Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 46

Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 46
6 • Söguna um Lísu í Undralandi ættu flestir að þekkja en sagan sem sögð er í Alice: Madness Returns er útgáfa af þessari vinsælu sögu sem vekur nánast ónot hjá manni. Madness Returns, líkt og forverinn Alice sem kom út árið 2000, bregður upp mjög dökkri og blóðugri mynd af Lísu og furðuverunum í Undralandi. Í Madness Returns er Lísa orðin ung kona sem rambar á milli hins raunverulega heims og hins ímyndaða Undralands. Eitthvert eyðileggingarafl er að tæta í sig Undraland og Lísa þarf að bjarga því, sem og því litla sem er eftir af geðheilsu hennar. Leiknum er skipt niður í sex heima sem hver um sig skartar ákveðnu þema. Þessir heimar eru síðan tengdir saman með afskaplega litlausri og leiðinlegri útgáfu af skuggahverfum London. Leikmenn þurfa að fara í gegnum þessa heima, leysa ýmis verkefni, drepa ógrynni af undarlegum óvinum, hoppa, svífa, safna minn- ingum og fleira í þeim dúr. Alice: Madness Returns skartar einstöku útliti sem gerir það að verkum að menn sogast inn í þennan brenglaða ímyndunarheim og drungalegur söguþráðurinn heldur rækilega í menn þangað til yfir lýkur. Það sem hins vegar skemmir fyrir útliti og andrúms- lofti leiksins er spilun hans. Leikurinn er bara alltof einhæfur. Menn hafa úr mjög litlu að moða þegar kemur að vopnum leiksins, um fjögur vopn sem hægt er að uppfæra og menn eyða allt of miklum tíma í að svífa á milli palla með merkilega sterkum pilsfaldi Lísu. Þar að auki verða menn fljótt leiðir á því að murka lífið úr skrímslum Undralands þar sem að bardagakerfið, sérstaklega á piparkvarnarbyssunni, er frekar takmarkað. Það er ekki hægt að neita því að þessi útgáfa af Undralandi er í senn heillandi og ógnvekjandi. Leikurinn gefur manni nýja sýn á þetta sígilda ævintýri, sem er líklegt að fái Lewis Carroll til að snúa sér í marga hringi í gröfinni. Það er alltaf skemmtilegt þegar þekktum sögum er snúið nánast upp í andhverfu sína, en það væri vissulega betra ef leikurinn sjálfur væri eins sérstakur og útlit hans og efnistök. POPPLEIKUR: ALICE MADNESS RETURNS TRÍTILÓÐ LÍSA Red Faction: Armageddon er nýjasta útspilið í hinni áratuga gömlu Red Faction-seríu. Sögu- sviðið er plánetan Mars árið 2170 þar sem mannkynið býr í iðrum plánetunnar vegna mengaðs andrúmslofts. Til þess að skemma sem minnst söguþráð leiksins, sem er alveg sæmilegur, skal bara látið nægja að segja að aðalhetjan er göbbuð til að sleppa lausri plágu sem hefur legið í dvala og þá fer bókstaflega allt til fjandans. Það er svo í verkahring hetjunnar að redda málunum. Trompið hjá Red Faction-serí- unni hefur alltaf verið eyðilegging. Leikmenn hafa, með fjölbreyttu úrvali vopna, möguleikann á að eyðileggja flest allar byggingar og hluti sem fyrirfinnast í leiknum. Í Armageddon er þetta ennþá möguleiki, og með því skemmti- legra sem maður gerir þökk sé áhugaverðum vopnum eins og svartholsbyssu, segulriffli og regn- boga-sýru-prumpandi einhyrningi. En núna fá menn einnig tækifæri til að taka til eftir sig með Nano Forge-græjunni. Nano Forge endurbyggir það sem maður eyðileggur og opnar þannig fyrir nýja spilunartaktík. Séu menn við dauðans dyr og óvinir sækja hart að þeim er sáraeinfalt að sprengja gat á stóra kassa, hlaupa inn í þá og nota svo Nano Forge til að loka sig inni. Þar geta menn sleikt sárin í smá stund áður en menn brjótast út til að berja á óvininum. Það er líklegt að þeir sem spil- uðu forvera leiksins, Red Faction: Guerilla, fái nett sjokk þegar þeir spila Aramged- don þar sem gerð er ein gríðarstór breyting á milli leikja. Guerrilla bauð leik- mönnum upp á nær ótak- markað frelsi til að ferðast um gríðarstórt landsvæði, aka alls konar farartækjum og eyðileggja nánast allt sem þeir sáu. Armageddon útrýmir nær öllu frelsi og setur alla framvindu leiks- ins í mjög fastar skorður. Einnig er takmarkað hversu mikið menn geta nýtt sér farartæki við eyðilegg- inguna, en þegar menn komast í, til dæmis, hálfgerðan kóngulóarskriðdreka, þá er það einstaklega hressandi. Red Faction: Armaged- don gerir margt rétt en það er vissulega skref niður á við að hafa ekki það frelsi sem sá síðasti bauð upp á. Þegar maður er gripinn óstjórnlegri þörf til að vafra um og eyðileggja allt sem fyrir augu ber, með fyrrnefndum regnboga- sýru-prumpandi einhyrn- ingi, er það hrikalegt að vera nánast þvingaður áfram í gegnum söguþráð leiksins. Á margan hátt er Armageddon betri leikur en Guerilla, en þegar menn hafa áður kynnst frelsinu til að vafra um sléttur Mars er erfitt að sætta sig við að hírast í þröngum göngum neðanjarðar. POPPLEIKUR: RED FACTION ARMAGEDDON PRUMPANDI EINHYRNINGAR ERU TÖFF ÖÐRUVÍSI Þetta er ekki sama saklausa Lísa í Undralandi og fólk sá í hinni klassísku Disney-teiknimynd. HÁTÆKNI Nano Forge-tæknin auðveldar mönnum að lifa af og taka til í Red Faction: Armageddon. NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 2/5 4/5 3/5 3/5 GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING RED FAC- TION ARMA- GEDDON 4/5 4/5 4/5 3/5 4/5 Þeir Pétur Ben og Eberg eru báðir meðal fremstu poppara Ís- lands. Sá fyrrnefndi sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Wine For My Weakness, fyrir fimm árum og er að vinna að plötu númer tvö. Hann hefur líka gert góða hluti með öðrum listamönnum, þar á meðal Mugison, Bubba og Ellen Kristjánsdóttur. Eberg á að baki þrjár flottar sólóplötur auk þess sem hann er helmingur dúós- ins Feldberg sem gerði mikla lukku með plötunni Don‘t Be A Stranger fyrir tveimur árum. Þeir Pétur Ben og Eberg vöktu fyrst athygli saman fyrir smellinn Come On Come Over sem var notaður í sjónvarpsauglýsingu frá Nova. Flott popplag og þau eru fleiri á Numbers Game. Tónlistin á Numbers Game er léttleikandi popp með alþjóð- legum blæ. Hljómurinn er pott- þéttur eins og við var að búast og útsetningarnar eru fínar. Mörg laganna hafa grípandi viðlög sem festast auðveldlega á heilann. Á meðal þeirra bestu eru Come On Come Over, Over And Over, I Would Like To See You Smile, Numbers Game, Stuck On You og City By The Sea. Þeir Pétur og Eberg sjá að stórum hluta um hljóðfæraleik og söng, en nokkrir vel valdir tón- listarmenn aðstoða þá á plötunni, til að mynda Nói Steinn úr Leaves, María Huld og Hildur úr Amiinu og Mugison sem semur með þeim félögum og syngur lagið I‘m Here. Þó að nokkur lög hitti strax í mark þá lætur Numbers Game frekar lítið yfir sér við fyrstu hlustun. Við nánari kynni uppgötvar maður fleiri og fleiri góð lög. Það er ekki allt efni plötunnar snilld, en flest laganna eru yfir meðallagi. Á heildina litið er Numbers Game fín poppplata sem stendur undir þeim miklu væntingum sem maður gerir til þessarra tveggja listamanna. Trausti Júlíusson GRÍPANDI POPPLÖG MEÐ ALÞJÓÐLEGUM BLÆ PÉTUR BEN & EBERG NUMBERS GAME Topplög: Over And Over, Numbers Game, Stuck On You og City By The Sea. Nýtt fylgirit Fréttablaðsins Auglýsingasími 512 5050

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.