Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 25.08.2011, Qupperneq 44
25. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið ● ÁTTUNDA JAPANSKA RÆÐUKEPPNIN Sendiráð Japans, í samvinnu við Hugvísindadeild Háskóla Íslands og Japan Foundation, mun standa fyrir árlegri japanskri ræðu- keppni í áttunda sinn. Keppnin verður haldin 10. september frá kl. 13.00 í Odda 101, Háskóla Íslands. Þátttakendur keppninnar verða flestir námsmenn á há- skólastigi. Keppnin er opin öllum em treysta sér til að halda um fimm mínútna ræðu á japönsku. Þátttakendum verður raðað niður í viðeigandi flokka af aðstandendum keppninnar. Til að skrá sig í keppnina, er áhugasömum vinsamlegast bent á að senda tölvupóst til Sendiráðs Japans á Íslandi, á póstfangið japan@itn.is, til að fá sent umsóknareyðublað. Útfylltri umsókn skal svo skilað aftur til sendiráðsins fyrir 2. september. Sigurvegarar í hverjum flokki fá verðlaun tengd Japan sem veitt eru af Japan Foundation. ● NEMAFORUM Á NÝJUM STAÐ Nemaforum hefur verið opnað á nýjum stað og er nú til húsa í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11 á fjórðu hæð. Fólkið að baki Nemaforum eru þau Ásta Krist- rún Ragnarsdóttir námsráðgjafi og Valgeir Guðjónsson, tónlist- armaður og félagsráðgjafi. Í Stofunni í Nemaforum, bjóða þau upp á námskeið í námstækni og áhugasviðsgrein- ingu. Fyrra námskeiðið þjálfar markvissar lestraraðferðir sem byggja á kerfi sem Ásta Kristrún hefur þróað en hið síðara byggir á NEMAcode-áhugasviðsgrein- ingu sem gefur skýra mynd af því hvaða námsleiðir og starfs- svið eru vænlegar fyrir hvern og einn. Boðið er upp á námskeið fyrir fólk á öllum skólastigum. Stofan er jafnframt til leigu fyrir smærri veislur, fundi og önnur mannamót enda er stof- an hlýlegt menningarathvarf. Nánari upplýsingar um Nemaforum og Stofuna er að finna á www.nemaforum.com. Ásta Kristún Ragnarsdóttir stýrir Nemaforum. ● MARGIR KAUPA NEMAKORT „Sala nemakortanna fer vel af stað, enda geta námsmenn sem nota strætisvagna reglulega sparað umtalsverðar fjárhæðir yfir vetur- inn með þeim. Nú þegar hafa yfir 2.000 námsmenn lagt inn pöntun,“ segir Júlía Þorvaldsdóttir, sviðs- stjóri farþegaþjónustusviðs Strætó bs. Kort sem gildir eina önn kost- ar 11.000 krónur en fyrir allan veturinn 20.000. Námsmenn í framhaldsskólum eða háskólum á höfuðborgarsvæðinu, með lögheimili í sveitarfélagi sem á aðild að Strætó bs., eiga kost á að kaupa nemakortið. Hægt er að panta nemakort á vefsvæði Strætó, https://www.straeto.is. ● MYNDAVÉLIN MUND UÐ Margir eiga í dag fínar og dýrar myndavélar. Fæstir kunna þó að nýta alla þá kosti sem í boði eru í svo flóknum vélum. Því hafa allir gott af því að fá fagmenn til að segja sér aðeins til. Á vefsíðunni ljosmyndari.is er til að mynda boðið upp á nokk- ur námskeið bæði fyrir byrj- endur og lengra komna. Nám- skeiðin eru haldin í Stangar- hyl 7 en meðal námskeiða má nefna: Þriggja daga CANON ljós- myndanámskeið, photoshop- námskeið og fjarnámskeið í ljós- myndun á netinu. Er kominn tími til að gera eitthvað? Námskeið sem opna þér nýjar leiðir Hringsjá býður úrval af öðruvísi og spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða starfi. Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Námskeiðin geta líka hentað þeim sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám. Hringsjá býður einnig fullt nám í 1,5 ár. Um er að ræða eftirfarandi námskeið: Bókhald Grunnur í bókfærslu fyrir þá sem vilja vinna við bókhald eða færa eigið bókhald. Stærðfræði fyrir byrjendur Beitt er nýjum aðferðum til að skapa áhuga og jákvætt við horf til stærðfræði. Excel grunnur Farið er í góð vinnubrögð og fjölmörg hagnýt reiknidæmi í þessu vinsæla forriti. Sjálfstyrking Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öruggari fram- komu og almennt vera til! Enska fyrir byrjendur Beitt er nýjum aðferðum fyrir þá sem hafa átt erfitt með að læra ensku / önnur tungumál. Tölvubókhald NÝTT! Dýpkar þekkingu á bókhaldi almennt og kynnir tölvufært bókhald. Fjármál Fjármál einstaklinga á manna- máli! Eykur skilning á fjár- málum, bæði eigin og almennt. Tölvugrunnur Tölvunotkun fyrir byrjendur og lengra komna. Unnið á eigin hraða með aðstoð. Minnistækni Kennd er tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni að stríða. Að ná fram því besta með ADHD NÝTT! Eykur skilning á ADHD (athyglisbresti / ofvirkni) og hvernig hægt er að ná betri tökum á ADHD. Úr frestun í framkvæmd NÝTT! Farið yfir ástæður frestunar, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem vilja hætta að fresta og fara að ná árangri í lífinu. Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510-9380 eða á hringsja.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.