Sólskin - 01.07.1931, Blaðsíða 36
er um ætið þarna í ó-
byggðunum. Það sem
mest lijálpar þeim, til
þess að ná sér í björg,
er hin skarpa sjón
þeirra og lykt.
Indíánar egndu fyrir
þá þannig, að þeir
blönduðu deyfandi jurt-
um saman við kjöt.
Þegar gammarnir liöfðu
etið kjötið, verkaði
jurtaeitrið á þá, svo að
taka mátti þá með
höndunum.
Það er undravert, hve
fljótir gammar eru að
safnast að æti. Þegar egnt er fyrir þá, eða hræ fellst til,
sést oft enginn gammur. Jafnvel ekki þó horft sé í allar
áttir í góðan sjónauka. Er þó skyggni ágætt, sólríkt og
liáfjallaloftið tært. Einum fimmtán mínútum eftir að liræ
fellst til, drífur að gamma úr öllum áttum. Er óskiljanlegt,
hvernig þeir fara að fá vitneskju um liræið í slíkrif jarlægð.
Önnur aðferð Indíána er, að breiða illa flegna uxa-
húð á jörðina og snúa holdrosunni upp. Þá skríður Ind-
íáni inn undir húðina, og hefir með sér sterkan spotta.
Gammarnir safnast nú að, setjast á liúðina og fara að
kroppa kjötið. Þá grípur Indíáninn utan um húðina og
fætur fuglsins. Fuglinn baðar vængjum og reynir að
losna, en í nánd hefir annar Indíáni falið sig; kemur
hann til hjálpar, og tekst þeim háðum að brjóta liúðina
utan um kandórinn.
34