Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 58

Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 58
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR42 folk@frettabladid.is Ghostface Killah, meðlimur Wu-Tang Clan, heldur tón- leika á Nasa á laugardags- kvöld. Hann er einhleypur og hlakkar til að kynnast næturlífinu í Reykjavík. Bandaríski rapparinn Ghostface Killah stígur á svið á Nasa á laugardagskvöld á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Hann er klár í slaginn og ávarpar blaða- mann eins og sönnum rappara sæmir: „Yo, wassup! Any Iceland dogs out there?“ Herra Ghostface hlakkar mikið til Íslandsfararinnar: „Ég hef aldrei komið þangað áður. Hvern- ig staður er þetta? Er góður matur þarna?“ Sjálfur segist hann ekki eiga neinn uppáhaldsmat: „Ég er hættur að borða ýmsar tegundir af mat. Ég vona bara að þegar við komum verðið þið með eitthvað gott handa okkur,“ segir hann og vísar í breytt mataræði vegna sykursýki sem hann greindist með árið 1996. Hún hefur vita- skuld haft áhrif á hans daglega líf. „Maður getur ekki gert sumt af því sem maður gerði áður. Maður verður að fara varlega.“ Ghostface Killah heitir réttu nafni Dennis Coles og fæddist árið 1970. Hann ólst upp á Staten Island í New York og steig fyrst fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan, hinni vinsælu Enter the Wu-Tang (36 Chambers) sem kom út 1993. Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta rappsveit sögunnar og hefur gefið út fimm plötur, þá síðustu fyrir fjórum árum. Liðsmenn sveitar- innar, sem upphaflega voru níu talsins, hafa einnig gefið út fjölda sólóplatna, þar á meðal Ghostface sem hefur sent frá sér níu stykki. Hann er þekktur fyrir hratt og hnitmiðað rímnaflæði sitt og hefur verið duglegur við að nota búta úr eldri lögum á farsæl- um ferli sínum. Aðspurður segir hann engan sérstakan tónlistar- mann vera í uppáhaldi hjá sér. „Þeir eru eiginlega margir. Það eru samt ekki þessir nýju gaurar heldur meira þessir frá því í gamla daga,“ segir hann. Innblásturinn fyrir lagasmíðum sínum og texta- gerð fær hann úr lífinu sjálfu. „Við upplifum alls konar kringumstæð- ur og göngum í gegnum mismun- andi hluti í lífinu. Maður tekur þessa hluti sem maður sér og það sem maður heyrir um og býr til setningar úr þessum aðstæðum,“ greinir hann frá. „Síðan tengir maður þetta auðvitað við tónlist- ina. Minn innblástur kemur úr lífinu sjálfu og hversu erfitt það getur verið. Ég gæti ekki skrifað þessa texta án þess að hafa upplif- að alls konar hluti eða heyrt af því sem aðrir hafa gengið í gegnum.“ Ghostface er að undirbúa nýja plötu með D-Block sem kemur út síðar á þessu ári. Sjötta plata Wu- Tang Clan er þó ekki á teikniborð- inu alveg strax. „Það eru margar plötur á leiðinni, maður verður bara að grípa þær. Sumir [úr Wu- Tang] eru tilbúnir með plötur eins og Masta Killa og Genius (GZA) og Raekwon er nýbúinn að gefa út. Sumir eru líka að vinna í bíómynd- um þannig að það eru allir mjög uppteknir. Við gerum hlutina skref fyrir skref og sjáum svo til hvað gerist í framtíðinni.“ Aðspurður segist hann sakna þess að hanga með félögum sínum í Wu-Tang eins og í gamla daga. „Mér finnst frábært að vera með þeim en við erum orðnir eldri núna og erum ekki eins mikið saman og þegar við vorum að byrja. Menn eru líka með fjölskyldur og ýmis- legt þannig. Ég sakna þess samt alltaf að búa til tónlist með þeim og fara í tónleikaferðir því þar er uppruni okkar.“ Ghostface er einhleypur og langar að kynnast næturlífinu í Reykjavík og dömunum sem þar eru á hverju strái. Einnig vonast hann til að skoða sig um á landinu ef hann hefur tíma til þess. Eng- inn úr Wu-Tang Clan verður með honum á sviðinu á Nasa en samt sem áður lofar Ghostface kröft- ugum og flottum tónleikum. „Ég skora á fólk að mæta á tónleikana og sjá okkur. Við skulum skemmta okkur vel saman á Íslandi.“ freyr@frettabladid.is Fyrsta plata Ghostface Killah, Ironman, hefur selst í einni milljón eintaka í Bandaríkjunum. 1 Djammið og dömurnar heilla TIL ÍSLANDS Í FYRSTA SINN Ghostface Killah heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á laugardaginn. NORDICPHOTOS/GETTY Meðlimir rappsveitarinnar Wu-Tang Clan voru upphaflega níu talsins, eða forsprakkinn RZA, Method Man, Ghostface Killah, GZA, Raekwon, Inspectah Deck, U-God, Masta Killa og Ol´Dirty Bastard. Sá síðastnefndi lést út of stórum eiturlyfjaskammti árið 2004 og eru þeir því átta í dag. Æskuvinur þeirra Cappadonna hefur einnig aðstoðað þá og er stundum sagður einn af meðlimum hljómsveitarinnar. UPPHAFLEGIR MEÐLIMIR WU-TANG CLAN 2 Leikkonan Scarlett Johansson mætti með Sean Penn upp á arminn í brúðkaup Reese Wit- herspoon og Jim Toth í síð- ustu viku og þykir það sanna að parið sé sannarlega miklu meira en aðeins vinir. „Scarlett er kúnni Jim og þess vegna var hún í brúð- kaupinu. Engan grunaði að hún mundi taka Sean með sér. Þetta er stórt skref af þeirra hálfu og sýnir Hollywood-fólkinu að samband þeirra er orðið alvar- legt,“ var haft eftir innanbúðar- manni. Penn og Johansson sáust fyrst saman í frumsýningar- partíi kvikmyndarinnar Black Swan og í mars voru fluttar fréttir af því að þau hefðu eytt heilum degi saman í Mexíkó. Bæði eru Penn og Johansson til- tölulega nýskilin við maka sína. Alvarlegt samband Fyrirtækið Brand Sense Partners hefur kært Britney Spears og Jamie, föður hennar, fyrir samn- ingsbrot. Fyrirtækið sá um að semja við snyrtivörurisann Elizabeth Arden árið 2004 fyrir hönd Spears-feðg- inana. Elizabeth Arden þró- aði ilmlínu Spears, sem hefur malað gull fyrir söngkonuna. Spears-feðginin gleymdu að borga Brand Sense Partners umboðslaun, samkvæmt kæru fyrirtækisins, sem krefst þess að fá tíu milljónir dala í skaðabætur. Samkvæmt Brand Sense Partners fór Britney fram á að fá öll laun fyrir ilmverkefnið inn á eigin reikning og hundsaði þar með umboðsgreiðslu upp á 35 prósent. Þá eiga Britney og Jamie Spears að hafa gert sérsamning við Elizabeth Arden til að sleppa við að borga tíðrædd umboðslaun. Britney Spears kærð ÚLFÚR Í SAUÐARGÆRU Britney Spears er ekki heiðarleg í viðskiptum samkvæmt Brand Sense Partners. barnabörn eru á leiðinni í mjúkan faðm auðkýfingsins Donalds Trump. Dóttir hans Ivanka og sonurinn Donald yngri eiga bæði von á barni. ALDURSMUNURINN ER 24 ÁR Scarlett Johansson og Sean Penn mættu saman í brúð- kaup leikkonunnar Reese Witherspoon. NORDICPHOTOS/GETTY e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Fallegir kjólar fyrir fermingar... e s t a b l i s h e d 1 9 3 4 Andersen & Lauth Dömuverslun Laugavegi 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.