmingi fljótari en
vant var. Svo fóru þeir i fötin, og þau fóru svo ljóm-
andi vel.
Drengirnir voru nú svo kátir og höfðu svo liátt, að
pabhi þeirra vaknaði og kom út í eldhús með írafári og
spurði livað gengi á.
„Það eru bara búálfarnir“, sögðu drengirnir og hopp-
uðu og dönsuðu um allt gólfið í grænu fötunum.
„Við erum búálfarnir, og við sjáum eftir, að við
voruiii það ekki fyr“.
„Guð blessi ykkur litlu búálfai'nir mínir“, sagði
bóndi og faðmaði þá að sér.
„Þetta sagði ég þér alltaf“, sagði amnia, sem nú var
lika komin á fætur. „Að blessun vex með barna hverju“.
,.Já, þú hefir rétt fyrir þér, mamma min“, sagði
bóndi, og svo faðmaði liann hana að sér líka.
Steingr. Arason endursagði.
Vorhiminn.
Þú ert fríður, hreiður, blár
og bjartar lindir þinar;
þú ert viður, heiður hár,
sem lijartans óskir mínar.
Þ. G.
10