Sólskin - 01.07.1931, Blaðsíða 33

Sólskin - 01.07.1931, Blaðsíða 33
Svo hallaði hún sér aftur á bak með lokuð augun og lét þreytuna líða úr sér. — Þegar liún leit upp aftur, sýnd- ist henni maður standa upp við klettasyllurnar. Svo sýnd- ist henni hann hreyfast og stefna í áttina til hennar. Hún kærði sig ekkert um að ókunnur maður rækist á hana þarna, svo liún linipraði sig saman í lautinni og beið þess að hann færi framhjá. Þegar liún leit upp næst, hrökk hún saman. Beint frammi fyrir lienni stóð kona, í dökk- um klæðum. „Þessa konu hefi ég aldrei séð fyr“, hugsaði stúlkan, „hver gétur það verið, sem fer enga mannavegi“. Og hún fór að veita þvi athygli, hve andlit liennar var fallegt og hvítt og ólíkt sólbrenndu andlitunum á kon- unum þar í sveitinni. „Varst þú að leita að hrossum?" spurði konan blíðlegum rómi. „Já“, sagði litla stúlkan. „Þætti þér ekki gott að finna þau fljótlega?“ spurði kon- an. „Jú“, svaraði litla stúlkan. „Ef ég segi þér hvar þau eru, svo þú finnir þau strax, myndir þú vilja gera mér greiða í staðinn?“ „Já, já“, sagði litla stúlkan, henni fannst einhvern veginn, að hún vildi gera allt, sem hún gæti, fyrir þessa konu, hún brosti svo blíðlega og þó al- varlega. „Á tjörninni sjmda álftahjón, og þú sást, að þau höfðu gert sér hreiður í litla tanganum, sem gengur út í tjörnina. Ég veit að þig langar til að taka eggin þeirra og fá þau soðin. En hérna uppi i Hátindinum á ég heima, og það sem börnunum mínum þykir sætast að sofna við á kvöldin er svanakliðurinn á tjörninni. En takir þú egg- in, þá eru sorgarvein svananna svo sár, að börnin mín fara að gráta og geta ekki sofið. Þau enduróma frá klettunum hérna i tindinum og líða titrandi frá einni sillu til annarar, inn að vöggunum þeirra“. „Ég skal ekki taka eggin álftanna“, sagði litla stúlkan með tárin í augunum. Þá brosti konan, beygði sig niður að henni og benti 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sólskin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.