Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 78

Fréttablaðið - 25.08.2011, Page 78
25. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR54HAUSTIÐ „Haustið leggst mjög vel í mig. Ég ætla að halda áfram að sýna Hárið i september og svo eru nokkur spennandi verkefni í bígerð.“ Ólöf Jara Skagfjörð leikkona „Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósun- um á horni Bankastrætis og Lækj- argötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafn- an kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegis- bilið í gær. Að sögn Fjölnis átti árekst- urinn sér stað á litlum hraða og hann varð sem betur fer ekki fyrir alvarlegum meiðslum. „Ég er reyndar staddur uppi á slysa- varðstofu núna að láta athuga á mér fótinn sem varð á milli þegar hjólið fór á hliðina.“ Við nánari athugun kom í ljós að Fjölnir var ansi bólginn á kálfanum, hnéð var aðeins laskað og hann fékk slink á bakið. „Læknirinn bað mig um taka því rólega næstu daga, þá myndi þetta nú koma.“ Fjölnir er tiltölulega nýbyrj- aður að hjóla um á mótorhjóli og hann biður menn að hugsa sinn gang í umferðinni. „Það gengur ekki að menn séu með hugann við eitthvað annað en aksturinn. Menn verða að athuga hvað þeir eru að gera.“ Sá sem ók á Fjölni lét sig hins vegar hverfa og virtist ekki hafa tekið eftir neinu. Sem betur fer fyrir Fjölni stöðvaði hann för sína á ljósum skammt frá og hleypti frúnni sinni út. Fjölnir náði því að hlaupa hann uppi. „Svo kom þarna leigubílstjóri sem varð vitni að þessu öllu, hann setti upp rauða þríhyrninginn, gaf skýrslu og skutlaði mér svo upp á slysa- varðstofu. Hann var miskunn- sami Samverjinn.“ Fjölnir hafði skiljanlega einn- ig áhyggjur af hjólinu, hann segir að stefnuljósin hafi brotnað og bensínstankurinn hafi rispast. Aðrar skemmdir gætu átt eftir að koma í ljós. Hjólið er sérsmíð- að og var áður í eigu ljósmynd- arans Spessa, það er 1500 kúbik og af gerðinni Harley David- son Night Train sem búið er að breyta í „chopper“. „Kaupverðið er ekki gefið upp en það var rán- dýrt. Spessi á annað hjól og ákvað að selja mér þetta, enda selurðu ekki hverjum sem er barnið þitt.“ freyrgigja@frettabladid.is FJÖLNIR TATTOO: MENN VERÐA AÐ HUGSA SINN GANG Húðflúrmeistari keyrður niður í miðbæ Reykjavíkur SLAPP VIÐ ALVARLEG MEIÐSLI Keyrt var á Fjölni Bragason á mótorhjóli hans í miðbæ Reykjavíkur. Hann slapp með lítils háttar meiðsl og hafði mestar áhyggjur af hjólinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bandarísku rappararnir Sage Francis og B. Dolan stíga á svið á Sódómu Reykjavík 3. september. Francis vakti mikla athygli fyrir plötu sína Personal Journals sem kom út 2002 og skoraði hún hátt á árslistum tónlistarspekinga. Bein- skeyttir textarnir féllu þar sérlega vel í kramið. Þetta verður í þriðja sinn sem Francis heldur tónleika á Íslandi en B. Dolan hefur aldrei áður komið. „Ég fór til Amsterdam að sjá hann [Francis] í fyrrahaust. Mér fannst það geggjaðir tónleikar hjá honum og mig langaði endilega að fá hann hingað aftur,“ segir Guðný Lára Thorarensen sem skipuleggur tónleikana. „B. Dolan er hjá sama útgáfufyrirtæki. Þeir voru saman í Amsterdam og ég ákvað að það væri skemmtilegt að fá þá báða.“ Níu ár eru síðan Francis kom hingað til lands. Hann fylgdi Personal Jesus eftir með A Healthy Distrust árið 2005 og tveimur árum síðar kom út Human Death Dance. Í fyrra gaf hann út plötuna Li(f)e þar sem meðlimir hljóm- sveitanna Sparklehorse, Death Cab For Cutie og Grandaddy, ásamt Yann Tiersen, voru gestir. Miða- sala á tónleikana á Sódómu er á Midi.is. - fb Sage Francis til Íslands BEINSKEYTTUR Textar bandaríska rapparans Sage Francis þykja sérlega beinskeyttir. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd hins sáluga Sigur- jóns Brink verði notuð í laginu en það á eftir að koma betur í ljós. „Sjonni söng það inn á demó á sínum tíma. Við ætlum að sjá hvernig það lag verður í okkar búningi,“ segir söngvarinn Matthías Matthíasson. Aðspurður hvort Sigurjón komi við sögu í laginu segir hann: „Við eigum eftir að yfirfara þessar upptökur. Við ætlum að sjá hvort þetta sé nothæft og hvort fjölskyldan hans vilji þetta eða ekki. Það er svo margt sem spilar inn í, þannig að við verðum aðeins að sjá til.“ Vinir Sjonna hafa verið lítt áberandi eftir að þeir tóku þátt í Eurovision-keppninni í Þýskalandi í vor. Þar lentu þeir í tuttugasta sæti með lagið Coming Home en stóðu sig engu að síður með prýði á sviðinu. „Við ætlum að keyra okkur í gang aftur. Við höfum verið að klára hin og þessi verkefni sem við vorum í áður en við fórum í þetta ævintýri,“ segir Matthías. Næst á dagskrá er ball í Mosfellsbæ á laugardaginn á hátíðinni Í túninu heima, auk þess sem kvennakvöld hefur verið bókað á Húsavík í október. „Við erum rétt að byrja,“ segir hann hress. - fb Vinir Sjonna taka upp nýtt lag NÝTT LAG Vinir Sjonna ætla að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd Sigurjóns Brink fái þar að hljóma. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá príma- donna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. Myrra fer með hlutverk hundsins Tótó í uppsetn- ingu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz og mætti á sína fyrstu æfingu í gærmorgun. Að sögn viðstaddra á æfingu sló Myrra rækilega í gegn og var það mál manna að ný stjarna væri fædd í leikhúsheiminum. „Hún Myrra er búin að vera hjá mér síðustu fjór- ar vikurnar og má ekki hitta eiganda sinn meðan á þjálfuninni stendur. Ég kalla þetta sumarbúðir,“ segir Ásta Dóra en þetta er í annað sinn sem hún þjálfar hund upp í hlutverk Tótó. „Ég þjálfaði líka hundinn sem lék í leikritinu fyrir fimmtán árum svo ég er öllu vön.“ Ásta Dóra vill meina að Myrra sé smá príma- donna en henni finnst gaman að fara í útreiðatúra en neitar að fara á hest sem er ekki í sama lit og hún sjálf, sem sagt vill bara gráan. „Hún er mjög fyndin. Svo þegar við erum á leið á þreksvæðið, þá situr hún á vespunni með mér, á meðan hinir hundarnir hlaupa.“ Þjálfun Myrru, sem er West Highland White Terrier, gengur út á að fá hana til að hlýða Ástu Dóru og treysta. Einnig þarf Myrra að skipta um kyn á sviðinu því Tótó er karlkyns. „Ég er að þjálfa hana í hálfgerða lífsstílsbreytingu, hlýða strax og svara karlkynsskipunum. Svona heimilishundar eins og Myrra eru ekki vanir svona miklum afskipt- um,“ segir Ásta Dóra, sem verður á bak við tjöldin í öllum sýningunum. „Myrra verður að hlýða mér og svo Láru sem leikur Dóróteu. Þær hittust fyrst á æfingu í morgun og náðu vel saman.“ - áp NÝ STJARNA Myrra þreytir frumraun sína á leik- sviði í vetur þegar hún fer með hlutverk Tótó í Galdrakarlinum í Oz. Hér er hún ásamt Ástu Dóru Ingadóttur þjálfara sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ný prímadonna í leikhúsheiminum Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 í leikfimisal Hvassaleitisskóla. Kennarar eru Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari og Ólöf Björk Björnsdóttir skráning er hafin á námskeiðið sem hefst þriðjudaginn 6.september. Upplýsingar í síma 899-8669 SUÐRÆNSVEIFLA Suðrænsveifla er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri.Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun,latin dönsum eins ogcha cha,jive,salsa og fl. kviðæfingum og góðri slökun. LEIKTÆKNISKÓLI Undirbúningur leikarans Túlkun Textagreining Kvikmyndaleikur kama og raddar kun Mag teins Bachmann Fyrsta námskeið er frá 6. sept. til 11. okt. 2011 Kennsla fer fram öll þriðjudagskvöld frá kl. 19.30 til 23.00 Skr r r leiktaekniskolinn@gmail.com. Aldurtakmar r Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.