Fréttablaðið - 25.08.2011, Side 45
• 5
stað settumst við niður og sömdum
lög. Við það urðu þau poppaðri
og vandaðri,“ segir Orri og svarar
aðspurður um söguna að baki titils
nýju breiðskífunnar: „Mín tilfinning
fyrir nafninu er að hljómsveitin sé
algjörlega í nýju ljósi. Breytt tón-
listarstefna, mannabreytingar og
nýtt upphaf.“ Jafnframt játar hann
að titillinn sé töluvert poppaðri en
titill Pull Hard. „Þetta er samt ekkert
popp, þetta er enn mjög rokkað,“
segir Eygló ákveðin en lýsir þó sam-
hliða Orra nýju plötunni sem þæga
yngra barninu, enda auðveldari í
hlustun og með þægilegri hljóm.
Þessi breytta stefna þeirra virðist
höfða til kvenna en Eygló segist
finna fyrir auknum áhuga kvenfólks
á hljómsveitinni. „Hlustendahópur
gömlu plötunnar var mestmegnis
strákar en núna finnst mér miklu
fleiri stelpur fíla tónlistina okkar,
eins og lagið Feel Good.“
Hljómsveitin vakti töluverða at-
hygli erlendis fyrir frumraun sína og
lýsti blaðamaður breska dagblaðsins
The Sun þeim sem næstu Björk.
Eygló, söngkonu hljómsveitarinnar,
var einnig líkt við hana á erlendri
bloggsíðu. „Er ekki bara nóg að
vera frá Íslandi?“ spyr Orri varðandi
þessar líkingar en Eygló er fljót
að bæta við: „Margir hafa bent á
líkindi með röddum okkar Bjarkar.
Ég heyri það ekki sjálf og veit ekki
hvað er til í því. Það er allavega
ekki leiðum að líkjast.“ Þetta er
ekki í eina skiptið sem Björk hefur
komið við sögu hjá hljómsveitinni.
„Hún hafði mikil áhrif á kínversku
tónlistarhátíðina Midi Music Festi-
val. Skömmu fyrir hátíðina hélt
hún tónleika í Kína og ávarpaði
áhorfendaskarann með orðunum
„Free Tibet“ (Frelsið Tíbet). Deilan
um Tíbet var mikið í umræðunni á
þessum tíma og Ólympíuleikarnir
á næsta leiti,“ segir Eygló og Orri
bætir við. „Við vorum ekki vinsæl
eftir þetta sem íslensk hljómsveit
og það var erfitt að komast inn í
landið.“ Tónleikarnir áttu að fara
fram á útisviði og tæplega hundrað
þúsund áhorfendur. Vegna þessa
uppátækis bönnuðu stjórnvöld allar
útisamkomur og þurfti hátíðin að
fara fram innanhús. Einnig var hljóm-
sveitin vinsamlegast beðin um að
láta engin pólitísk ummæli falla og
gætti hermaður þess að allt færi vel
fram á tónleikum þeirra. „Jafnframt
voru textarnir okkar ritskoðaðir
og okkur bannað að flytja lögin
My Black Lesbian Lover og Alien.“
Markmið þeirra næstu tólf mán-
uðina er að gefa út nýju breiðskífuna
í september, halda veglega útgáfu-
tónleika og fylgja plötunni vel eftir.
„Þessa stundina erum við að undir-
búa tónleikaferðalag um Evrópu fyrir
byrjun næsta árs,“ segir Eygló og
ætla þau strax að hefjast handan
við gerð nýrrar hljómplötu eða líkt
og Orri orðar það: „Við ætlum að
læra af þessari þriggja ára bið.“
vel fram á tónleikunum í Kína, eftir hin