Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 29

Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 29
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ljósmyndakaffi Ljósmyndasafns Reykjavíkur verður haldið í dag klukkan 12 í Tryggvagötu. Þar munu ljósmyndararnir Guðmundur Ingólfsson, Bára og Sissa spjalla við Leif Þorsteinsson um ljósmyndun. Í tilefni Hestadaga í Reykja- vík verða á boðstólum steikt tryppaeistu að enskum hætti í gamla söluturninum á Lækjartorgi í dag. Tryppaeistu eru heimskunnur frygðarauki en Íslendingum fágætt hnossgæti. „Ég hef nú sjálfur verið að laumast í að borða þetta í gegn- um árin og alltaf fengið nokkrar kúlur undir borðið til að föndra við í eldhúsinu, en auðvitað er orðið löngu tímabært að fleiri njóti þessa áhrifamikla sælkera- fæðis sem fersk tryppaeistu eru í raun,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á Þremur frökkum þar sem hann eldsteikir tryppaeistu með grænpiparsósu og káli. Verkefnið er að sönnu óvenjulegt en sérpantað í tilefni hátíðarinnar Hestadaga í Reykja- vík sem nú stendur yfir. „Tryppaeistu eru eftirsóknar- vert hráefni og í þessu tilviki, af því ég þarf vænan skammt ofan í miðbæjargesti, varð ég að hafa samband við Árna Mathie- sen dýralækni sem einmitt var að taka inn stóð frá bónda, og fékk hjá honum 26 væn eistu úr þrettán tryppum,“ upplýsir Úlfar sem framreiðir herlegheitin með brúnni sósu sem hægt er að dýfa pungsneiðunum í. „Það tekur svona mestan ótta úr fólki þegar japlað er á pungunum.“ Í sumum löndum í Asíu eru tryppaeistu alþekkt frygðarlyf en þar eru þau þurrkuð og mulin niður í kynorkuaukandi drykki. „Bragðið minnir talsvert á hrútspunga, en áferðin er grófari, enda stórgerðari eistu,“ útskýr- ir Úlfar sem ætíð hefur farið ótroðnar slóðir í hráefnanotk- un og prófað ýmislegt í gegnum tíðina. „Fyrir þorrablót sjóstangveiði- manna nýverið sauð ég og setti í súr 36 gimbrarpíkur sem allar voru étnar þótt þær væru ekk- ert sérstaklega góðar. Tryppa- eistun eru aftur á móti hnoss- gæti og enginn svikinn með þau í munni,“ segir Úlfar sem ætlar að bjóða upp á krásirnar seinni partinn í dag, eða á meðan birgð- ir endast í gamla söluturninum á Lækjartorgi. thordis@frettabladid.is Úlfar Eysteinsson stendur í ströngu í dag þegar hann matbýr gómsæt tryppaeistu fyrir gesti og gangandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 www.geysirbistro.is OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30 Hneggjandi gott lostæti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.