Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 2
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR2
Guðmundur, er þá ekkert að
marka þig?
„Ég er greinilega ekki nógu
markviss.“
Vafi leikur á því hvort Guðmundur
Kristjánsson skoraði í raun fyrsta mark
Breiðabliks gegn Fylki á dögunum. Hann
er skráður fyrir markinu, en talið er líklegt
að annar Bliki, Árni Vilhjálmsson, hafi átt
síðustu snertinguna.
SPURNING DAGSINS
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
6
7
4
... og rjómi
LÖGREGLUMÁL Þrír voru fluttir á
slysadeild eftir að bíl var ekið á
ljósastaur í Breiðholti í fyrra-
kvöld. Tildrög slyssins eru þau
að tveir ökumenn, 18 og 19 ára,
voru í kappakstri í Arnarbakka í
Breiðholti.
Annar ökumannanna missti
stjórn á bílnum með þeim afleið-
ingar að þrír farþegar í bíl hans
meiddust. Meiðsli þeirra eru ekki
talin alvarleg.
Í hinum bílnum voru einnig
þrír farþegar auk ökumanns, en
farþegarnir sex eru á aldrinum
15 til 18 ára. Ljóst þykir að öku-
mennirnir stofnuðu lífi og heilsu
allra í augljósan háska, að sögn
lögreglu. - jss
Ekið á ljósastaur í Breiðholti:
Á slysadeild eft-
ir kappakstur
UMHVERFISMÁL Margs konar rusl
hefur safnast upp á lóð við Stein-
hellu í Hafnarfirði undanfarið,
eigendum nærliggjandi fyrir-
tækja til lítillar ánægju. Bílhræ,
glerbrot og spýtnabrak er meðal
þess sem liggur á lóðinni.
Bjarki Jóhannesson, skipulags-
og byggingafulltrúi Hafnarfjarð-
arbæjar, segir eigendur lóðarinn-
ar fengið fjögurra vikna frest til
að koma lóðinni í rétt horf.
„Næsta skref í málinu er að
leggja dagsektir á eigendur,“
sagði Bjarki, en bætti því við að
það gæti orðið torsótt, þar sem
eigendur lóðarinnar munu vera í
gjaldþrotaskiptum.
„Nýir eigendur munu taka við
kröfu um úrbætur, og hefur oft-
ast gengið betur að eiga við slíka
aðila en þá fyrri,“ segir Bjarki
Jóhannesson. - þj
Mikið rusl hefur safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði:
Fá fjórar vikur til að taka til
ÓSÓMI Alls konar drasl safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld
hafa gefið eigendum fjögurra vikna frest til úrbóta áður en dagsektir verða lagðar á.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÍBÍA Harðir bardagar hafa geisað
milli uppreisnarmanna og stuðn-
ingsmanna Gaddafís í Líbíu síð-
ustu sólarhringa. Mannfall er talið
vera mikið. Barist hefur verið í Bab
al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem
uppreisnarmennirnir tóku yfir á
þriðjudag. Einnig hafa átök átt
sér stað víða í suður- og miðhluta
borgarinnar.
Stuðningsmenn Muammars
Gaddafí lokuðu veginum að flug-
vellinum í Trípólí í gær. Skotið
var á þá sem reyndu að komast
um veginn. Uppreisnarmennirnir
segjast þó hafa yfirráð yfir sjálfum
flugvellinum.
Þrátt fyrir að uppreisnarmenn-
irnir hafi meirihluta borgarinnar
á sínu valdi er stríðinu ekki lokið
því enn eru margir stuðningsmenn
Gaddafís, margir þeirra þrautþjálf-
aðir hermenn, tilbúnir að berjast
fram í rauðan dauðann. Uppreisn-
armennirnir tilkynntu í gær að ef
einhver úr innri hring Gaddafís
handsamaði eða dræpi hann myndi
sá hinn sami hljóta friðhelgi. Þá
segja þeir að líbískur athafnamað-
ur lofi milljón pundum í verðlaun.
Þetta er talin tilraun til að auka
sundurlyndi meðal stuðnings-
manna Gaddafís. „Stærstu verð-
launin eru friðhelgi, ekki pening-
ar,“ sagði Ahmed Bani, talsmaður
uppreisnarmanna, í gær.
35 erlendum blaðamönnum hefur
verið hleypt út af Rixox-hótelinu í
Trípólí, þar sem þeim hafði verið
haldið síðan um helgina. Hótelið er
á svæði þar sem harðir bardagar
geisa.
Götur borgarinnar eru að mestu
leyti auðar og óbreyttir borgarar
halda sig innan dyra. Uppreisnar-
menn hafa þó komið upp varðstöðv-
um með nokkurra hundraða metra
millibili.
Uppreisnarmennirnir hafa á und-
anförnum mánuðum skipað eigin
ríkisstjórn í Benghasí, sem hefur
verið á þeirra valdi nánast frá upp-
hafi mótmæla. Nú ætla þeir að
flytja til Trípólí. thorunn@frettabladid.is
Hart barist í Trípólí
Uppreisnarmenn og stuðningsmenn Gaddafís hafa barist hart á nokkrum
stöðum í höfuðborg Líbíu undanfarna sólarhringa. Ekki er enn vitað hvar
Gaddafí heldur sig. Höfuðstöðvar uppreisnarmanna flytjast í höfuðborgina.
BAB AL-ASISIÝAH Uppreisnarmaður skýtur á leyniskyttur Gaddafís við fyrrum aðsetur
hans. Uppreisnarmennirnir náðu staðnum á sitt vald á þriðjudag en stuðningsmenn
Gaddafís hafa barist við þá þar og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Uppreisnarmenn hafa náð Bab al-Asisiýah, aðsetri Gaddafís, á sitt vald en
Gaddafí sjálfan var hvergi að finna. Í gærmorgun er hann sagður hafa komið
fram í útvarpi, á einu stöðinni sem enn er á valdi stuðningsmanna hans. Þá
lofaði hann því að sigra uppreisnarmennina eða deyja píslarvættisdauða.
Sonur hans, Saif al-Islam, sagði á þriðjudag að faðir hans væri enn í Trípólí
og sjálfur hefur hann lofað að yfirgefa ekki borgina.
Gaddafí hefur þó ekki sést opinberlega síðan í maí, og sást síðast í sjón-
varpi um miðjan júní. Ýmsar vangaveltur eru um hvar hann geti verið annars
staðar en í Trípólí. Sumir telja að hann hafi yfirgefið Trípólí fyrir nokkru og
farið til Sirte, fæðingarstaðar síns, eða Sabha, þaðan sem hann er ætt-
aður. Þaðan hafi hann getað komist til Níger, Tsjad eða Malí yfir Sahara-
eyðimörkina. Þá hafa Suður-Afríkumenn vísað á bug orðrómi um að þeir
hafi sent flugvélar til Trípólí til að flytja hann burt. Frá uppreisnarmönnum
hefur heyrst að Gaddafí og fjölskylda hans séu nálægt landamærunum við
Alsír. Í gær velti sjónvarpsstöðin Al Jazeera því upp hvort hann væri á leið til
Simbabve.
Hvar er Gaddafí?
STJÓRNSÝSLA Það samrýmist ekki sjónarmiðum
laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun
og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábend-
inga með því að veita sérstaklega kost á slíkum
ábendingum um meint bótasvik og skattsvik
einstaklinga á heimasíðum sínum.
Þetta segir Persónuvernd sem kveður það að
„gera beinlínis ráð fyrir nafnlausum ábending-
um“ á heimasíðum þessara stofnana feli í sér
hvatningu til slíkra ábendinga. Það samrýmist
ekki kröfum um rafræna vinnslu persónuupp-
lýsinga að „ríkisskattstjóri hvetji þegnana til að
fara huldu höfði með því að bjóða þeim á vefsíðu
sinni sérstakan hnapp þar sem tekið er sér-
staklega fram að ekki sé nauðsynlegt að fylla
út nafn, tölvupóstfang eða annað þegar bent sé
á meinta, svarta vinnu
eða önnur skattundan-
skot,“ eins og segir
í ákvörðun Persónu-
verndar sem tekur þó fram að
þetta eigi ekki við „um þær nafnlausu ábend-
ingar sem berast munnlega, svo sem með sím-
tölum eða ef fólk mætir í eigin persónu til skatt-
yfirvalda“.
Þá undirstrikar Persónuvernd að stofnunin sé
ekki með ákvörðun sinni að banna stjórnvöldum
að taka við nafnlausum ábendingum „enda geta
hvorki stjórnvöld né aðrir komið í veg fyrir að
sér berist skrifleg erindi ýmist frá þeim sem
ekki vilja láta nafns síns getið eða aðilum sem
reyna að villa á sér heimildir“. - gar
Persónuvernd setur Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóra stólinn fyrir dyrnar í baráttu við skatt- og bótasvik:
Mega ekki hvetja til nafnlausra ábendinga
FORBOÐINN HNAPPUR Hnappur á heimasíðu Vinnu-
málastofnunar fyrir þá sem vilja undir nafnleynd benda
á meint bótasvik er á sínum stað þótt Persónuvernd
segi hann brjóta í bága við lög.
SJÁVARÚTVEGSMÁL Fundur embætt-
ismanna Íslands, ESB og Nor-
egs um stjórn makrílveiða var
á þriðjudag í sjávarútvegsráðu-
neytinu í Reykjavík.
„Á fund-
inum, sem fór
mjög vinsam-
lega fram, var
skipst á skoð-
unum og farið
yfir stöðuna,“
segir í frétt frá
ráðuneytinu.
Fundinn sátu
Sigurgeir Þor-
geirsson ráðu-
neytisstjóri, Lowri Evans, yfir-
maður sjávarútvegsdeildar ESB,
og Jörn Krog, ráðuneytisstjóri
norska sjávarútvegsráðuneytis-
ins og fleiri. Næsti fundur verður
í London í september. Af um 150
þúsund tonna kvóta Íslands í ár
voru 99 þúsund tonn komin að
landi 10. ágúst. Þar af fóru 9 þús-
und tonn til bræðslu og 90 þúsund
voru ýmist fryst eða ísuð. - gar
Funduðu í Reykjavík:
Embættismenn
ræddu makríl
SIGURGEIR
ÞORGEIRSSON
Tveir ungir dópsalar
Tveir átján ára piltar voru handteknir
í austurborginni síðdegis í fyrradag
en í fórum þeirra fundust fíkniefni.
Piltarnir viðurkenndu að fíkniefnin
hefðu verið ætluð til sölu.
Fjórir sviptir ökuréttindum
Fjórir ökumenn voru sviptir ökurétt-
indum til bráðabirgða í fyrradag en
þeir voru allir staðnir að hraðakstri
á Suðurgötu í Reykjavík. Einn fjór-
menninganna var að auki ölvaður.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FJÁRMÁL Betri afkoma var af
reglulegri starfsemi Orkuveitu
Reykjavíkur fyrstu sex mán-
uði þessa árs en sömu mánuði í
fyrra, að því er segir í tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu. Hins vegar
nemur tap OR á þessum fyrri
helmingi ársins 3.822 milljónum
króna. Ástæðan er aukinn fjár-
magnskostnaður vegna veikingu
krónunnar.
Á fyrri helmingi ársins 2010
nam hagnaðurinn 5.118 millj-
ónum króna. Betri afkoma af
eiginlegum rekstri OR er þökk-
uð aðhaldi í rekstri og auknum
tekjum. Eins og kunnugt er
hafa gjaldskrár OR verið hækk-
aðar verulega á undanförnum
misserum. - gar
Mínus þrátt fyrir rekstrarbata:
OR tapar á
veikingu krónu
BJARNI BJARNASON Forstjóri OR segir
neikvæð áhrif af krónunni skyggja á
rekstrarbata.