Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 36

Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 36
4 • Það þykir óvenjulegt að meirihluti rokkhljómsveitar sé skipaður kven- fólki. Vicky fellur undir þann hóp og er oft á tíðum kölluð stúlknarokk- hljómsveit en hana skipa Ástrós Ósk Jónsdóttir bassaleikari, Eygló Scheving Sigurðardóttir söngkona, Karlotta Laufey Halldórsdóttir gítar- leikari og loks sveitadrengurinn Orri Guðmundsson, sem slær taktinn fyrir stúlkurnar. „Hún varð til alveg óvart. Ég, Karlotta og Ástrós vorum saman í annarri hljómsveit. Það var ekki fyrr en Orri og Eyrún, fyrrverandi gítar- leikarinn okkar, komu í heimsókn í æfingahúsnæðið okkar að Vicky varð til. Eyrún byrjaði að spila á gítarinn minn og Orri að tromma. Ég hóf að syngja með og eftir tveggja tíma samspil var fyrsta lagið okkar orðið til,“ segir Eygló um stofnun hljómsveitarinnar. Þetta var haustið 2006 og að ári liðnu léku þau á tónlistarhátíðinni NÝJA HLJÓMPLATAN ER ÞÆGA YNGRA BARNIÐ Orð: Hallfríður Þóra Tryggvadóttir Myndir: Valgarður Gíslason Rokkhljómsveitin Vicky gefur út aðra breiðskífu sína, Cast a Light, á næstu dögum. Þau segja nýju lögin í senn poppaðri, vandaðri og höfða betur til stúlkna. Iceland Airwaves. Fyrrverandi um- boðsmaður þeirra uppgötvaði þau á tónleikum á skemmtistaðnum Amsterdam og fóru hjólin að snúast eftir það. Brátt var hljómsveitin flogin til Peking þar sem hún lék á stærstu rokktónlistarhátíð Kína, Midi Music Festival, og skömmu síðar lögðu þau upp í tónleikaferð um Bandaríkin. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, Pull Hard, kom út haustið 2008 og fékk góðar undirtektir. Svo góðar að lagið Blizzard rataði í sjöunda sæti á lista útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 yfir bestu lög ársins 2008. Að þremur árum liðnum hafa þau leikið á tónleikum víða um heim- inn, þar á meðal á Canadian Music Week og tvívegis á tónlistarhátíð í St. Louis í Bandaríkjunum. Eygló segir þau ekki hafa kunnað að fylgja frumrauninni réttilega eftir. „Í upp- hafi fengum við allt örlítið upp í hendurnar vegna fyrrum umboðs- mannsins okkar. Við áttuðum okkur ekki á því að best væri að gefa út aðra plötu strax,“ segir hún og getur þess að þegar þau loks ákváðu að vinna að nýju efni hafi það orðið til á augabragði. Vinna við nýju hljómplötuna hófst fyrir alvöru í mars og eftir rúman mánuð voru lögin tilbúin til hljóðritunar. Hélt hljómsveitin vestur í Önundarfjörð með Bandaríkjamanninum Jason Allen, sem stýrði upptökunum. „Við höfum farið þrisvar í tónleikaferð um Bandaríkin og kynntumst Jason, sem rekur hljóðverið Blasting Room, í einni þeirra. Við buðum honum að taka upp plötuna með okkur, sem hann þáði og hljóðblandaði lögin vestanhafs,“ segir Orri. Eyrún, fyrrverandi gítarleikari þeirra, sagði skilið við hljómsveitina í vetur og fylgdu því ýmsar breyt- ingar. „Við ákváðum að vera fjögur í stað þess að fá nýja manneskju. Aðallega því við erum svo mikil heild og miklir vinir,“ segir Eygló og í sameiningu lýsa þau yfir að hljóm- sveitin eyði eiginlega of miklum tíma saman og sé jafn náin og fjöl- skylda. Orri bætir við í sömu mund: „Nýr hljómsveitarmeðlimur þyrfti að smellpassa inn í hópinn til að þetta myndi ganga.“ Skömmu eftir útgáfu breiðskíf- unnar Pull Hard skilgreindi tón- listarvefmiðillinn Pitchfork Media tónlistarstefnu hljómsveitarinnar sem popp-metal. Nokkur breyting hefur orðið á stefnu hljómsveitar- innar með nýju lögunum, sem þykja heldur poppaðri. „Þetta fylgir því að hafa aðeins einn gítarleikara, platan varð sjálfkrafa poppaðri. Við stilltum heldur ekki magnarana upp úr öllu valdi á æfingum. Þess í HREMMINGAR Í KÍNA Textar Vicky voru ritskoðaðir og lögregla gætti þess að allt færi frægu ummæli Bjarkar „Free Tibet“. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.