Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 2
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR2 Guðmundur, er þá ekkert að marka þig? „Ég er greinilega ekki nógu markviss.“ Vafi leikur á því hvort Guðmundur Kristjánsson skoraði í raun fyrsta mark Breiðabliks gegn Fylki á dögunum. Hann er skráður fyrir markinu, en talið er líklegt að annar Bliki, Árni Vilhjálmsson, hafi átt síðustu snertinguna. SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi LÖGREGLUMÁL Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að bíl var ekið á ljósastaur í Breiðholti í fyrra- kvöld. Tildrög slyssins eru þau að tveir ökumenn, 18 og 19 ára, voru í kappakstri í Arnarbakka í Breiðholti. Annar ökumannanna missti stjórn á bílnum með þeim afleið- ingar að þrír farþegar í bíl hans meiddust. Meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Í hinum bílnum voru einnig þrír farþegar auk ökumanns, en farþegarnir sex eru á aldrinum 15 til 18 ára. Ljóst þykir að öku- mennirnir stofnuðu lífi og heilsu allra í augljósan háska, að sögn lögreglu. - jss Ekið á ljósastaur í Breiðholti: Á slysadeild eft- ir kappakstur UMHVERFISMÁL Margs konar rusl hefur safnast upp á lóð við Stein- hellu í Hafnarfirði undanfarið, eigendum nærliggjandi fyrir- tækja til lítillar ánægju. Bílhræ, glerbrot og spýtnabrak er meðal þess sem liggur á lóðinni. Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingafulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar, segir eigendur lóðarinn- ar fengið fjögurra vikna frest til að koma lóðinni í rétt horf. „Næsta skref í málinu er að leggja dagsektir á eigendur,“ sagði Bjarki, en bætti því við að það gæti orðið torsótt, þar sem eigendur lóðarinnar munu vera í gjaldþrotaskiptum. „Nýir eigendur munu taka við kröfu um úrbætur, og hefur oft- ast gengið betur að eiga við slíka aðila en þá fyrri,“ segir Bjarki Jóhannesson. - þj Mikið rusl hefur safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði: Fá fjórar vikur til að taka til ÓSÓMI Alls konar drasl safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld hafa gefið eigendum fjögurra vikna frest til úrbóta áður en dagsektir verða lagðar á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÍBÍA Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðn- ingsmanna Gaddafís í Líbíu síð- ustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar. Stuðningsmenn Muammars Gaddafí lokuðu veginum að flug- vellinum í Trípólí í gær. Skotið var á þá sem reyndu að komast um veginn. Uppreisnarmennirnir segjast þó hafa yfirráð yfir sjálfum flugvellinum. Þrátt fyrir að uppreisnarmenn- irnir hafi meirihluta borgarinnar á sínu valdi er stríðinu ekki lokið því enn eru margir stuðningsmenn Gaddafís, margir þeirra þrautþjálf- aðir hermenn, tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann. Uppreisn- armennirnir tilkynntu í gær að ef einhver úr innri hring Gaddafís handsamaði eða dræpi hann myndi sá hinn sami hljóta friðhelgi. Þá segja þeir að líbískur athafnamað- ur lofi milljón pundum í verðlaun. Þetta er talin tilraun til að auka sundurlyndi meðal stuðnings- manna Gaddafís. „Stærstu verð- launin eru friðhelgi, ekki pening- ar,“ sagði Ahmed Bani, talsmaður uppreisnarmanna, í gær. 35 erlendum blaðamönnum hefur verið hleypt út af Rixox-hótelinu í Trípólí, þar sem þeim hafði verið haldið síðan um helgina. Hótelið er á svæði þar sem harðir bardagar geisa. Götur borgarinnar eru að mestu leyti auðar og óbreyttir borgarar halda sig innan dyra. Uppreisnar- menn hafa þó komið upp varðstöðv- um með nokkurra hundraða metra millibili. Uppreisnarmennirnir hafa á und- anförnum mánuðum skipað eigin ríkisstjórn í Benghasí, sem hefur verið á þeirra valdi nánast frá upp- hafi mótmæla. Nú ætla þeir að flytja til Trípólí. thorunn@frettabladid.is Hart barist í Trípólí Uppreisnarmenn og stuðningsmenn Gaddafís hafa barist hart á nokkrum stöðum í höfuðborg Líbíu undanfarna sólarhringa. Ekki er enn vitað hvar Gaddafí heldur sig. Höfuðstöðvar uppreisnarmanna flytjast í höfuðborgina. BAB AL-ASISIÝAH Uppreisnarmaður skýtur á leyniskyttur Gaddafís við fyrrum aðsetur hans. Uppreisnarmennirnir náðu staðnum á sitt vald á þriðjudag en stuðningsmenn Gaddafís hafa barist við þá þar og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Uppreisnarmenn hafa náð Bab al-Asisiýah, aðsetri Gaddafís, á sitt vald en Gaddafí sjálfan var hvergi að finna. Í gærmorgun er hann sagður hafa komið fram í útvarpi, á einu stöðinni sem enn er á valdi stuðningsmanna hans. Þá lofaði hann því að sigra uppreisnarmennina eða deyja píslarvættisdauða. Sonur hans, Saif al-Islam, sagði á þriðjudag að faðir hans væri enn í Trípólí og sjálfur hefur hann lofað að yfirgefa ekki borgina. Gaddafí hefur þó ekki sést opinberlega síðan í maí, og sást síðast í sjón- varpi um miðjan júní. Ýmsar vangaveltur eru um hvar hann geti verið annars staðar en í Trípólí. Sumir telja að hann hafi yfirgefið Trípólí fyrir nokkru og farið til Sirte, fæðingarstaðar síns, eða Sabha, þaðan sem hann er ætt- aður. Þaðan hafi hann getað komist til Níger, Tsjad eða Malí yfir Sahara- eyðimörkina. Þá hafa Suður-Afríkumenn vísað á bug orðrómi um að þeir hafi sent flugvélar til Trípólí til að flytja hann burt. Frá uppreisnarmönnum hefur heyrst að Gaddafí og fjölskylda hans séu nálægt landamærunum við Alsír. Í gær velti sjónvarpsstöðin Al Jazeera því upp hvort hann væri á leið til Simbabve. Hvar er Gaddafí? STJÓRNSÝSLA Það samrýmist ekki sjónarmiðum laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábend- inga með því að veita sérstaklega kost á slíkum ábendingum um meint bótasvik og skattsvik einstaklinga á heimasíðum sínum. Þetta segir Persónuvernd sem kveður það að „gera beinlínis ráð fyrir nafnlausum ábending- um“ á heimasíðum þessara stofnana feli í sér hvatningu til slíkra ábendinga. Það samrýmist ekki kröfum um rafræna vinnslu persónuupp- lýsinga að „ríkisskattstjóri hvetji þegnana til að fara huldu höfði með því að bjóða þeim á vefsíðu sinni sérstakan hnapp þar sem tekið er sér- staklega fram að ekki sé nauðsynlegt að fylla út nafn, tölvupóstfang eða annað þegar bent sé á meinta, svarta vinnu eða önnur skattundan- skot,“ eins og segir í ákvörðun Persónu- verndar sem tekur þó fram að þetta eigi ekki við „um þær nafnlausu ábend- ingar sem berast munnlega, svo sem með sím- tölum eða ef fólk mætir í eigin persónu til skatt- yfirvalda“. Þá undirstrikar Persónuvernd að stofnunin sé ekki með ákvörðun sinni að banna stjórnvöldum að taka við nafnlausum ábendingum „enda geta hvorki stjórnvöld né aðrir komið í veg fyrir að sér berist skrifleg erindi ýmist frá þeim sem ekki vilja láta nafns síns getið eða aðilum sem reyna að villa á sér heimildir“. - gar Persónuvernd setur Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóra stólinn fyrir dyrnar í baráttu við skatt- og bótasvik: Mega ekki hvetja til nafnlausra ábendinga FORBOÐINN HNAPPUR Hnappur á heimasíðu Vinnu- málastofnunar fyrir þá sem vilja undir nafnleynd benda á meint bótasvik er á sínum stað þótt Persónuvernd segi hann brjóta í bága við lög. SJÁVARÚTVEGSMÁL Fundur embætt- ismanna Íslands, ESB og Nor- egs um stjórn makrílveiða var á þriðjudag í sjávarútvegsráðu- neytinu í Reykjavík. „Á fund- inum, sem fór mjög vinsam- lega fram, var skipst á skoð- unum og farið yfir stöðuna,“ segir í frétt frá ráðuneytinu. Fundinn sátu Sigurgeir Þor- geirsson ráðu- neytisstjóri, Lowri Evans, yfir- maður sjávarútvegsdeildar ESB, og Jörn Krog, ráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytis- ins og fleiri. Næsti fundur verður í London í september. Af um 150 þúsund tonna kvóta Íslands í ár voru 99 þúsund tonn komin að landi 10. ágúst. Þar af fóru 9 þús- und tonn til bræðslu og 90 þúsund voru ýmist fryst eða ísuð. - gar Funduðu í Reykjavík: Embættismenn ræddu makríl SIGURGEIR ÞORGEIRSSON Tveir ungir dópsalar Tveir átján ára piltar voru handteknir í austurborginni síðdegis í fyrradag en í fórum þeirra fundust fíkniefni. Piltarnir viðurkenndu að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu. Fjórir sviptir ökuréttindum Fjórir ökumenn voru sviptir ökurétt- indum til bráðabirgða í fyrradag en þeir voru allir staðnir að hraðakstri á Suðurgötu í Reykjavík. Einn fjór- menninganna var að auki ölvaður. LÖGREGLUFRÉTTIR FJÁRMÁL Betri afkoma var af reglulegri starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu sex mán- uði þessa árs en sömu mánuði í fyrra, að því er segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Hins vegar nemur tap OR á þessum fyrri helmingi ársins 3.822 milljónum króna. Ástæðan er aukinn fjár- magnskostnaður vegna veikingu krónunnar. Á fyrri helmingi ársins 2010 nam hagnaðurinn 5.118 millj- ónum króna. Betri afkoma af eiginlegum rekstri OR er þökk- uð aðhaldi í rekstri og auknum tekjum. Eins og kunnugt er hafa gjaldskrár OR verið hækk- aðar verulega á undanförnum misserum. - gar Mínus þrátt fyrir rekstrarbata: OR tapar á veikingu krónu BJARNI BJARNASON Forstjóri OR segir neikvæð áhrif af krónunni skyggja á rekstrarbata.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.